Vill miklu meiri launahækkun en þá sem Efling berjist fyrir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. febrúar 2023 15:37 Georgina hafði ýmislegt við samningaviðræðurnar að athuga. Hún vill miklu hærri launahækkun en þá sem verið sé að berjast fyrir. Vísir/Vilhelm Starfsmaður Berjaya Iceland hotel og félagskona hjá Eflingu vill mun hærri launahækkun en þá sem Efling berst nú fyrir í samningaviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins. Þetta kom fram í máli hennar í Norðurljósasal Hörpu í dag. Eins og sjá má á myndbandinu að neðan var starfsmaðurinn viss í sinni sök þar sem hún ræddi við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, og fleiri í samninganefnd Eflingar. „Þetta mun ekki duga fyrir fólkið sem starfar á hótelinu. 25 þúsund krónur eru ekki nóg,“ sagði konan sem samkvæmt Fréttablaðinu heitir Georgina. Nokkur fjöldi félagsmanna Eflingar var í Norðurljósasalnum í hádeginu og beindist kastljósið að viðræðum Georginu við fulltrúa Eflingar. „Við erum að krefjast mun meiri hækkana en 25 þúsund króna,“ sagði Sólveig Anna. Annar fulltrúi Eflingar benti Georginu á að um þetta væri bara byrjunin og aðeins væri um skammtímasamning að ræða til eins árs. „Vertu með okkur í samninganefndinni,“ sagði Sólveig og hvatti Georginu til að taka þátt í starfinu. Var ekki annað að heyra en að hún vildi svara því kalli Sólveigar. Georginu virtist nokkuð heitt í hamsi og var Sólveig Anna spurð að því hvaða deilumál væri í gangi. „Það er ekkert deilumál. Þessi kona er að segja að kröfurnar okkar séu ekki nógu háar. Getum við ekki verið sammála um það?“ „Mér er alveg sama hvernig þau eru, við vinnum fyrir þau. Við vinnum fyrir þau og við erum í verkfalli. Þannig þau þurfa að samþykkja eitthvað, ekki sjötíu þúsund. Í mínum vasa verða það þrjátíu þúsund af því ég borga skatta,“ segir Georgina í samtali við Fréttablaðið. Hún bætir við að hún vilji meiri peninga. „Við erum í verkfalli, af hverju getum við ekki beðið um meira? Allir vilja meiri peninga. Það er punkturinn,“ segir Georgina. Hún hafi orðið fyrir vonbrigðum með samninganefndina. Sitja við samningaborðið Efling hefur hafnað sambærilegum launahækkunum til sinna félagsmanna og Starfsgreinasambandið og VR sömdu um við Samtök atvinnulífsins. Efling hefur talað fyrir því að félagsmenn þess á höfuðborgarsvæðinu þurfi meiri hækkun vegna þess hve dýrara sé að framfleyta sér á höfuðborgarsvæðinu til dæmis vegna hærra íbúða- og leiguverðs. Samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins komu saman til fundar hjá sáttasemjara í morgun. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagðist ekki bjartsýnn fyrir viðræðurnar. Sólveig Anna sagði Eflingu mæta með samningsvilja til leiks. Á baráttufundinum í hádeginu sagðist hún vonast til að það færi að birta í viðræðunum. Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari í deilunni, hefur ekki tjáð sig um deiluna það sem af er degi. Lét hann þau gullnu orð falla fyrr í dag að þögnin væri gull þegar kæmi að samningaviðræðum. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Svo menn geti lifað mánuðinn af án stöðugs kvíða Daníel Snær bílstjóri hjá Samskipum var mættur á baráttufund Eflingar í Norðurljósasal Hörpu í dag. Hann segist fá 450 þúsund krónur útborgað sem dugi honum en veltir fyrir sér þeim sem þurfi að sjá fyrir fjölskyldu. 15. febrúar 2023 13:32 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Sjá meira
Eins og sjá má á myndbandinu að neðan var starfsmaðurinn viss í sinni sök þar sem hún ræddi við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, og fleiri í samninganefnd Eflingar. „Þetta mun ekki duga fyrir fólkið sem starfar á hótelinu. 25 þúsund krónur eru ekki nóg,“ sagði konan sem samkvæmt Fréttablaðinu heitir Georgina. Nokkur fjöldi félagsmanna Eflingar var í Norðurljósasalnum í hádeginu og beindist kastljósið að viðræðum Georginu við fulltrúa Eflingar. „Við erum að krefjast mun meiri hækkana en 25 þúsund króna,“ sagði Sólveig Anna. Annar fulltrúi Eflingar benti Georginu á að um þetta væri bara byrjunin og aðeins væri um skammtímasamning að ræða til eins árs. „Vertu með okkur í samninganefndinni,“ sagði Sólveig og hvatti Georginu til að taka þátt í starfinu. Var ekki annað að heyra en að hún vildi svara því kalli Sólveigar. Georginu virtist nokkuð heitt í hamsi og var Sólveig Anna spurð að því hvaða deilumál væri í gangi. „Það er ekkert deilumál. Þessi kona er að segja að kröfurnar okkar séu ekki nógu háar. Getum við ekki verið sammála um það?“ „Mér er alveg sama hvernig þau eru, við vinnum fyrir þau. Við vinnum fyrir þau og við erum í verkfalli. Þannig þau þurfa að samþykkja eitthvað, ekki sjötíu þúsund. Í mínum vasa verða það þrjátíu þúsund af því ég borga skatta,“ segir Georgina í samtali við Fréttablaðið. Hún bætir við að hún vilji meiri peninga. „Við erum í verkfalli, af hverju getum við ekki beðið um meira? Allir vilja meiri peninga. Það er punkturinn,“ segir Georgina. Hún hafi orðið fyrir vonbrigðum með samninganefndina. Sitja við samningaborðið Efling hefur hafnað sambærilegum launahækkunum til sinna félagsmanna og Starfsgreinasambandið og VR sömdu um við Samtök atvinnulífsins. Efling hefur talað fyrir því að félagsmenn þess á höfuðborgarsvæðinu þurfi meiri hækkun vegna þess hve dýrara sé að framfleyta sér á höfuðborgarsvæðinu til dæmis vegna hærra íbúða- og leiguverðs. Samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins komu saman til fundar hjá sáttasemjara í morgun. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagðist ekki bjartsýnn fyrir viðræðurnar. Sólveig Anna sagði Eflingu mæta með samningsvilja til leiks. Á baráttufundinum í hádeginu sagðist hún vonast til að það færi að birta í viðræðunum. Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari í deilunni, hefur ekki tjáð sig um deiluna það sem af er degi. Lét hann þau gullnu orð falla fyrr í dag að þögnin væri gull þegar kæmi að samningaviðræðum.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Svo menn geti lifað mánuðinn af án stöðugs kvíða Daníel Snær bílstjóri hjá Samskipum var mættur á baráttufund Eflingar í Norðurljósasal Hörpu í dag. Hann segist fá 450 þúsund krónur útborgað sem dugi honum en veltir fyrir sér þeim sem þurfi að sjá fyrir fjölskyldu. 15. febrúar 2023 13:32 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Sjá meira
Svo menn geti lifað mánuðinn af án stöðugs kvíða Daníel Snær bílstjóri hjá Samskipum var mættur á baráttufund Eflingar í Norðurljósasal Hörpu í dag. Hann segist fá 450 þúsund krónur útborgað sem dugi honum en veltir fyrir sér þeim sem þurfi að sjá fyrir fjölskyldu. 15. febrúar 2023 13:32