Upp úr slitnað milli flugmálastarfsmanna og SA Árni Sæberg skrifar 17. febrúar 2023 22:18 Félagsmenn Félags flugmálastarfsmanna ríkisins sinna hinum ýmsu störfum á flugvöllum landsins. Vísir/Vilhelm Fundir samninganefnda Félags flugmálastarfsmanna ríkisins og Samtaka atvinnulífsins um gerð nýrra kjarasamninga, sem hafa verið lausir um lengri tíma, hjá ríkissáttasemjara hafa ekki borið árangur. Félagsmenn funduðu í kvöld og blikur eru á lofti varðandi vinnudeiluaðgerðir. Á vef félagsins var birt tilkynning um „áríðandi félagsfund“ í kvöld. Að sögn Unnars Arnar Ólafssonar, formanns félagsins var boðað til fundarins eftir að upp úr slitnaði í viðræðum þess við SA hjá ríkissáttasemjara. Kjarasamningur félagsins við Isavia, þar sem, meginþorri félagsmanna starfar, rann úr gildi í lok október í fyrra. Samkvæmt heimildum Vísis kom fram á fundinum að vilji yfirgnæfandi meirihluta þeirra sem mættu á félagsfund væri að fara í aðgerðir og að yfirvinnubann væri yfirvofandi. Í samtali við Vísi vildi Unnar Arnar ekkert staðfesta í þeim efnum, enda væri ekkert búið að gefa út varðandi þau. „Við munum fara yfir þetta með félagsmönnum. Hvernig við við ætlum að reyna að leysa þetta, landa þessu. Annað kemur svo bara í kjölfarið,“ segir hann. Ekkert flogið án félagsmanna Unnar Örn segir að ekkert yrði flogið ef til alvarlegra aðgerða af hálfu félagsmanna FFS. Innan félagsins séu mest megnis starfsmenn Isavia sem sjá um að hreinsa flugbrautir, brunavarnir, farþegaþjónustu og þess háttar. „Það er einmitt ástæðan fyrir því að við erum búin að leita allra leiða til að leysa þessa deilu. Vegna þess að fólk vill bara fá að sinna sinni vinnu. Því miður hefur þeim skilningi ekki verið mætt,“ segir hann. Funda aftur á þriðjudag Unnar Örn segir að ekki sé enn útséð um að samningar náist. Stjórn félagsins ætli að nýta helgina til þess að fara yfir stöðuna og að á þriðjudag sé bókaður fundur deiluaðila hjá ríkissáttasemjara. „Við vonumst til þess að sá fundur verði jákvæður og lausnamiðaður. Að við náum að komast hjá einhverju veseni sem enginn hefur áhuga á,“ segir hann. Að lokum segir Unnar Örn að synd og skömm sé að viðræðurnar séu komnar í hnút. Þær þyrftu ekki að vera það. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Sjá meira
Á vef félagsins var birt tilkynning um „áríðandi félagsfund“ í kvöld. Að sögn Unnars Arnar Ólafssonar, formanns félagsins var boðað til fundarins eftir að upp úr slitnaði í viðræðum þess við SA hjá ríkissáttasemjara. Kjarasamningur félagsins við Isavia, þar sem, meginþorri félagsmanna starfar, rann úr gildi í lok október í fyrra. Samkvæmt heimildum Vísis kom fram á fundinum að vilji yfirgnæfandi meirihluta þeirra sem mættu á félagsfund væri að fara í aðgerðir og að yfirvinnubann væri yfirvofandi. Í samtali við Vísi vildi Unnar Arnar ekkert staðfesta í þeim efnum, enda væri ekkert búið að gefa út varðandi þau. „Við munum fara yfir þetta með félagsmönnum. Hvernig við við ætlum að reyna að leysa þetta, landa þessu. Annað kemur svo bara í kjölfarið,“ segir hann. Ekkert flogið án félagsmanna Unnar Örn segir að ekkert yrði flogið ef til alvarlegra aðgerða af hálfu félagsmanna FFS. Innan félagsins séu mest megnis starfsmenn Isavia sem sjá um að hreinsa flugbrautir, brunavarnir, farþegaþjónustu og þess háttar. „Það er einmitt ástæðan fyrir því að við erum búin að leita allra leiða til að leysa þessa deilu. Vegna þess að fólk vill bara fá að sinna sinni vinnu. Því miður hefur þeim skilningi ekki verið mætt,“ segir hann. Funda aftur á þriðjudag Unnar Örn segir að ekki sé enn útséð um að samningar náist. Stjórn félagsins ætli að nýta helgina til þess að fara yfir stöðuna og að á þriðjudag sé bókaður fundur deiluaðila hjá ríkissáttasemjara. „Við vonumst til þess að sá fundur verði jákvæður og lausnamiðaður. Að við náum að komast hjá einhverju veseni sem enginn hefur áhuga á,“ segir hann. Að lokum segir Unnar Örn að synd og skömm sé að viðræðurnar séu komnar í hnút. Þær þyrftu ekki að vera það.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Sjá meira