Litlar áhyggjur af Strætó en „ömurleg staða“ fyrir ferðaþjónustuna Máni Snær Þorláksson skrifar 14. febrúar 2023 16:10 Jóhannes Svavar Rúnarsson og Björn Ragnarsson ræða um afleiðingar verkfallsins. Vísir/Strætó/Ívar Framkvæmdastjóri Strætó er bjartsýnn á að undanþágubeiðni vegna verkfalls olíubílstjóra verði samþykkt af Eflingu. Forstjóri Kynnisferða segir stöðuna vera ömurlega. „Það þarf nú enginn að hafa áhyggjur á morgun og ekki allavega út þessa viku,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, í samtali við fréttastofu. Ef svarið við beiðninni verður hins vegar ekki jákvætt þá mun það hafa áhrif á strætósamgöngur. „Við gætum þá séð einhver áhrif í næstu viku í fyrsta lagi.“ Jóhannes býst þó við því að Efling samþykki undanþágubeiðnina. „Ég er mjög bjartsýnn maður, annars væri ég ekki hérna í þessu starfi. Við allavega teljum að þessum verkföllum sé nú ekki beint gegn strætó,“ segir hann. Strætó gæti orðið besta leiðin í verkfallinu en það fer eftir því hvort Efling samþykki undanþágubeiðnina.Vísir/Vilhelm „Það eru mjög mikilvægir hópar sem ferðast með strætó til að komast í mikilvæg störf, eins og sýndi sig svo sem í Covid, heilbrigðisstarfsfólk og fleiri. Þannig við erum þokkalega bjartsýn á að við fáum undanþágu.“ Eldsneytisbirgðirnar ættu, að sögn framkvæmdastjórans, að duga í tíu til fjórtán daga. „Það er bara svona „standard“ hjá okkur. Við gerðum ekkert annað en að fylla bara á. Svo er bara að vona að menn setjist við samningaborðið og leysi þetta mál áður en allt fer í óefni.“ Til skoðunar að sækja um undanþágu Björn Ragnarsson, forstjóri Kynnisferða, hefur áhyggjur af afleiðingum verkfallsins á ferðaþjónustu. Kynnisferðir sjá auk annarra um akstur á strætisvögnum og mun undanþágubeiðni Strætó því hjálpa þeim rekstri verði hún samþykkt. Auk þess sér fyrirtækið til dæmis um fólksflutninga til og frá Keflavíkurflugvelli en til skoðunar er að sækja um undanþágu á þeim rekstri. „Við munum auðvitað skoða það með okkar sérfræðingum hvort það sé möguleiki að sækja um einhverja undanþágu til að vera með flutninga á milli. Við sjáum meðal annars um flutning á flugvirkjum fyrir Icelandair og þeir þurfa að komast til vinnu.“ Ömurleg staða Auk olíubílstjóranna sem fara í verkfall á morgun eru félagsmenn Eflingar sem starfa á hótelum ýmist í verkfalli, á leiðinni í verkfall eða eru að fara að greiða atkvæði um verkfall. Áhrif þessara verkfalla geta því haft mikil áhrif á ferðaþjónustuna. Björn telur því ljóst að þetta eigi eftir að leiða til þess að færri ferðamenn komi til landsins: „Þetta er ömurleg staða sem að upp er komin þannig við vonum að samningar takist sem allra allra fyrst þannig að við getum farið að halda áfram. Það er mikill áhugi á landinu og töluvert af ferðamönnum sem eru að koma og við erum náttúrulega ný stigin upp úr Covid. Þannig það er það sem við vonumst til, að við getum nýtt þennan meðbyr.“ Kjaramál Samgöngur Kjaraviðræður 2022-23 Strætó Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Kauphöllin réttir við sér Viðskipti innlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars Sjá meira
„Það þarf nú enginn að hafa áhyggjur á morgun og ekki allavega út þessa viku,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, í samtali við fréttastofu. Ef svarið við beiðninni verður hins vegar ekki jákvætt þá mun það hafa áhrif á strætósamgöngur. „Við gætum þá séð einhver áhrif í næstu viku í fyrsta lagi.“ Jóhannes býst þó við því að Efling samþykki undanþágubeiðnina. „Ég er mjög bjartsýnn maður, annars væri ég ekki hérna í þessu starfi. Við allavega teljum að þessum verkföllum sé nú ekki beint gegn strætó,“ segir hann. Strætó gæti orðið besta leiðin í verkfallinu en það fer eftir því hvort Efling samþykki undanþágubeiðnina.Vísir/Vilhelm „Það eru mjög mikilvægir hópar sem ferðast með strætó til að komast í mikilvæg störf, eins og sýndi sig svo sem í Covid, heilbrigðisstarfsfólk og fleiri. Þannig við erum þokkalega bjartsýn á að við fáum undanþágu.“ Eldsneytisbirgðirnar ættu, að sögn framkvæmdastjórans, að duga í tíu til fjórtán daga. „Það er bara svona „standard“ hjá okkur. Við gerðum ekkert annað en að fylla bara á. Svo er bara að vona að menn setjist við samningaborðið og leysi þetta mál áður en allt fer í óefni.“ Til skoðunar að sækja um undanþágu Björn Ragnarsson, forstjóri Kynnisferða, hefur áhyggjur af afleiðingum verkfallsins á ferðaþjónustu. Kynnisferðir sjá auk annarra um akstur á strætisvögnum og mun undanþágubeiðni Strætó því hjálpa þeim rekstri verði hún samþykkt. Auk þess sér fyrirtækið til dæmis um fólksflutninga til og frá Keflavíkurflugvelli en til skoðunar er að sækja um undanþágu á þeim rekstri. „Við munum auðvitað skoða það með okkar sérfræðingum hvort það sé möguleiki að sækja um einhverja undanþágu til að vera með flutninga á milli. Við sjáum meðal annars um flutning á flugvirkjum fyrir Icelandair og þeir þurfa að komast til vinnu.“ Ömurleg staða Auk olíubílstjóranna sem fara í verkfall á morgun eru félagsmenn Eflingar sem starfa á hótelum ýmist í verkfalli, á leiðinni í verkfall eða eru að fara að greiða atkvæði um verkfall. Áhrif þessara verkfalla geta því haft mikil áhrif á ferðaþjónustuna. Björn telur því ljóst að þetta eigi eftir að leiða til þess að færri ferðamenn komi til landsins: „Þetta er ömurleg staða sem að upp er komin þannig við vonum að samningar takist sem allra allra fyrst þannig að við getum farið að halda áfram. Það er mikill áhugi á landinu og töluvert af ferðamönnum sem eru að koma og við erum náttúrulega ný stigin upp úr Covid. Þannig það er það sem við vonumst til, að við getum nýtt þennan meðbyr.“
Kjaramál Samgöngur Kjaraviðræður 2022-23 Strætó Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Kauphöllin réttir við sér Viðskipti innlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars Sjá meira