Nýr þingmaður leitar sér hjálpar vegna þunglyndis Kjartan Kjartansson skrifar 16. febrúar 2023 23:33 John Fetterman glímir enn við eftirköst heilablóðfalls sem varð honum næstum því að bana í fyrra. Hann hefur nú leitað á sjúkrahús vegna alvarlegs þunglyndis. AP/J. Scott Applewhite John Fetterman, nýr öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins frá Pennsylvaníu, lagðist inn á sjúkrahús til þess að leita sér meðferðar gegn þunglyndi í gærkvöldi. Hann glímir enn við eftirköst heilablóðfalls sem varð honum næstum að aldurstila í fyrra. Skrifstofustjóri Fettermans greindi frá því í dag að Fetterman hefði sjálfur leitað til Walter Reed-hersjúkrahússins vegna alvarlegs þunglyndis. Hann hafi fengið þunglyndisköst við og við um ævina en það hafi ágerst undanfarnar vikur. Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, sagði flokkinn standa þétt við bakið á Fetterman. Hann búist við honum fljótt til baka. Gisele Fetterman, eiginkona þingsmannsins, segist stolt af honum að leita sér þeirra hjálpar sem hann þarfnast. John Thune, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Suður-Dakóta og einn leiðtoga flokksins, sagðist ekki þekkja Fetterman sérlega vel en að þingmenn vonist og biðji fyrir að um hann hljóti skjótan bata. Fetterman, sem er 53 ára gamall, náði kjöri sem öldungadeildarþingmaður Pennsylvaníu í kosningunum í nóvember. Þar bar hann sigurorð af sjónvarpsfígúrunni Mehmet Oz. Hann tók sæti á þingi í fyrsta skipti í janúar. Sigur Fettermans var þýðingarmikill fyrir demókrata sem juku óvænt við meirihluta sinn í þingdeildinni. Styðst við hjálpartæki til að meðtaka mælt mál Heilsubrestur hefur plagað Fetterman. Hann fékk heilablóðfall í maí rétt fyrir forval Demókrataflokksins. Átti hann erfitt með að tjá sig og meðtaka mælt mál í kjölfarið. Hann hefur stuðst við hjálpartæki sem skrifa upp mælt mál. Í kjölfar heilablóðfallsins var var græddur í hann gangráður vegna gáttatitrings og hjartavöðvasjúkdóms. Fetterman hefur sagt opinberlega að hann hafi næstum því látið lífið í fyrra. Fetterman dvaldi tvo daga á sjúkrahúsi í Washington-borg í síðustu viku eftir að hann fann fyrir svima. Rannsóknir bentu ekki til þess að hann hefði orðið fyrir öðru heilablóðfalli eða flogi, að sögn AP-fréttastofunnar. Bandaríkin Geðheilbrigði Tengdar fréttir Fetterman lagði Oz CNN, Fox News og fleiri miðlar hafa lýst John Fetterman sigurvegara í öldungadeildarþingkosningunum í Pennsylvaníu, þar sem mótframbjóðandi hans var sjónvarpslæknirinn Dr. Mehmet Oz. 9. nóvember 2022 06:45 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Skrifstofustjóri Fettermans greindi frá því í dag að Fetterman hefði sjálfur leitað til Walter Reed-hersjúkrahússins vegna alvarlegs þunglyndis. Hann hafi fengið þunglyndisköst við og við um ævina en það hafi ágerst undanfarnar vikur. Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, sagði flokkinn standa þétt við bakið á Fetterman. Hann búist við honum fljótt til baka. Gisele Fetterman, eiginkona þingsmannsins, segist stolt af honum að leita sér þeirra hjálpar sem hann þarfnast. John Thune, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Suður-Dakóta og einn leiðtoga flokksins, sagðist ekki þekkja Fetterman sérlega vel en að þingmenn vonist og biðji fyrir að um hann hljóti skjótan bata. Fetterman, sem er 53 ára gamall, náði kjöri sem öldungadeildarþingmaður Pennsylvaníu í kosningunum í nóvember. Þar bar hann sigurorð af sjónvarpsfígúrunni Mehmet Oz. Hann tók sæti á þingi í fyrsta skipti í janúar. Sigur Fettermans var þýðingarmikill fyrir demókrata sem juku óvænt við meirihluta sinn í þingdeildinni. Styðst við hjálpartæki til að meðtaka mælt mál Heilsubrestur hefur plagað Fetterman. Hann fékk heilablóðfall í maí rétt fyrir forval Demókrataflokksins. Átti hann erfitt með að tjá sig og meðtaka mælt mál í kjölfarið. Hann hefur stuðst við hjálpartæki sem skrifa upp mælt mál. Í kjölfar heilablóðfallsins var var græddur í hann gangráður vegna gáttatitrings og hjartavöðvasjúkdóms. Fetterman hefur sagt opinberlega að hann hafi næstum því látið lífið í fyrra. Fetterman dvaldi tvo daga á sjúkrahúsi í Washington-borg í síðustu viku eftir að hann fann fyrir svima. Rannsóknir bentu ekki til þess að hann hefði orðið fyrir öðru heilablóðfalli eða flogi, að sögn AP-fréttastofunnar.
Bandaríkin Geðheilbrigði Tengdar fréttir Fetterman lagði Oz CNN, Fox News og fleiri miðlar hafa lýst John Fetterman sigurvegara í öldungadeildarþingkosningunum í Pennsylvaníu, þar sem mótframbjóðandi hans var sjónvarpslæknirinn Dr. Mehmet Oz. 9. nóvember 2022 06:45 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Fetterman lagði Oz CNN, Fox News og fleiri miðlar hafa lýst John Fetterman sigurvegara í öldungadeildarþingkosningunum í Pennsylvaníu, þar sem mótframbjóðandi hans var sjónvarpslæknirinn Dr. Mehmet Oz. 9. nóvember 2022 06:45