Hrefna Sætran sigraði á nýliðamóti í kraftlyftingum: „Vissi að þetta myndi henta mér“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. febrúar 2023 07:00 Meistarakokkurinn Hrefna Sætran gerir ýmislegt annað en að hræra í pottunum. Hún sigraði á dögunum á nýliðamóti í kraftlyftingum þar sem hún lyfti hvorki meira né minna en 270 kílóum. „Ég byrjaði fyrir tveimur árum og ég vissi einhvernvegin að ég myndi hafa mjög gaman af þessu,“ sagði Hrefna þegar Guðjón Guðmundsson, Gaupi, náði tali af henni á veitingastað hennar í gær. „Ég er náttúrulega kannski vaxin fyrir kraftlyftingar. Ég er lítil eins og margir eru í þessu sporti þannig ég vissi að þetta myndi henta mér. Mér finnst gaman að lyfta svona þungu.“ Hrefna segir að hún hafi fundið sig í íþróttinni um leið og hún byrjaði. „Algjörlega. Ég ætlaði að byrja fyrir löngu en ég var búinn að bíða með það af því að ég vissi að maður þyrfti að eyða svolítið miklum tíma með þetta. Þannig ég vildi bíða þangað til ég hefði tíma fyrir það og valdi bara þennan tíma fyrir tveimur árum.“ „Ég æfi þrisvar í viku og það skiptir svo miklu máli í þessu hvíldin á milli. Þannig að það er bara nóg fyrir mig að æfa þrisvar í viku.“ Þá virtist Hrefna vera bara nokkuð sátt við árangurinn á sínu fyrsta móti og telur 270 kíló vera ágætis byrjunarpunkt. „Já, þetta er ágætt á byrjendamóti. Held ég,“ sagði Hrefna og hló. Setur lyftingarnar í forgang fyrir sjálfa sig Hrefna segir einnig að æfingarnar hjálpi ekki bara með styrk, heldur hjálpi þær líkamsstöðunni og geri henni gott þegar hún þarf að burðast með þunga potta og pönnur í vinnunni. „Mjög. Kraftlyftingarnar gefa manni styrk og vöðva sem hjálpa manni bara að labba betur í lífinu og vera beinn í bakinu. Þannig þetta passar mjög vel saman.“ Eins og flestir vita er Hrefna löngu búin að stimpla sig inn sem einn besti kokkur landsins og hún á og rekur veitingastaðina Fisk- og Grillmarkaðinn. Ásamt því heldur hún heimili og því vildi Gaupi fá að vita hvort hún hafi nægan tíma í þetta allt saman. „Fólk spyr mig einmitt oft út í það með þessar æfingar, en ég vil bara gera þetta þannig ég reyni að setja það í svona smá forgang fyrir mig. Maður hefur ekki alltaf gert það í lífinu og mér finnst það mikilvægt.“ Klippa: Kraftlyftingakonan Hrefna Sætran Byrjuð að undirbúa næsta mót Þá segist Hrefna ætla að halda áfram í íþróttinni og að hún sé nú þegar farin að undirbúa sig fyrir næsta mót. „Klárlega. Ég er byrjuð að æfa fyrir næsta mót sem er í nóvember og ég er búin að setja mér persónuleg markmið.“ „Það er kannski smá pressa að vera að segja það opinberlega. En ég hugsa að ég ætli að létta mig um eitt kíló og þá fer ég niður um flokk og svo ætla ég að ná 110 kg í hnébeygju, 60 kg í bekkpressu og 120 í réttstöðulyftu.“ Hún viðurkennir þó að hún hafi ekki endilega verið að hugsa allt of vel út í mataræðið, en þó sé hún búin að gera nokkrar breytingar. „Ég hef ekki mikið verið að hugsa út í það, en ég reyni að borða svolítið vel af próteini til að fá meiri vöðva. Það náttúrulega gerist ekki að sjálfu sér eins og fólk heldur oft þegar maður er að lyfta þungt. Maður fær ekki ósjálfrátt meiri vöðva og maður þarf að vinna vel í því.“ Að lokum nefnir Hrefna einnig alla æfingafélagana sína og þá vini sem hún hefur eignast í gegnum lyftingarnar. „Ég er búin að eignast fullt af bnýjum vinum sem er mjög skemmtilegt. Þetta er fólk á öllum aldri og allir með sameiginlegt áhugamál þannig þetta er alveg frábært,“ sagði Hrefna að lokum. Vísir/Stöð 2 Lyftingar Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Körfubolti Fleiri fréttir Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Sjá meira
„Ég byrjaði fyrir tveimur árum og ég vissi einhvernvegin að ég myndi hafa mjög gaman af þessu,“ sagði Hrefna þegar Guðjón Guðmundsson, Gaupi, náði tali af henni á veitingastað hennar í gær. „Ég er náttúrulega kannski vaxin fyrir kraftlyftingar. Ég er lítil eins og margir eru í þessu sporti þannig ég vissi að þetta myndi henta mér. Mér finnst gaman að lyfta svona þungu.“ Hrefna segir að hún hafi fundið sig í íþróttinni um leið og hún byrjaði. „Algjörlega. Ég ætlaði að byrja fyrir löngu en ég var búinn að bíða með það af því að ég vissi að maður þyrfti að eyða svolítið miklum tíma með þetta. Þannig ég vildi bíða þangað til ég hefði tíma fyrir það og valdi bara þennan tíma fyrir tveimur árum.“ „Ég æfi þrisvar í viku og það skiptir svo miklu máli í þessu hvíldin á milli. Þannig að það er bara nóg fyrir mig að æfa þrisvar í viku.“ Þá virtist Hrefna vera bara nokkuð sátt við árangurinn á sínu fyrsta móti og telur 270 kíló vera ágætis byrjunarpunkt. „Já, þetta er ágætt á byrjendamóti. Held ég,“ sagði Hrefna og hló. Setur lyftingarnar í forgang fyrir sjálfa sig Hrefna segir einnig að æfingarnar hjálpi ekki bara með styrk, heldur hjálpi þær líkamsstöðunni og geri henni gott þegar hún þarf að burðast með þunga potta og pönnur í vinnunni. „Mjög. Kraftlyftingarnar gefa manni styrk og vöðva sem hjálpa manni bara að labba betur í lífinu og vera beinn í bakinu. Þannig þetta passar mjög vel saman.“ Eins og flestir vita er Hrefna löngu búin að stimpla sig inn sem einn besti kokkur landsins og hún á og rekur veitingastaðina Fisk- og Grillmarkaðinn. Ásamt því heldur hún heimili og því vildi Gaupi fá að vita hvort hún hafi nægan tíma í þetta allt saman. „Fólk spyr mig einmitt oft út í það með þessar æfingar, en ég vil bara gera þetta þannig ég reyni að setja það í svona smá forgang fyrir mig. Maður hefur ekki alltaf gert það í lífinu og mér finnst það mikilvægt.“ Klippa: Kraftlyftingakonan Hrefna Sætran Byrjuð að undirbúa næsta mót Þá segist Hrefna ætla að halda áfram í íþróttinni og að hún sé nú þegar farin að undirbúa sig fyrir næsta mót. „Klárlega. Ég er byrjuð að æfa fyrir næsta mót sem er í nóvember og ég er búin að setja mér persónuleg markmið.“ „Það er kannski smá pressa að vera að segja það opinberlega. En ég hugsa að ég ætli að létta mig um eitt kíló og þá fer ég niður um flokk og svo ætla ég að ná 110 kg í hnébeygju, 60 kg í bekkpressu og 120 í réttstöðulyftu.“ Hún viðurkennir þó að hún hafi ekki endilega verið að hugsa allt of vel út í mataræðið, en þó sé hún búin að gera nokkrar breytingar. „Ég hef ekki mikið verið að hugsa út í það, en ég reyni að borða svolítið vel af próteini til að fá meiri vöðva. Það náttúrulega gerist ekki að sjálfu sér eins og fólk heldur oft þegar maður er að lyfta þungt. Maður fær ekki ósjálfrátt meiri vöðva og maður þarf að vinna vel í því.“ Að lokum nefnir Hrefna einnig alla æfingafélagana sína og þá vini sem hún hefur eignast í gegnum lyftingarnar. „Ég er búin að eignast fullt af bnýjum vinum sem er mjög skemmtilegt. Þetta er fólk á öllum aldri og allir með sameiginlegt áhugamál þannig þetta er alveg frábært,“ sagði Hrefna að lokum. Vísir/Stöð 2
Lyftingar Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Körfubolti Fleiri fréttir Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Sjá meira