„Fannst þetta vera Meistaradeildarleikur og jafnvel meira“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. febrúar 2023 23:01 Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, og Xavi, þjálfari Barcelona. Alex Caparros/Getty Images Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, var ánægður með spilamennsku sinna manna er liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Barcelona í Evrópudeildinni í kvöld. Hann hefði þó þegið sigur, enda fannst honum sínir menn stjórna leiknum. „Mér fannst við stjórna leiknum fyrir utan kannski 15 mínútur í fyrri hálfleik. Þá vorum við í örlitlum vandræðum, en við stjórnuðum leiknum stærsta hlutann og sköpuðum okkur mikið af færum,“ sagði Hollendingurinn eftir leikinn. „Ég var pínu vonsvikinn með það að staðan væri enn 0-0 í hálfleik því við hefðum átt að skora og þau færi sem þeir fengu bjuggum við til fyrir þá.“ „En þetta var frábær leikur þar sem tvö sókndjörf lið voru að mætast. Mér fannst þetta vera Meistaradeildarleikur og jafnvel meira en það þannig ég naut leiksins í botn. En þetta endaði 2-2 og við þurfum að klára dæmið á Old Trafford,“ sagði Ten Hag. Eftir að hafa lent undir snemma í síðari hálfleik snéru gestirnir frá Manchester taflinu sér í hag og níu mínútum eftir að hafa lent undir var liðið komið með forystuna. Hollendingurinn hrósaði sínum mönnum fyrir að koma til baka, en skaut einnig á dómara leiksins þar sem honum fannst Marcus Rashford eiga að fá víti í leiknum. „Það er mikill karakter og áræðni í þessu liði. Trúin sem við höfðum á því að við myndum skora fyrsta markið sem er svo mikilvægt var til staðar en við gerðum það ekki. En síðan snúum við þessu við þegar við lendum undir og mér fannst dómararnir líka hafa mikil áhrif á leikinn.“ „Mér fannst klárlega brotið á Rashford. Við getum svo rætt það hvort hann hafi verið fyrir utan teig, en þá er þetta rautt spjald því hann var kominn einn á mót markmanni. Þetta hafði mikil áhrif, ekki bara á þennan leik heldur einvígið í heild og dómarar geta ekki gert svona mistök.“ Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Allt jafnt fyrir stórleikinn á Old Trafford Barcelona og Manchester United áttust við í fyrri viðureign liðanna í Evrópudeildinni í fótbolta í kvöld. Lokatölur urðu 2-2 og því verður allt undir þegar liðin mætast á Old Trafford í seinni leiknum að viku liðinni. 16. febrúar 2023 19:42 Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Fleiri fréttir Portúgal - Írland | Pressa á Heimi Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sjá meira
„Mér fannst við stjórna leiknum fyrir utan kannski 15 mínútur í fyrri hálfleik. Þá vorum við í örlitlum vandræðum, en við stjórnuðum leiknum stærsta hlutann og sköpuðum okkur mikið af færum,“ sagði Hollendingurinn eftir leikinn. „Ég var pínu vonsvikinn með það að staðan væri enn 0-0 í hálfleik því við hefðum átt að skora og þau færi sem þeir fengu bjuggum við til fyrir þá.“ „En þetta var frábær leikur þar sem tvö sókndjörf lið voru að mætast. Mér fannst þetta vera Meistaradeildarleikur og jafnvel meira en það þannig ég naut leiksins í botn. En þetta endaði 2-2 og við þurfum að klára dæmið á Old Trafford,“ sagði Ten Hag. Eftir að hafa lent undir snemma í síðari hálfleik snéru gestirnir frá Manchester taflinu sér í hag og níu mínútum eftir að hafa lent undir var liðið komið með forystuna. Hollendingurinn hrósaði sínum mönnum fyrir að koma til baka, en skaut einnig á dómara leiksins þar sem honum fannst Marcus Rashford eiga að fá víti í leiknum. „Það er mikill karakter og áræðni í þessu liði. Trúin sem við höfðum á því að við myndum skora fyrsta markið sem er svo mikilvægt var til staðar en við gerðum það ekki. En síðan snúum við þessu við þegar við lendum undir og mér fannst dómararnir líka hafa mikil áhrif á leikinn.“ „Mér fannst klárlega brotið á Rashford. Við getum svo rætt það hvort hann hafi verið fyrir utan teig, en þá er þetta rautt spjald því hann var kominn einn á mót markmanni. Þetta hafði mikil áhrif, ekki bara á þennan leik heldur einvígið í heild og dómarar geta ekki gert svona mistök.“
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Allt jafnt fyrir stórleikinn á Old Trafford Barcelona og Manchester United áttust við í fyrri viðureign liðanna í Evrópudeildinni í fótbolta í kvöld. Lokatölur urðu 2-2 og því verður allt undir þegar liðin mætast á Old Trafford í seinni leiknum að viku liðinni. 16. febrúar 2023 19:42 Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Fleiri fréttir Portúgal - Írland | Pressa á Heimi Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sjá meira
Allt jafnt fyrir stórleikinn á Old Trafford Barcelona og Manchester United áttust við í fyrri viðureign liðanna í Evrópudeildinni í fótbolta í kvöld. Lokatölur urðu 2-2 og því verður allt undir þegar liðin mætast á Old Trafford í seinni leiknum að viku liðinni. 16. febrúar 2023 19:42
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn