Síðasti löggilti tréskipasmiðurinn á Íslandi útskrifaður? Sigurður Páll Jónsson skrifar 18. febrúar 2023 15:01 Aumt þykir mér að tréskipasmíði verði héðan í frá ekki löggild iðngrein. Kennslan í þessari grein á framvegis að falla undir kennslu í húsasmíði. Það er fátt skylt með húsasmíði og bátasmíði. Í fréttum á dögunum var viðtal við Einar Jóhann Lárusson sem hefur nýlokið við sveinspróf í tréskipasmíði og Hafliða Aðalsteinsson skipasmíðameistara og meistara Einars Jóhanns. Þeir eru að sjálfsögðu mjög óhressir með þessa ákvörðun yfirvalda að úthýsa tréskipasmíði sem löggiltri iðngrein í skólum. Þeir félagar eru núna að smíða 11 metra langan súðbyrðing af fyrirmynd báta sem notaðir voru til útgerða á Íslandi frá landnámi fram á tuttugustu öld. Efniviðurinn er allur úr íslenskri skógrækt. Í Danmörku og Noregi styrkja yfirvöld þessa iðngrein og þar er nóg að gera og hafa margir skipasmiðir vinnu í greininni. Auk þess er vinsælt þar að taka vel á móti ferðafólki sem vill kynna sér menninguna á lifandi hátt, það er að segja, sjá með eigin augum hvernig aldagömul aðferð við tréskipasmíði er viðhaldið. Sem alþingismaður lagði ég fram frumvarp og mælti fyrir í þrígang um verndun og varðveislu skipa og báta. Þar var alþingi gert að fela mennta og menningarmálaráðherra að skipa starfshóp sem gerði úttekt um hvernig staðið yrði að verndun og varðveislu skipa og báta. Þetta frumvap fékk ágæta umræðu á alþingi og í fjölmiðlum en dagaði uppi inní nefndum alþingis. Er það feimni við þjóðerniskennd eða hugsunarleysi um þá staðreynd að við námum hér land á tréskipum, sem aftengir stjórnvöld við þennan menningararf um tréskipasmíði og sjósókn í gegnum aldirnar. Af því að margir eru uppteknir við að byggja undir ferðaiðnaðinn, þá er staðreynd að ferðafólk sækir í „lifandi söfn“ þar sem sýnt er í verki handbrögð, m.a í skipasmíði eins og ég gat um hér að ofan. Iðnnám í skólum landsins á undir högg að sækja almennt. Í fyrra var um 700 iðnnemum vísað frá sem sóttust eftir iðnnámi. Það er sorglegt að handverks kunnátta eigi við ramman reip að draga líkt og staðreynd er með alla þá iðnnema sem vísað var frá skóla. Það er menningarsjokk að stjórnvöld hafi ekki kjark til að gera tréskipasmíði góð skil. Þess í stað er þessi iðngrein sett í glatkistuna. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Alþingi Skóla - og menntamál Sigurður Páll Jónsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Aumt þykir mér að tréskipasmíði verði héðan í frá ekki löggild iðngrein. Kennslan í þessari grein á framvegis að falla undir kennslu í húsasmíði. Það er fátt skylt með húsasmíði og bátasmíði. Í fréttum á dögunum var viðtal við Einar Jóhann Lárusson sem hefur nýlokið við sveinspróf í tréskipasmíði og Hafliða Aðalsteinsson skipasmíðameistara og meistara Einars Jóhanns. Þeir eru að sjálfsögðu mjög óhressir með þessa ákvörðun yfirvalda að úthýsa tréskipasmíði sem löggiltri iðngrein í skólum. Þeir félagar eru núna að smíða 11 metra langan súðbyrðing af fyrirmynd báta sem notaðir voru til útgerða á Íslandi frá landnámi fram á tuttugustu öld. Efniviðurinn er allur úr íslenskri skógrækt. Í Danmörku og Noregi styrkja yfirvöld þessa iðngrein og þar er nóg að gera og hafa margir skipasmiðir vinnu í greininni. Auk þess er vinsælt þar að taka vel á móti ferðafólki sem vill kynna sér menninguna á lifandi hátt, það er að segja, sjá með eigin augum hvernig aldagömul aðferð við tréskipasmíði er viðhaldið. Sem alþingismaður lagði ég fram frumvarp og mælti fyrir í þrígang um verndun og varðveislu skipa og báta. Þar var alþingi gert að fela mennta og menningarmálaráðherra að skipa starfshóp sem gerði úttekt um hvernig staðið yrði að verndun og varðveislu skipa og báta. Þetta frumvap fékk ágæta umræðu á alþingi og í fjölmiðlum en dagaði uppi inní nefndum alþingis. Er það feimni við þjóðerniskennd eða hugsunarleysi um þá staðreynd að við námum hér land á tréskipum, sem aftengir stjórnvöld við þennan menningararf um tréskipasmíði og sjósókn í gegnum aldirnar. Af því að margir eru uppteknir við að byggja undir ferðaiðnaðinn, þá er staðreynd að ferðafólk sækir í „lifandi söfn“ þar sem sýnt er í verki handbrögð, m.a í skipasmíði eins og ég gat um hér að ofan. Iðnnám í skólum landsins á undir högg að sækja almennt. Í fyrra var um 700 iðnnemum vísað frá sem sóttust eftir iðnnámi. Það er sorglegt að handverks kunnátta eigi við ramman reip að draga líkt og staðreynd er með alla þá iðnnema sem vísað var frá skóla. Það er menningarsjokk að stjórnvöld hafi ekki kjark til að gera tréskipasmíði góð skil. Þess í stað er þessi iðngrein sett í glatkistuna. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun