„Það versta var að verða opinber starfsmaður“ Friðrik Jónsson skrifar 15. febrúar 2023 11:01 Í síðustu viku kom út skýrsla unnin af Intellecon undir yfirskriftinni Er ekki bara best að vinna hjá ríkinu? Þar er fjallað um fjölgun opinberra starfsmanna og laun eftir mörkuðum. Helsti boðskapur skýrslunnar er að fjölgun opinberra starfsmanna hafi verið óhófleg síðustu ár og að laun þeirra séu marktækt hærri en hjá starfsmönnum á almennum markaði. Hvort tveggja er þvæla. Raunar virðist hafa verið valin villandi og í sumum tilfellum beinlínis röng framsetning á tölfræði. Líklega er þessu skellt fram til að framkalla forpöntuð hughrif frá félaginu sem keypti skýrsluna, Félagi íslenskra atvinnurekenda. Fjölgun opinberra starfsmanna hefur ekki verið óhófleg Úr skýrslu Intellecon: „Á árabilinu 2015 til 2021 hefur fjöldi opinberra starfsmanna aukist um ríflega 21,4%. Á sama tíma fjölgaði starfsfólki á almenna markaðnum um 4.200 sem er um 3% aukning.“ Af þessum tölum hefur sú ályktun verið dregin í fjölmiðlum að fjölgun opinberra starfsmanna sé stjórnlaus. Ekki er gerð nokkur tilraun til að setja þróunina í samhengi við aðra þætti sem hér hafa áhrif. Almenn fólksfjölgun kallar á fleira starfsfólk í opinberum greinum og heimsfaraldur lamaði stóran hluta einkageirans á árunum 2020 og 2021. Sé eingöngu litið til fjölda launafólks 2010-2022 jókst fjöldi þeirra sem starfa á opinberum markaði um 23% á árunum 2010-2022 en um 34% á almennum markaði. Aukning í fjölda launafólks á opinberum markaði var nær engin á tímabilinu 2010-2017 en á sama tíma jókst fjöldi launafólks á almennum markaði um rúmlega 30%. Frá 2017-2021 jókst fjöldinn vissulega mun hraðar á opinbera markaðnum en á hinum almenna en áhrif heimsfaraldurs skekkja myndina verulega. Þessi skekkja leiðréttist að mestu á árinu 2022 þegar kröftugur viðsnúningur varð í hlutfallslegri fjölgun milli almenns og opinbers markaðar. Einhverra hluta vegna er ekki er fjallað um þetta í skýrslu Intellecon. Staðgreiðsluskrár ríkisskattsstjóra sýna þetta einnig glöggt en fjöldi starfandi á aldrinum 25-64 ára jókst tvöfalt hraðar á almennum markaði en opinberum markaði árin 2010-2022. Á árinu 2022 voru um 31% starfandi á aldrinum 26-54 ára hjá hinu opinbera en hlutfallið hefur lækkað stöðugt á síðasta áratug. Eini undirflokkur opinbera markaðarins sem hefur stækkað hraðar en fyrirtæki á almenna markaðnum á tímabilinu eru í flokknum opinber fyrirtæki. Tölum um samkeppnishæfni Úr skýrslu Intellecon: „Sögulega séð hafa laun hjá hinu opinbera jafnan verið lægri en á hinum almenna markaði. Á síðustu árum hefur þessi munur nánast horfið... laun hjá hinu opinbera eru orðin samkeppnisfær við almenna markaðinn“. Þetta er vægast sagt áhugaverð fullyrðing og í raun fráleit framsetning. Sérstaklega fyrir þær sakir að ekki eru færð nein sannfærandi rök fyrir þessu í skýrslunni. Borin eru saman meðaltöl í launakostnaði og heildarlaunum fullvinnandi fyrir hópa sem tæpast eru samanburðarhæfir. Ekki er fjallað um það að rúmlega 50% starfandi hjá ríki eru með háskólamenntun að baki og um 40% starfandi hjá sveitarfélögum samanborið við um 13% á almenna markaðnum skv. vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar. Um sérfræðinga er það helst sagt að þau sem vinna í heilbrigðis- og félagsþjónustu hafi töluvert hærri greidd heildarlaun en aðrir sérfræðingar hjá hinu opinbera. Ekki er fjallað um tímakaup sérfræðinga á opinbera markaðnum í samanburði við sérfræðinga á almennum markaði og verulegt vanmat á störfum þeirra. Um þetta og kynbundin launamun í boði ríkis og sveitarfélaga hef ég áður fjallað um í grein minni „Opinbert óréttlæti“. Þar fjalla ég um þá sorglegu staðreynd að þessir sérfræðingar, sem eru í yfirgnæfandi meirihluta konur, niðurgreiða í raun vinnuafl sitt í þágu fyrirtækja á almennum markaði. Á verðmætasköpun sér aðeins stað á einkamarkaði? „Eins og ykkur er flestum kunnugt þá skipti ég um starfsvettvang fyrir um 18 mánuðum síðan og flest þekkið þið minn bakgrunn og því ætti ekki að koma ykkur á óvart að það versta við þessi nýju umskipti í mínu lífi var að verða opinber starfsmaður”. Þetta sagði Guðrún Hafsteinsdóttir, alþingismaður Suðurkjördæmis, í byrjun erindis síns í útgáfuhófi umræddrar skýrslu. Erindi Guðrúnar bar heitið Verða verðmæti til í skúffum embættismanna? Boðskapur erindisins laut að mestu að yfirburðum almenna markaðarins í verðmætasköpun og þær hættur sem útþensla hins opinbera skapaði fyrir samfélagið. Ekki er ljóst hvort háttvirtur þingmaður hafi þá staðföstu trú að hag kjósenda hennar og fyrirtækja verði best borgið með skólakerfi, heilbrigðiskerfi og orkuinnviðum á einkamarkaði, svo dæmi séu tekin. Það er vissulega rétt sem þingmaðurinn segir að stærð opinbera markaðarins séu skorður settar af verðmætasköpun einkamarkaðar til lengri tíma en það er gamaldags og klisjukennd framsetning að verðmætasköpun eigi sér einungis stað á einkamarkaði. Staðreyndin er nefnilega að hið opinbera er virkur þátttakandi í verðmætasköpun hagkerfisins. Opinberi markaðurinn framleiðir aðföng fyrir verðmætasköpun fyrirtækja á almennum markaði og starfsfólk opinbera markaðarins er verðmætur hlekkur í verðmætasköpuninni. Þetta á sérstaklega við á þeim mörkuðum þar sem markaðsbrestur ríkir og þar sem opinberir aðilar eru líklegri en almennur markaður til að ná fram kostnaðarlágmörkun. Tölum út frá staðreyndum Gagnrýni á opinbera markaðinn og aðhald frá skattgreiðendum er bæði sjálfsagt og skiljanlegt. BHM fagnar upplýstri umræðu um opinbera markaðinn. Sameiginlegt markmið okkar allra á að vera að hámarka velferð fólks og fyrirtækja með kröftugri verðmætasköpun á báðum mörkuðum. Sú moðsuða sem sett var fram af Félagi atvinnurekenda í síðustu viku var þó hvorki upplýst né til nokkurs gagns. Slík hagsmunasamtök eiga að hafa metnað til að gera betur. Höfundur er formaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrik Jónsson Vinnumarkaður Kjaramál Rekstur hins opinbera Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Í síðustu viku kom út skýrsla unnin af Intellecon undir yfirskriftinni Er ekki bara best að vinna hjá ríkinu? Þar er fjallað um fjölgun opinberra starfsmanna og laun eftir mörkuðum. Helsti boðskapur skýrslunnar er að fjölgun opinberra starfsmanna hafi verið óhófleg síðustu ár og að laun þeirra séu marktækt hærri en hjá starfsmönnum á almennum markaði. Hvort tveggja er þvæla. Raunar virðist hafa verið valin villandi og í sumum tilfellum beinlínis röng framsetning á tölfræði. Líklega er þessu skellt fram til að framkalla forpöntuð hughrif frá félaginu sem keypti skýrsluna, Félagi íslenskra atvinnurekenda. Fjölgun opinberra starfsmanna hefur ekki verið óhófleg Úr skýrslu Intellecon: „Á árabilinu 2015 til 2021 hefur fjöldi opinberra starfsmanna aukist um ríflega 21,4%. Á sama tíma fjölgaði starfsfólki á almenna markaðnum um 4.200 sem er um 3% aukning.“ Af þessum tölum hefur sú ályktun verið dregin í fjölmiðlum að fjölgun opinberra starfsmanna sé stjórnlaus. Ekki er gerð nokkur tilraun til að setja þróunina í samhengi við aðra þætti sem hér hafa áhrif. Almenn fólksfjölgun kallar á fleira starfsfólk í opinberum greinum og heimsfaraldur lamaði stóran hluta einkageirans á árunum 2020 og 2021. Sé eingöngu litið til fjölda launafólks 2010-2022 jókst fjöldi þeirra sem starfa á opinberum markaði um 23% á árunum 2010-2022 en um 34% á almennum markaði. Aukning í fjölda launafólks á opinberum markaði var nær engin á tímabilinu 2010-2017 en á sama tíma jókst fjöldi launafólks á almennum markaði um rúmlega 30%. Frá 2017-2021 jókst fjöldinn vissulega mun hraðar á opinbera markaðnum en á hinum almenna en áhrif heimsfaraldurs skekkja myndina verulega. Þessi skekkja leiðréttist að mestu á árinu 2022 þegar kröftugur viðsnúningur varð í hlutfallslegri fjölgun milli almenns og opinbers markaðar. Einhverra hluta vegna er ekki er fjallað um þetta í skýrslu Intellecon. Staðgreiðsluskrár ríkisskattsstjóra sýna þetta einnig glöggt en fjöldi starfandi á aldrinum 25-64 ára jókst tvöfalt hraðar á almennum markaði en opinberum markaði árin 2010-2022. Á árinu 2022 voru um 31% starfandi á aldrinum 26-54 ára hjá hinu opinbera en hlutfallið hefur lækkað stöðugt á síðasta áratug. Eini undirflokkur opinbera markaðarins sem hefur stækkað hraðar en fyrirtæki á almenna markaðnum á tímabilinu eru í flokknum opinber fyrirtæki. Tölum um samkeppnishæfni Úr skýrslu Intellecon: „Sögulega séð hafa laun hjá hinu opinbera jafnan verið lægri en á hinum almenna markaði. Á síðustu árum hefur þessi munur nánast horfið... laun hjá hinu opinbera eru orðin samkeppnisfær við almenna markaðinn“. Þetta er vægast sagt áhugaverð fullyrðing og í raun fráleit framsetning. Sérstaklega fyrir þær sakir að ekki eru færð nein sannfærandi rök fyrir þessu í skýrslunni. Borin eru saman meðaltöl í launakostnaði og heildarlaunum fullvinnandi fyrir hópa sem tæpast eru samanburðarhæfir. Ekki er fjallað um það að rúmlega 50% starfandi hjá ríki eru með háskólamenntun að baki og um 40% starfandi hjá sveitarfélögum samanborið við um 13% á almenna markaðnum skv. vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar. Um sérfræðinga er það helst sagt að þau sem vinna í heilbrigðis- og félagsþjónustu hafi töluvert hærri greidd heildarlaun en aðrir sérfræðingar hjá hinu opinbera. Ekki er fjallað um tímakaup sérfræðinga á opinbera markaðnum í samanburði við sérfræðinga á almennum markaði og verulegt vanmat á störfum þeirra. Um þetta og kynbundin launamun í boði ríkis og sveitarfélaga hef ég áður fjallað um í grein minni „Opinbert óréttlæti“. Þar fjalla ég um þá sorglegu staðreynd að þessir sérfræðingar, sem eru í yfirgnæfandi meirihluta konur, niðurgreiða í raun vinnuafl sitt í þágu fyrirtækja á almennum markaði. Á verðmætasköpun sér aðeins stað á einkamarkaði? „Eins og ykkur er flestum kunnugt þá skipti ég um starfsvettvang fyrir um 18 mánuðum síðan og flest þekkið þið minn bakgrunn og því ætti ekki að koma ykkur á óvart að það versta við þessi nýju umskipti í mínu lífi var að verða opinber starfsmaður”. Þetta sagði Guðrún Hafsteinsdóttir, alþingismaður Suðurkjördæmis, í byrjun erindis síns í útgáfuhófi umræddrar skýrslu. Erindi Guðrúnar bar heitið Verða verðmæti til í skúffum embættismanna? Boðskapur erindisins laut að mestu að yfirburðum almenna markaðarins í verðmætasköpun og þær hættur sem útþensla hins opinbera skapaði fyrir samfélagið. Ekki er ljóst hvort háttvirtur þingmaður hafi þá staðföstu trú að hag kjósenda hennar og fyrirtækja verði best borgið með skólakerfi, heilbrigðiskerfi og orkuinnviðum á einkamarkaði, svo dæmi séu tekin. Það er vissulega rétt sem þingmaðurinn segir að stærð opinbera markaðarins séu skorður settar af verðmætasköpun einkamarkaðar til lengri tíma en það er gamaldags og klisjukennd framsetning að verðmætasköpun eigi sér einungis stað á einkamarkaði. Staðreyndin er nefnilega að hið opinbera er virkur þátttakandi í verðmætasköpun hagkerfisins. Opinberi markaðurinn framleiðir aðföng fyrir verðmætasköpun fyrirtækja á almennum markaði og starfsfólk opinbera markaðarins er verðmætur hlekkur í verðmætasköpuninni. Þetta á sérstaklega við á þeim mörkuðum þar sem markaðsbrestur ríkir og þar sem opinberir aðilar eru líklegri en almennur markaður til að ná fram kostnaðarlágmörkun. Tölum út frá staðreyndum Gagnrýni á opinbera markaðinn og aðhald frá skattgreiðendum er bæði sjálfsagt og skiljanlegt. BHM fagnar upplýstri umræðu um opinbera markaðinn. Sameiginlegt markmið okkar allra á að vera að hámarka velferð fólks og fyrirtækja með kröftugri verðmætasköpun á báðum mörkuðum. Sú moðsuða sem sett var fram af Félagi atvinnurekenda í síðustu viku var þó hvorki upplýst né til nokkurs gagns. Slík hagsmunasamtök eiga að hafa metnað til að gera betur. Höfundur er formaður BHM.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar