Jafnrétti til að elska Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 20. febrúar 2023 08:00 Í baráttusálmi Desmond Tutu segir: „Gæskan er öflugri en illskan, ástin gegn hatrinu fer, ljósgeislinn lýsir upp myrkrið, lífið af dauðanum ber. Sigurinn fæst, því ást Guðs er næst.“ Kristin kirkja í heiminum er margbreytileg og fjölbreytt. Þessi fjölbreytileiki kristinnar kirkju er í senn styrkur hennar og veikleiki. Fjölbreytileiki kirkjunnar verður til þess að fleiri geta fundið sér stað í samfélagi lærisveina Jesú og veikleiki hennar er sá að afstaða kirkna til trúarlegra og siðferðilegra mála getur tekið á sig myndir öfganna á milli. Afstaða kristinnar kirkju til hinsegin fólks er jafnframt fjölbreytt en hluti kristinna kirkjudeilda álíta samkynhneigð synd. Sú afstaða er í flestum tilfellum sett fram með þeim rökum að Biblían fordæmi samkynhneigð og að Guð elski syndarann, í þessu tilfelli hinsegin fólk, en fordæmi eða hati syndina, sem eru hinsegin ástir. Þeir textar Biblíunnar sem notaðir eru til að fordæma samkynhneigð eru annarsvegar úr Mósebókum Gamla testamentisins og hinsvegar úr bréfum Páls postula. Þá texta Gamla testmentisins sem notaðir eru til að réttlæta andúð á samkynhneigð er að finna í lagabálkum gyðingdóms en mörg þeirra laga eru okkur fullkomlega framandi og hafa aldrei verið haldin í heiðri í kristinni hefð. Það vægi sem að þessir textar Mósebóka hafa fengið til að fordæma hinsegin fólk er nýtilkomið og sprettur af þörfinni til að upphefja gagnkynhneigðarhyggju á kostnað þeirra sem ekki passa inn í mótið. Pálsbréfin standa okkur nær en afstaða Páls til samkynhneigðar í Rómverjabréfi og Fyrra Korintubréfi er langt frá því augljós. Páll fordæmir kynhegðun grísk-rómverskrar menningar, meðal annars drengjaást (pederastíu) og vændi karla, en gerir ekki ráð fyrir að um jafningja ástarsamband tveggja einstaklinga af sama kyni geti verið að ræða. Það er sannfæring mín að sá boðskapur kristinna manna í samtímanum að samkynhneigð sé synd, sé valdbeiting og mannréttindabrot. Sú afstaða réttlætir og veldur gríðarlegri þjáningu í heiminum og kyndir undir ofsóknir og ofbeldi á hendur hinsegin fólki. Í ljósi sögunnar mun hún flokkast með stuðningi kirkna við þrælahald, kynþátta-aðgreiningu (apartheid) og kvenfyrirlitningu. Íslenskt samfélag má vera stolt af því að hafa horfst í augu við ofbeldisfulla fordóma sína á þeim 44 árum sem liðið hafa frá stofnun Samtakanna 78. Í dag tekur þriðjungur þjóðarinnar þátt í hátíðarhöldum Hinsegin daga og það er mikill minnihluti sem heldur uppi eða styður fordóma í þeirra garð. Sá minnihluti talar því miður oft í nafni Jesú Krists og réttlætir sig á grundvelli þeirrar guðfræði að Guð elski syndarann en hati syndina. Sú elska sem byggir á því að þú sem einstaklingur afneitir sjálfum þér og gerir lítið úr ást þinni til annara, er ekki elska heldur valdbeiting. Ást sem byggir á jafningjatengslum er guðleg og heilög, í hvaða mynd sem hún birtist, en valdbeiting og ofbeldi getur aldrei byggt á jafningjatengslum. Þess vegna getur kristin kirkja samtímis fagnað hinsegin fólki og ástum þeirra en fordæmt ofbeldi. Það er ekki synd að elska en það er synd að fordæma ást annarra og slík fordæming veldur og réttlætir ofbeldi gegn hinsegin fólki. Í Jóhannesarbréfi er því haldið fram að boðorð kærleikans sé öllum boðorðum æðri og að sá sem þykist tala af kærleika en hefur hatur í huga geti ekki staðið í ljósinu. Þar segir:„Sá sem segist vera í ljósinu og hatar bróður sinn, hann er ennþá í myrkrinu. Sá sem elskar bróður sinn býr í ljósinu og í honum er ekkert er leitt geti hann til falls.” Þegar kemur að grundvallar mannréttindum má engar málamiðlanir gera og afstaða kirkjunnar í heiminum til samkynhneigðar er ein af stóru syndum hennar í samtímanum. Að lokum vil ég halda á lofti orðum Desmond Tutu, aldraða erkibiskupsins í Suður-Afríku, en hann var einn verndara alþjóðlegs átaks sem að Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu Þjóðanna hefur sett á laggirnar undir yfirskriftinni Free & Equal, eða Frjáls og jöfn. Átakinu er ætlað að berjast gegn fordómum og lagasetningum sem mismuna hinsegin fólki um allan heim. Á stofnfundinum líkti hann afstöðu kristinna til samkynhneigðar við þá sem á sínum tíma vörðu aðskilnaðarstefnu svartra í Suður-Afríku og um þá guðfræði segir hann: „Ég fæ mig ekki til að tigna hómófóbískan Guð og ef mér yrði boðin vist á hómófóbískum himnum myndi ég afþakka.“ Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Í baráttusálmi Desmond Tutu segir: „Gæskan er öflugri en illskan, ástin gegn hatrinu fer, ljósgeislinn lýsir upp myrkrið, lífið af dauðanum ber. Sigurinn fæst, því ást Guðs er næst.“ Kristin kirkja í heiminum er margbreytileg og fjölbreytt. Þessi fjölbreytileiki kristinnar kirkju er í senn styrkur hennar og veikleiki. Fjölbreytileiki kirkjunnar verður til þess að fleiri geta fundið sér stað í samfélagi lærisveina Jesú og veikleiki hennar er sá að afstaða kirkna til trúarlegra og siðferðilegra mála getur tekið á sig myndir öfganna á milli. Afstaða kristinnar kirkju til hinsegin fólks er jafnframt fjölbreytt en hluti kristinna kirkjudeilda álíta samkynhneigð synd. Sú afstaða er í flestum tilfellum sett fram með þeim rökum að Biblían fordæmi samkynhneigð og að Guð elski syndarann, í þessu tilfelli hinsegin fólk, en fordæmi eða hati syndina, sem eru hinsegin ástir. Þeir textar Biblíunnar sem notaðir eru til að fordæma samkynhneigð eru annarsvegar úr Mósebókum Gamla testamentisins og hinsvegar úr bréfum Páls postula. Þá texta Gamla testmentisins sem notaðir eru til að réttlæta andúð á samkynhneigð er að finna í lagabálkum gyðingdóms en mörg þeirra laga eru okkur fullkomlega framandi og hafa aldrei verið haldin í heiðri í kristinni hefð. Það vægi sem að þessir textar Mósebóka hafa fengið til að fordæma hinsegin fólk er nýtilkomið og sprettur af þörfinni til að upphefja gagnkynhneigðarhyggju á kostnað þeirra sem ekki passa inn í mótið. Pálsbréfin standa okkur nær en afstaða Páls til samkynhneigðar í Rómverjabréfi og Fyrra Korintubréfi er langt frá því augljós. Páll fordæmir kynhegðun grísk-rómverskrar menningar, meðal annars drengjaást (pederastíu) og vændi karla, en gerir ekki ráð fyrir að um jafningja ástarsamband tveggja einstaklinga af sama kyni geti verið að ræða. Það er sannfæring mín að sá boðskapur kristinna manna í samtímanum að samkynhneigð sé synd, sé valdbeiting og mannréttindabrot. Sú afstaða réttlætir og veldur gríðarlegri þjáningu í heiminum og kyndir undir ofsóknir og ofbeldi á hendur hinsegin fólki. Í ljósi sögunnar mun hún flokkast með stuðningi kirkna við þrælahald, kynþátta-aðgreiningu (apartheid) og kvenfyrirlitningu. Íslenskt samfélag má vera stolt af því að hafa horfst í augu við ofbeldisfulla fordóma sína á þeim 44 árum sem liðið hafa frá stofnun Samtakanna 78. Í dag tekur þriðjungur þjóðarinnar þátt í hátíðarhöldum Hinsegin daga og það er mikill minnihluti sem heldur uppi eða styður fordóma í þeirra garð. Sá minnihluti talar því miður oft í nafni Jesú Krists og réttlætir sig á grundvelli þeirrar guðfræði að Guð elski syndarann en hati syndina. Sú elska sem byggir á því að þú sem einstaklingur afneitir sjálfum þér og gerir lítið úr ást þinni til annara, er ekki elska heldur valdbeiting. Ást sem byggir á jafningjatengslum er guðleg og heilög, í hvaða mynd sem hún birtist, en valdbeiting og ofbeldi getur aldrei byggt á jafningjatengslum. Þess vegna getur kristin kirkja samtímis fagnað hinsegin fólki og ástum þeirra en fordæmt ofbeldi. Það er ekki synd að elska en það er synd að fordæma ást annarra og slík fordæming veldur og réttlætir ofbeldi gegn hinsegin fólki. Í Jóhannesarbréfi er því haldið fram að boðorð kærleikans sé öllum boðorðum æðri og að sá sem þykist tala af kærleika en hefur hatur í huga geti ekki staðið í ljósinu. Þar segir:„Sá sem segist vera í ljósinu og hatar bróður sinn, hann er ennþá í myrkrinu. Sá sem elskar bróður sinn býr í ljósinu og í honum er ekkert er leitt geti hann til falls.” Þegar kemur að grundvallar mannréttindum má engar málamiðlanir gera og afstaða kirkjunnar í heiminum til samkynhneigðar er ein af stóru syndum hennar í samtímanum. Að lokum vil ég halda á lofti orðum Desmond Tutu, aldraða erkibiskupsins í Suður-Afríku, en hann var einn verndara alþjóðlegs átaks sem að Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu Þjóðanna hefur sett á laggirnar undir yfirskriftinni Free & Equal, eða Frjáls og jöfn. Átakinu er ætlað að berjast gegn fordómum og lagasetningum sem mismuna hinsegin fólki um allan heim. Á stofnfundinum líkti hann afstöðu kristinna til samkynhneigðar við þá sem á sínum tíma vörðu aðskilnaðarstefnu svartra í Suður-Afríku og um þá guðfræði segir hann: „Ég fæ mig ekki til að tigna hómófóbískan Guð og ef mér yrði boðin vist á hómófóbískum himnum myndi ég afþakka.“ Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun