Flestir vantreysta Eflingu samkvæmt nýrri könnun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. febrúar 2023 16:06 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hefur lagt sáttasemjara og Samtök atvinnulífsins að velli í tveimur dómsmálum. Þriðja málið um miðlunartillögu sáttasemjara er til meðferðar í héraði. Vísir/Vilhelm Helmingur landsmanna telur fulltrúa Eflingar hafa staðið sig illa í yfirstandandi kjaradeilu. Þar munar mestu um kjósendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks auk þeirra sem hæst laun hafa í landinu. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu sem einblínir á kjaradeilu Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Rúmlega fjörutíu prósent landsmanna treysta samtökunum lítið eða illa. Mest traust er borið til embættis ríkissáttasemjara. Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu dagana 8. til 13. febrúar og voru svarendur 1080 talsins. Þátttakendur voru spurðir tveggja spurninga varðandi Eflingu, Samtök atvinnulífsins og embætti ríkissáttasemjara og svo skoðað í samhengi við menntun, tekjur og pólitískar skoðanir. Spurningarnar voru eftirfarandi: 1. Finnst þér fulltrúar Eflingar/Samtaka atvinnulífsins/ríkissáttasemjara hafa staðið sig vel eða illa í yfirstandandi kjaradeilu? 2. Treystir þú fulltrúum Eflingar/Samtaka atvinnulífsins/embætti ríkissáttasemjara mikið, lítið eða ekkert? Samantekt á niðurstöðunum má sjá á myndinni hér að neðan. Litlu munar á Eflingu og Samtökum atvinnulífsins en í kringum fjórðungur þjóðarinnar telur fulltrúa Eflingar og SA hafa staðið sig vel. Tæplega fjörutíu prósent telja sáttasemjara hafa staðið sig vel. Samantekt á niðurstöðum könnunarinnar.Maskína Töluvert fleiri landsmenn telja hins vegar fulltrúa Eflingar hafa staðið sig illa eða um helmingur. Í kringum þrjátíu prósent landsmanna telja SA og sáttasemjara hafa staðið sig illa. Varðandi traust til aðilanna þriggja nýtur sáttasemjari mest trausts eða um fjörutíu prósent landsmanna sem treysta sáttasemjara mikið. Um fimmtingur þjóðarinn treystir Eflingu og SA mikið. Hægt er að kynna sér niðurstöðurnar nánar í skjalinu að neðan. Tengd skjöl Kjaradeila_MaskínuskýrslaPDF1.7MBSækja skjal Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Skoðanakannanir Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu sem einblínir á kjaradeilu Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Rúmlega fjörutíu prósent landsmanna treysta samtökunum lítið eða illa. Mest traust er borið til embættis ríkissáttasemjara. Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu dagana 8. til 13. febrúar og voru svarendur 1080 talsins. Þátttakendur voru spurðir tveggja spurninga varðandi Eflingu, Samtök atvinnulífsins og embætti ríkissáttasemjara og svo skoðað í samhengi við menntun, tekjur og pólitískar skoðanir. Spurningarnar voru eftirfarandi: 1. Finnst þér fulltrúar Eflingar/Samtaka atvinnulífsins/ríkissáttasemjara hafa staðið sig vel eða illa í yfirstandandi kjaradeilu? 2. Treystir þú fulltrúum Eflingar/Samtaka atvinnulífsins/embætti ríkissáttasemjara mikið, lítið eða ekkert? Samantekt á niðurstöðunum má sjá á myndinni hér að neðan. Litlu munar á Eflingu og Samtökum atvinnulífsins en í kringum fjórðungur þjóðarinnar telur fulltrúa Eflingar og SA hafa staðið sig vel. Tæplega fjörutíu prósent telja sáttasemjara hafa staðið sig vel. Samantekt á niðurstöðum könnunarinnar.Maskína Töluvert fleiri landsmenn telja hins vegar fulltrúa Eflingar hafa staðið sig illa eða um helmingur. Í kringum þrjátíu prósent landsmanna telja SA og sáttasemjara hafa staðið sig illa. Varðandi traust til aðilanna þriggja nýtur sáttasemjari mest trausts eða um fjörutíu prósent landsmanna sem treysta sáttasemjara mikið. Um fimmtingur þjóðarinn treystir Eflingu og SA mikið. Hægt er að kynna sér niðurstöðurnar nánar í skjalinu að neðan. Tengd skjöl Kjaradeila_MaskínuskýrslaPDF1.7MBSækja skjal
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Skoðanakannanir Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Sjá meira