Landsmenn minntir á strangar reglur er varða geymslu á bensíni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. febrúar 2023 13:45 Hér er verið að fylla vel á tank á bensínstöð Olís. Vísir/Hulda Margrét Umhverfisstofnun minnir landsmenn á að olíu skal meðhöndla með varúð og gæta þess að hún komist ekki með neinum hætti út í jarðveg, niðurföll, frárennslislagnir, vatnsföll eða aðra staði þar sem hún getur dreifst um og valdið mengun. Verkfall bílstjóra á höfuðborgarsvæðinu hjá olíufélögunum skall á klukkan tólf á hádegi. Von er á því að bensínstöðvar á höfuðborgarsvæðinu tæmist á næstu sólarhringum. Álag hefur verið á bensínstöðvum á höfuðborgarsvæðinu og suðvesturhorninu í vikunni. Borið hefur á því að fólk hafi mætt með stóra tanka og fyllt til lengri tíma. „Bent er á að geymsla á olíuefnum í hýbýlum manna s.s. bílskúrum, í smærri útiskúrum eða við húsvegg getur verið mjög varasöm og valdið bæði íkveikju- og sprengihættu. Einnig er með öllu óheimilt að losa hvers kyns olíuefni í niðurföll eða önnur fráveitukerfi og skulu þau ætíð vera geymd í traustum lekabyttum þar sem tryggt er að efnin komist ekki niður í frárennslið,“ segir í tilkynningu frá Umhverfisstofnun. Í ljósi frétta af verkfallsaðgerðum olíuflutningsbílstjóra og upplýsinga um að almenningur og rekstraraðilar séu að undirbúa söfnun varabirgða eldsneytis, vill Umhverfisstofnun benda á að við hvers kyns geymslu á olíuefnum gilda ákveðnar reglur sem bæði almenningur og rekstraraðilar þurfa að fylgja. Í reglugerð um varnir gegn olíumengun frá starfsemi á landi, kemur fram hvaða kröfur skal uppfylla við geymslu á olíuefnum. Markmið reglugerðarinnar er m.a. að tryggja fullnægjandi mengunarvarnir á meðhöndlun olíuefna. Nánar á vef Umhverfisstofnunar. Bensín og olía Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Slysavarnir Tengdar fréttir Agalegt að fara í verkfall en finnur fyrir stuðningi Daníel Snær bílstjóri hjá Samskipum var mættur á baráttufund Eflingar í Norðurljósasal Hörpu í dag. Hann segist fá 450 þúsund krónur útborgað sem dugi honum en veltir fyrir sér þeim sem þurfi að sjá fyrir fjölskyldu. 15. febrúar 2023 13:32 Áhrif verkfallsins strax mikil og fyrstu bensínstöðvarnar að tæmast Forstjóri Skeljungs segir verkfallið strax hafa gríðarleg áhrif á viðskiptavini félagsins eins og bensínstöðvar, verktaka, rútufyrirtæki og flugvelli. Það styttist í að bensín klárist á fyrstu bensínstöðvunum. 15. febrúar 2023 12:09 Tankarnir byrjaðir að tæmast og allar línur rauðglóandi Þrjár bensínstöðvar N1 eru lokaðar vegna verkfallsins. Framkvæmdastjóri N1 segir að nú séu allar línur rauðglóandi hjá fyrirtækinu og að skýra þurfi hvernig aðilar með undanþágu eigi að fá eldsneyti. 15. febrúar 2023 12:07 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Verkfall bílstjóra á höfuðborgarsvæðinu hjá olíufélögunum skall á klukkan tólf á hádegi. Von er á því að bensínstöðvar á höfuðborgarsvæðinu tæmist á næstu sólarhringum. Álag hefur verið á bensínstöðvum á höfuðborgarsvæðinu og suðvesturhorninu í vikunni. Borið hefur á því að fólk hafi mætt með stóra tanka og fyllt til lengri tíma. „Bent er á að geymsla á olíuefnum í hýbýlum manna s.s. bílskúrum, í smærri útiskúrum eða við húsvegg getur verið mjög varasöm og valdið bæði íkveikju- og sprengihættu. Einnig er með öllu óheimilt að losa hvers kyns olíuefni í niðurföll eða önnur fráveitukerfi og skulu þau ætíð vera geymd í traustum lekabyttum þar sem tryggt er að efnin komist ekki niður í frárennslið,“ segir í tilkynningu frá Umhverfisstofnun. Í ljósi frétta af verkfallsaðgerðum olíuflutningsbílstjóra og upplýsinga um að almenningur og rekstraraðilar séu að undirbúa söfnun varabirgða eldsneytis, vill Umhverfisstofnun benda á að við hvers kyns geymslu á olíuefnum gilda ákveðnar reglur sem bæði almenningur og rekstraraðilar þurfa að fylgja. Í reglugerð um varnir gegn olíumengun frá starfsemi á landi, kemur fram hvaða kröfur skal uppfylla við geymslu á olíuefnum. Markmið reglugerðarinnar er m.a. að tryggja fullnægjandi mengunarvarnir á meðhöndlun olíuefna. Nánar á vef Umhverfisstofnunar.
Bensín og olía Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Slysavarnir Tengdar fréttir Agalegt að fara í verkfall en finnur fyrir stuðningi Daníel Snær bílstjóri hjá Samskipum var mættur á baráttufund Eflingar í Norðurljósasal Hörpu í dag. Hann segist fá 450 þúsund krónur útborgað sem dugi honum en veltir fyrir sér þeim sem þurfi að sjá fyrir fjölskyldu. 15. febrúar 2023 13:32 Áhrif verkfallsins strax mikil og fyrstu bensínstöðvarnar að tæmast Forstjóri Skeljungs segir verkfallið strax hafa gríðarleg áhrif á viðskiptavini félagsins eins og bensínstöðvar, verktaka, rútufyrirtæki og flugvelli. Það styttist í að bensín klárist á fyrstu bensínstöðvunum. 15. febrúar 2023 12:09 Tankarnir byrjaðir að tæmast og allar línur rauðglóandi Þrjár bensínstöðvar N1 eru lokaðar vegna verkfallsins. Framkvæmdastjóri N1 segir að nú séu allar línur rauðglóandi hjá fyrirtækinu og að skýra þurfi hvernig aðilar með undanþágu eigi að fá eldsneyti. 15. febrúar 2023 12:07 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Agalegt að fara í verkfall en finnur fyrir stuðningi Daníel Snær bílstjóri hjá Samskipum var mættur á baráttufund Eflingar í Norðurljósasal Hörpu í dag. Hann segist fá 450 þúsund krónur útborgað sem dugi honum en veltir fyrir sér þeim sem þurfi að sjá fyrir fjölskyldu. 15. febrúar 2023 13:32
Áhrif verkfallsins strax mikil og fyrstu bensínstöðvarnar að tæmast Forstjóri Skeljungs segir verkfallið strax hafa gríðarleg áhrif á viðskiptavini félagsins eins og bensínstöðvar, verktaka, rútufyrirtæki og flugvelli. Það styttist í að bensín klárist á fyrstu bensínstöðvunum. 15. febrúar 2023 12:09
Tankarnir byrjaðir að tæmast og allar línur rauðglóandi Þrjár bensínstöðvar N1 eru lokaðar vegna verkfallsins. Framkvæmdastjóri N1 segir að nú séu allar línur rauðglóandi hjá fyrirtækinu og að skýra þurfi hvernig aðilar með undanþágu eigi að fá eldsneyti. 15. febrúar 2023 12:07