Hverju miðla miðlunartillögur? Halldór Auður Svansson skrifar 16. febrúar 2023 11:01 Úrskurðurinn sem kveðinn var upp í Landsrétti þann 13. febrúar síðastliðinn, þar sem kröfu ríkissáttasemjara um aðgang að félagatali Eflingar var hafnað, er sögulegur og afdrifaríkur. Með óbeinum hætti náði Efling þannig fram þeirri lagatúlkun að miðlunartillaga ríkissáttasemjara til lausnar vinnudeilu verður ekki lögð fram í óþökk hlutaðeigandi stéttarfélags, þar sem ómögulegt er að framfylgja slíkri ákvörðun ef stéttarfélagið spilar ekki með ríkissáttasemjara í því að láta kjósa um tillöguna. Þessi túlkun er reyndar í anda þeirrar löngu hefðar sem um má lesa í umfjöllun á vefsíðu ASÍ: Þar sem framlagning miðlunartillögu er eins konar neyðarráðstöfun þegar allar aðrar leiðir hafa verið reyndar hefur sú hefð myndast í kjaradeilum á síðustu áratugum að ríkissáttasemjari leggur fram svokallaða innanhússtillögu. Er það tillaga sem samninganefndirnar svara annað hvort játandi eða neitandi. Sé innanhússtillaga samþykkt er kjarasamningur undirritaður með venjulegum fyrirvara, og síðan borinn upp af stéttarfélagi og félagi eða samtökum atvinnurekenda. Innanhússtillaga er þó ekki lögð fram gegn mótmælum annars hvors aðila og áður en hún er borin upp hefur ríkissáttasemjari kannað vel hug samningsaðila. Frá þessari hefð var vikið við úrlausn yfirstandandi deilu milli Eflingar og Samtaka atvinnulífsins en um málsatvik má lesa í stjórnsýslukæru sem Efling lagði fram til félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins vegna miðlunartillögunnar. Þar kemur fram ríkisáttasemjari lagði tillöguna fram vegna þess að Efling hafði hafið atkvæðagreiðslu um verkföll, en Samtök atvinnulífsins hafi brugðist við því með því að hóta að tilboð um afturvirkar launahækkanir yrði dregið til baka ef til verkfalla kæmi. Ríkissáttasemjari taldi það þannig mikilvægt hagsmunamál fyrir félagsfólk Eflingar að fá að kjósa strax um tilboð Samtaka atvinnulífsins eins og það lá fyrir og hafði í raun alltaf legið fyrir óbreytt, með afturvirkum hækkunum. Þannig var ríkissáttasemjari að fallast á þann boðaða veruleika að ekkert yrði af afturvirkum hækkunum ef til verkfalla kæmi og að við honum yrði ekki haggað. Í raun var hann þannig að fallast á það að boðuð verkföll veiktu samningsstöðu Eflingar frekar en að efla hana. Hér voru ýmsir aðrir kostir í boði, svo sem að bíða eftir niðurstöðu atkvæðagreiðslna um verkföll og jafnvel að sjá til með það hvaða raunverulegu áhrif verkföll myndu hafa á afstöðu Samtaka atvinnulífsins þegar á hólminn væri komið. Það hefði líka verið hægt að reyna að hafa áhrif á þessa afstöðu samtakanna eða þá hreinlega ákveða bara hvaða vægi hún hefði í viðræðunum. Það hefði líka verið hægt að koma til móts við kröfur Eflingar í miðlunartillögunni til að auka líkurnar á því að hún félli þar í góðan jarðveg. Með öðrum orðum þá hefði margt annað verið hægt að gera en að gleypa tilboð og afstöðu Samtaka atvinnulífsins hrá. Af hverju ríkissáttasemjari kaus að beita sér með nákvæmlega þeim hætti sem hann gerði, bæði að formi og efni, er þannig enn opin spurning þó hann hafi sagt sig frá deilunni. Hún varðar grundvallaratriði þess til hvaða hagsmuna á að horfa þegar stjórnvöld koma að úrlausn á kjaradeilum og hafi Efling þökk fyrir það að draga hana fram. Hlassi hefur verið velt sem mun varla hætta að rúlla úr þessu. Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Auðar Svansson Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Úrskurðurinn sem kveðinn var upp í Landsrétti þann 13. febrúar síðastliðinn, þar sem kröfu ríkissáttasemjara um aðgang að félagatali Eflingar var hafnað, er sögulegur og afdrifaríkur. Með óbeinum hætti náði Efling þannig fram þeirri lagatúlkun að miðlunartillaga ríkissáttasemjara til lausnar vinnudeilu verður ekki lögð fram í óþökk hlutaðeigandi stéttarfélags, þar sem ómögulegt er að framfylgja slíkri ákvörðun ef stéttarfélagið spilar ekki með ríkissáttasemjara í því að láta kjósa um tillöguna. Þessi túlkun er reyndar í anda þeirrar löngu hefðar sem um má lesa í umfjöllun á vefsíðu ASÍ: Þar sem framlagning miðlunartillögu er eins konar neyðarráðstöfun þegar allar aðrar leiðir hafa verið reyndar hefur sú hefð myndast í kjaradeilum á síðustu áratugum að ríkissáttasemjari leggur fram svokallaða innanhússtillögu. Er það tillaga sem samninganefndirnar svara annað hvort játandi eða neitandi. Sé innanhússtillaga samþykkt er kjarasamningur undirritaður með venjulegum fyrirvara, og síðan borinn upp af stéttarfélagi og félagi eða samtökum atvinnurekenda. Innanhússtillaga er þó ekki lögð fram gegn mótmælum annars hvors aðila og áður en hún er borin upp hefur ríkissáttasemjari kannað vel hug samningsaðila. Frá þessari hefð var vikið við úrlausn yfirstandandi deilu milli Eflingar og Samtaka atvinnulífsins en um málsatvik má lesa í stjórnsýslukæru sem Efling lagði fram til félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins vegna miðlunartillögunnar. Þar kemur fram ríkisáttasemjari lagði tillöguna fram vegna þess að Efling hafði hafið atkvæðagreiðslu um verkföll, en Samtök atvinnulífsins hafi brugðist við því með því að hóta að tilboð um afturvirkar launahækkanir yrði dregið til baka ef til verkfalla kæmi. Ríkissáttasemjari taldi það þannig mikilvægt hagsmunamál fyrir félagsfólk Eflingar að fá að kjósa strax um tilboð Samtaka atvinnulífsins eins og það lá fyrir og hafði í raun alltaf legið fyrir óbreytt, með afturvirkum hækkunum. Þannig var ríkissáttasemjari að fallast á þann boðaða veruleika að ekkert yrði af afturvirkum hækkunum ef til verkfalla kæmi og að við honum yrði ekki haggað. Í raun var hann þannig að fallast á það að boðuð verkföll veiktu samningsstöðu Eflingar frekar en að efla hana. Hér voru ýmsir aðrir kostir í boði, svo sem að bíða eftir niðurstöðu atkvæðagreiðslna um verkföll og jafnvel að sjá til með það hvaða raunverulegu áhrif verkföll myndu hafa á afstöðu Samtaka atvinnulífsins þegar á hólminn væri komið. Það hefði líka verið hægt að reyna að hafa áhrif á þessa afstöðu samtakanna eða þá hreinlega ákveða bara hvaða vægi hún hefði í viðræðunum. Það hefði líka verið hægt að koma til móts við kröfur Eflingar í miðlunartillögunni til að auka líkurnar á því að hún félli þar í góðan jarðveg. Með öðrum orðum þá hefði margt annað verið hægt að gera en að gleypa tilboð og afstöðu Samtaka atvinnulífsins hrá. Af hverju ríkissáttasemjari kaus að beita sér með nákvæmlega þeim hætti sem hann gerði, bæði að formi og efni, er þannig enn opin spurning þó hann hafi sagt sig frá deilunni. Hún varðar grundvallaratriði þess til hvaða hagsmuna á að horfa þegar stjórnvöld koma að úrlausn á kjaradeilum og hafi Efling þökk fyrir það að draga hana fram. Hlassi hefur verið velt sem mun varla hætta að rúlla úr þessu. Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun