Aron Pálmarsson byrjaður að laða að nýja leikmenn í FH-liðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2023 08:01 Landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson gerir FH liðið að mjög spennandi kosti á næsta tímabili. Getty/Kolektiff Images Landsliðsmönnunum fjölgar sem munu spila með FH í Olís deild karla í handbolta á næstu leiktíð en í gær var tilkynnt um endurkomu markvarðarins Daníels Freys Andréssonar. Daníel Freyr hefur verið viðloðandi landsliðið síðustu ár en hann hefur tvisvar verið valinn besti markvörður efstu deildar á Íslandi. Daníel er uppalinn í FH og varði mark FH þegar félagið varð síðast Íslandsmeistari árið 2011. Daníel Freyr hefur spilað í atvinnumennsku í Danmörku og Svíþjóð fyrir utan tvö tímabil með Valsmönnum. Hann lék síðast með Lemvig-Thyborøn Håndbold í Danmörku. Spennandi tímar í Krikanum „Það er frábær tilfinning að vera á leiðinni heim aftur. Mér fannst vera kominn tími á það að fara heim og ljúka þessum tíma í útlöndum. Það eru líka mjög spennandi tímar framundan í Krikanum sem gerði þetta enn auðveldara,“ sagði Daníel Freyr í samtali við Val Pál Eiríksson. Aron Pálmarsson er líka á leiðinni aftur heim í FH og Daníel segir að það hafi haft áhrif á ákvörðun hans. „Já að sjálfsögðu hjálpaði það eða flýtti alla vegar ákvörðuninni. Það gerði þetta enn meira spennandi og það verður bara geggjað,“ sagði Daníel. Hvað er í gangi í Hafnarfirðinum sem heillar? Spila aftur fyrir sitt fólk „Þeir eru með núna með gott lið fyrir, ungt og spennandi lið. Þeir eru búnir að vera að spila vel í deildinni í ár. Þegar þú bætir Aroni inn í það þá verður þetta mjög spennandi,“ sagði Daníel. „Ég er líka að fara heim i FH og það var kominn tími á það. Fara aftur heim í Krikann og spila þar fyrir mitt fólk,“ sagði Daníel. Mörg lið orðin þreytt á Val Valsmenn hafa verið óstöðvandi í handboltanum síðustu ár og unnið alla titla í boði. Menn eru væntanlega orðnir þreyttir á því í Hafnarfirðinum. „Ég reikna með því að það séu mörg lið á Íslandi sem eru orðin þreytt á þessu. Við munum gera okkar besta til að stoppa Valsarana,“ sagði Daníel en það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. Olís-deild karla FH Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Daníel Freyr hefur verið viðloðandi landsliðið síðustu ár en hann hefur tvisvar verið valinn besti markvörður efstu deildar á Íslandi. Daníel er uppalinn í FH og varði mark FH þegar félagið varð síðast Íslandsmeistari árið 2011. Daníel Freyr hefur spilað í atvinnumennsku í Danmörku og Svíþjóð fyrir utan tvö tímabil með Valsmönnum. Hann lék síðast með Lemvig-Thyborøn Håndbold í Danmörku. Spennandi tímar í Krikanum „Það er frábær tilfinning að vera á leiðinni heim aftur. Mér fannst vera kominn tími á það að fara heim og ljúka þessum tíma í útlöndum. Það eru líka mjög spennandi tímar framundan í Krikanum sem gerði þetta enn auðveldara,“ sagði Daníel Freyr í samtali við Val Pál Eiríksson. Aron Pálmarsson er líka á leiðinni aftur heim í FH og Daníel segir að það hafi haft áhrif á ákvörðun hans. „Já að sjálfsögðu hjálpaði það eða flýtti alla vegar ákvörðuninni. Það gerði þetta enn meira spennandi og það verður bara geggjað,“ sagði Daníel. Hvað er í gangi í Hafnarfirðinum sem heillar? Spila aftur fyrir sitt fólk „Þeir eru með núna með gott lið fyrir, ungt og spennandi lið. Þeir eru búnir að vera að spila vel í deildinni í ár. Þegar þú bætir Aroni inn í það þá verður þetta mjög spennandi,“ sagði Daníel. „Ég er líka að fara heim i FH og það var kominn tími á það. Fara aftur heim í Krikann og spila þar fyrir mitt fólk,“ sagði Daníel. Mörg lið orðin þreytt á Val Valsmenn hafa verið óstöðvandi í handboltanum síðustu ár og unnið alla titla í boði. Menn eru væntanlega orðnir þreyttir á því í Hafnarfirðinum. „Ég reikna með því að það séu mörg lið á Íslandi sem eru orðin þreytt á þessu. Við munum gera okkar besta til að stoppa Valsarana,“ sagði Daníel en það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir neðan.
Olís-deild karla FH Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni