Vill miklu meiri launahækkun en þá sem Efling berjist fyrir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. febrúar 2023 15:37 Georgina hafði ýmislegt við samningaviðræðurnar að athuga. Hún vill miklu hærri launahækkun en þá sem verið sé að berjast fyrir. Vísir/Vilhelm Starfsmaður Berjaya Iceland hotel og félagskona hjá Eflingu vill mun hærri launahækkun en þá sem Efling berst nú fyrir í samningaviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins. Þetta kom fram í máli hennar í Norðurljósasal Hörpu í dag. Eins og sjá má á myndbandinu að neðan var starfsmaðurinn viss í sinni sök þar sem hún ræddi við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, og fleiri í samninganefnd Eflingar. „Þetta mun ekki duga fyrir fólkið sem starfar á hótelinu. 25 þúsund krónur eru ekki nóg,“ sagði konan sem samkvæmt Fréttablaðinu heitir Georgina. Nokkur fjöldi félagsmanna Eflingar var í Norðurljósasalnum í hádeginu og beindist kastljósið að viðræðum Georginu við fulltrúa Eflingar. „Við erum að krefjast mun meiri hækkana en 25 þúsund króna,“ sagði Sólveig Anna. Annar fulltrúi Eflingar benti Georginu á að um þetta væri bara byrjunin og aðeins væri um skammtímasamning að ræða til eins árs. „Vertu með okkur í samninganefndinni,“ sagði Sólveig og hvatti Georginu til að taka þátt í starfinu. Var ekki annað að heyra en að hún vildi svara því kalli Sólveigar. Georginu virtist nokkuð heitt í hamsi og var Sólveig Anna spurð að því hvaða deilumál væri í gangi. „Það er ekkert deilumál. Þessi kona er að segja að kröfurnar okkar séu ekki nógu háar. Getum við ekki verið sammála um það?“ „Mér er alveg sama hvernig þau eru, við vinnum fyrir þau. Við vinnum fyrir þau og við erum í verkfalli. Þannig þau þurfa að samþykkja eitthvað, ekki sjötíu þúsund. Í mínum vasa verða það þrjátíu þúsund af því ég borga skatta,“ segir Georgina í samtali við Fréttablaðið. Hún bætir við að hún vilji meiri peninga. „Við erum í verkfalli, af hverju getum við ekki beðið um meira? Allir vilja meiri peninga. Það er punkturinn,“ segir Georgina. Hún hafi orðið fyrir vonbrigðum með samninganefndina. Sitja við samningaborðið Efling hefur hafnað sambærilegum launahækkunum til sinna félagsmanna og Starfsgreinasambandið og VR sömdu um við Samtök atvinnulífsins. Efling hefur talað fyrir því að félagsmenn þess á höfuðborgarsvæðinu þurfi meiri hækkun vegna þess hve dýrara sé að framfleyta sér á höfuðborgarsvæðinu til dæmis vegna hærra íbúða- og leiguverðs. Samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins komu saman til fundar hjá sáttasemjara í morgun. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagðist ekki bjartsýnn fyrir viðræðurnar. Sólveig Anna sagði Eflingu mæta með samningsvilja til leiks. Á baráttufundinum í hádeginu sagðist hún vonast til að það færi að birta í viðræðunum. Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari í deilunni, hefur ekki tjáð sig um deiluna það sem af er degi. Lét hann þau gullnu orð falla fyrr í dag að þögnin væri gull þegar kæmi að samningaviðræðum. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Svo menn geti lifað mánuðinn af án stöðugs kvíða Daníel Snær bílstjóri hjá Samskipum var mættur á baráttufund Eflingar í Norðurljósasal Hörpu í dag. Hann segist fá 450 þúsund krónur útborgað sem dugi honum en veltir fyrir sér þeim sem þurfi að sjá fyrir fjölskyldu. 15. febrúar 2023 13:32 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Eins og sjá má á myndbandinu að neðan var starfsmaðurinn viss í sinni sök þar sem hún ræddi við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, og fleiri í samninganefnd Eflingar. „Þetta mun ekki duga fyrir fólkið sem starfar á hótelinu. 25 þúsund krónur eru ekki nóg,“ sagði konan sem samkvæmt Fréttablaðinu heitir Georgina. Nokkur fjöldi félagsmanna Eflingar var í Norðurljósasalnum í hádeginu og beindist kastljósið að viðræðum Georginu við fulltrúa Eflingar. „Við erum að krefjast mun meiri hækkana en 25 þúsund króna,“ sagði Sólveig Anna. Annar fulltrúi Eflingar benti Georginu á að um þetta væri bara byrjunin og aðeins væri um skammtímasamning að ræða til eins árs. „Vertu með okkur í samninganefndinni,“ sagði Sólveig og hvatti Georginu til að taka þátt í starfinu. Var ekki annað að heyra en að hún vildi svara því kalli Sólveigar. Georginu virtist nokkuð heitt í hamsi og var Sólveig Anna spurð að því hvaða deilumál væri í gangi. „Það er ekkert deilumál. Þessi kona er að segja að kröfurnar okkar séu ekki nógu háar. Getum við ekki verið sammála um það?“ „Mér er alveg sama hvernig þau eru, við vinnum fyrir þau. Við vinnum fyrir þau og við erum í verkfalli. Þannig þau þurfa að samþykkja eitthvað, ekki sjötíu þúsund. Í mínum vasa verða það þrjátíu þúsund af því ég borga skatta,“ segir Georgina í samtali við Fréttablaðið. Hún bætir við að hún vilji meiri peninga. „Við erum í verkfalli, af hverju getum við ekki beðið um meira? Allir vilja meiri peninga. Það er punkturinn,“ segir Georgina. Hún hafi orðið fyrir vonbrigðum með samninganefndina. Sitja við samningaborðið Efling hefur hafnað sambærilegum launahækkunum til sinna félagsmanna og Starfsgreinasambandið og VR sömdu um við Samtök atvinnulífsins. Efling hefur talað fyrir því að félagsmenn þess á höfuðborgarsvæðinu þurfi meiri hækkun vegna þess hve dýrara sé að framfleyta sér á höfuðborgarsvæðinu til dæmis vegna hærra íbúða- og leiguverðs. Samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins komu saman til fundar hjá sáttasemjara í morgun. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagðist ekki bjartsýnn fyrir viðræðurnar. Sólveig Anna sagði Eflingu mæta með samningsvilja til leiks. Á baráttufundinum í hádeginu sagðist hún vonast til að það færi að birta í viðræðunum. Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari í deilunni, hefur ekki tjáð sig um deiluna það sem af er degi. Lét hann þau gullnu orð falla fyrr í dag að þögnin væri gull þegar kæmi að samningaviðræðum.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Svo menn geti lifað mánuðinn af án stöðugs kvíða Daníel Snær bílstjóri hjá Samskipum var mættur á baráttufund Eflingar í Norðurljósasal Hörpu í dag. Hann segist fá 450 þúsund krónur útborgað sem dugi honum en veltir fyrir sér þeim sem þurfi að sjá fyrir fjölskyldu. 15. febrúar 2023 13:32 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Svo menn geti lifað mánuðinn af án stöðugs kvíða Daníel Snær bílstjóri hjá Samskipum var mættur á baráttufund Eflingar í Norðurljósasal Hörpu í dag. Hann segist fá 450 þúsund krónur útborgað sem dugi honum en veltir fyrir sér þeim sem þurfi að sjá fyrir fjölskyldu. 15. febrúar 2023 13:32