Andri Snær: „Þetta er engin dönsk pulsa, þetta er alvöru leikmaður!“ Árni Gísli Magnússon skrifar 15. febrúar 2023 20:15 Andri Snær var ánægður með sigurinn í kvöld. Vísir/Getty Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þór, gat ekki annað en verið sáttur með sigur síns lið gegn Haukum í Olís deild kvenna í leik sem fram fór í KA-heimilinu nú í kvöld. KA/Þór komst mest níu mörkum yfir en Haukar náðu að laga stöðuna og fjögurra marka sigur var niðurstaðan. Lokatölur 32-28. „Bara algjörlega kaflaskiptur leikur. Fyrst og fremst mjög gott að vinna og við sýndum mjög góðar rispur inn á milli. Varnarlega inn á milli vorum við frábærar og duttum svo líka niður á mjög lágt plan þannig að það er fullt af möguleikum að gera betur þar.“ „Sóknarlega fannst mér við frábærar eiginlega allan leikinn og fórum með fullt af góðum færum þannig við vorum í ágætis málum allan tímann sóknarlega en við getum samt hlaupið betur upp og til baka þannig ég sé strax bara tækifæri í að bæta okkar leik en mjög góður sigur.“ Ida Margrethe Hoberg gekk nýverið til liðs við KA/Þór frá danska liðinu Randers. Ida er 19 ára mjög frambærileg skytta og spilaði virkilega vel í dag en hún meiddist í fyrri hálfleik eftir að hafa fengið högg á andlitið. Hún spilaði þó seinn hálfleikinn eftir að hafa fengið aðhlynningu í hálfleik. „Þetta er engin dönsk pulsa, þetta er alvöru leikmaður!“ Sagði Andri glettinn og hélt áfram. „Hún er nagli og við erum ánægð með að hafa náð að tjasla henni saman í seinni hálfleik því hún er skemmtilegur leikmaður og hjálpar okkur mikið.“ Tröppugangur hefur verið hjá norðankonum eftir brösuga byrjun á tímabilinu og horfir Andri bjartsýnisaugum á framhaldið. „Þetta var fyrsti leikurinn í langan tíma og þess vegna kannski var eðlilegt að við vorum svolítið kaflaskiptar en við sjáum allavega tækifæri í að bæta okkar leik og það eru bara sex leikir eftir fram að úrslitakeppni og ég held að við, eins og önnur lið, viljum bæta okkur og vera í standi síðustu mánuðina á tímabilinu.“ KA/Þór lyftir sér upp fyrir Hauka í töflunni með sigrinum og sitja nú í 5. sæti deildarinnar, sjö stigum frá Fram í fjórða sætinu sem hafa leikið einum leik meira. Er Andri að horfa á fjórða sætið til að komast beint inn í úrslitakeppnina? „Nei, ég held í raun að það sé vonlaust að ná fjórða sætinu ef ég á að segja alveg eins og er, en við munum bara fyrst og fremst horfa í okkar frammistöðu það sem við getum lagað og bætt af því að þetta snýst allt um úrslitakeppnina og við verðum þar væntanlega í fimmta eða sjötta sæti, þetta er enn þá barátta við Haukana og gott að vera komin með innbyrðis á þær núna,“ sagði Andri að lokum. Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Haukar Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
KA/Þór komst mest níu mörkum yfir en Haukar náðu að laga stöðuna og fjögurra marka sigur var niðurstaðan. Lokatölur 32-28. „Bara algjörlega kaflaskiptur leikur. Fyrst og fremst mjög gott að vinna og við sýndum mjög góðar rispur inn á milli. Varnarlega inn á milli vorum við frábærar og duttum svo líka niður á mjög lágt plan þannig að það er fullt af möguleikum að gera betur þar.“ „Sóknarlega fannst mér við frábærar eiginlega allan leikinn og fórum með fullt af góðum færum þannig við vorum í ágætis málum allan tímann sóknarlega en við getum samt hlaupið betur upp og til baka þannig ég sé strax bara tækifæri í að bæta okkar leik en mjög góður sigur.“ Ida Margrethe Hoberg gekk nýverið til liðs við KA/Þór frá danska liðinu Randers. Ida er 19 ára mjög frambærileg skytta og spilaði virkilega vel í dag en hún meiddist í fyrri hálfleik eftir að hafa fengið högg á andlitið. Hún spilaði þó seinn hálfleikinn eftir að hafa fengið aðhlynningu í hálfleik. „Þetta er engin dönsk pulsa, þetta er alvöru leikmaður!“ Sagði Andri glettinn og hélt áfram. „Hún er nagli og við erum ánægð með að hafa náð að tjasla henni saman í seinni hálfleik því hún er skemmtilegur leikmaður og hjálpar okkur mikið.“ Tröppugangur hefur verið hjá norðankonum eftir brösuga byrjun á tímabilinu og horfir Andri bjartsýnisaugum á framhaldið. „Þetta var fyrsti leikurinn í langan tíma og þess vegna kannski var eðlilegt að við vorum svolítið kaflaskiptar en við sjáum allavega tækifæri í að bæta okkar leik og það eru bara sex leikir eftir fram að úrslitakeppni og ég held að við, eins og önnur lið, viljum bæta okkur og vera í standi síðustu mánuðina á tímabilinu.“ KA/Þór lyftir sér upp fyrir Hauka í töflunni með sigrinum og sitja nú í 5. sæti deildarinnar, sjö stigum frá Fram í fjórða sætinu sem hafa leikið einum leik meira. Er Andri að horfa á fjórða sætið til að komast beint inn í úrslitakeppnina? „Nei, ég held í raun að það sé vonlaust að ná fjórða sætinu ef ég á að segja alveg eins og er, en við munum bara fyrst og fremst horfa í okkar frammistöðu það sem við getum lagað og bætt af því að þetta snýst allt um úrslitakeppnina og við verðum þar væntanlega í fimmta eða sjötta sæti, þetta er enn þá barátta við Haukana og gott að vera komin með innbyrðis á þær núna,“ sagði Andri að lokum.
Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Haukar Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni