„Sjokkeruð“ að barnið hafi verið sett út og skilið eftir án athugunar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. febrúar 2023 12:17 Móðir ellefu ára stúlku er hugsi yfir því að enginn skuli hafa athugað með líðan stúlkunnar sem var ein um borð í Strætó sem sat fastur í fjórar klukkustundir á Hellisheiði í gær. Vísir/Aðsend/Vilhelm Móðir 11 ára stúlku sem sat föst í fjóra klukkutíma á Hellisheiði ásamt öðrum farþegum í Strætó er fegin að stúlkan sé heil á húfi eftir mikla óvissu gærkvöldsins. Hún er þó hugsi yfir því að enginn hafi hugað að stúlkunni sem var auðsýnilega ein síns liðs í Strætó í erfiðum aðstæðum, ekki einu sinni bílstjórinn. Barnið hafi þurft stuðning í ógnvænlegum aðstæðum að sögn móður. Auður Ásbjörnsdóttir er móðir 11 ára stúlku sem er ein af þeim sem lentu í vandræðum upp á heiði í gær. Stúlkan hafði síðastliðna helgi dvalið hjá vinafólki á Selfossi, líkt og hún hafi gert vandræðalaust áður, og var á leið aftur til borgarinnar með Strætó þegar loka þurfti heiðinni. „Við vorum búin að fylgjast með veðrinu en treystum því að Strætó vissi best um að það væri óhætt aðfara og svo frétti ég bara hálftíma eftir að hún lagði af stað að það væri allt stopp og það væri búið að loka heiðinni og að Strætó væri fastur þar og svo tók við ótrúlega margir klukkutímar af óvissu af því að við náðum engu sambandi við Strætó,“ segir Auður. Þjónustusími Strætó er ekki opinn um helgar en þegar nokkuð var liðið á ferðina varð farsími dóttur Auðar rafmagnslaus. „Þá kom náttúrulega pínu „panic“ ástand á foreldrana þegar við náðum ekki í hana lengur og þá settum við inn færslu á Facebook og óskuðum eftir því að fá að vita hvort það væri einhver um borð í þessari rútu þannig að við gætum komist í samband við stelpuna en skömmu eftir að við settum hana inn þá hringdi stelpan en þá var hún komin í Mjódd og hafði bara verið sett út þar og hún þurfti að hnippa í einhvern vegfaranda til að fá lánaðan síma.“ „Sem betur fer þá mundi hún símanúmerið mitt og hafði kjark í að spyrja einhvern ókunnugan og biðja um að fá lánaðan síma og hringdi heim. En þegar við fórum að sækja hana þá sat hún þar ein greyið, við vorum svona svolítið „sjokkeruð“ yfir því líka að barnið hafi bara verið sett út og ekkert verið að fylgjast með því hvort hún væri í öruggum höndum.“ Stúlkan sjálf er „brött“ eftir þessar raunir en foreldrarnir dálítið skelkaðir. „Við erum ennþá að jafna okkur á þessu en sem betur fer vorum við kannski ekki skelfingu lostin því við vissum að hún væri örugg og að hún myndi ekki verða úti uppi á heiði eða eitthvað svoleiðis en það var samt auðvitað andstyggilegt að vita ekki hvort hún væri skelfingu lostin eða hvað hún yrði þarna lengi. Hún var ekki með mat og þessi óvissa var erfið.“ Strætó Samgöngur Veður Tengdar fréttir Fluttu á annað hundrað manns af heiðinni Björgunarsveitarfólk stóð í ströngu á Hellisheiði og í Þrengslum fram á kvöld. Verið var að hjálpa fólki sem hafði fest bíla sína og lent í óhappi en flestar sveitir eru komnar í hús. 19. febrúar 2023 21:44 Hellisheiði og Þrengsli lokuð: Allt að tíu bíla árekstur við Hveradali Nokkrir hafa verið fluttir á slysadeild eftir allt að tíu bíla árekstur á Hellisheiði í dag. Nánar tiltekið varð áreksturinn við Hveradali en enginn slasaðist alvarlega, samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Suðurlandi. 19. febrúar 2023 18:21 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Auður Ásbjörnsdóttir er móðir 11 ára stúlku sem er ein af þeim sem lentu í vandræðum upp á heiði í gær. Stúlkan hafði síðastliðna helgi dvalið hjá vinafólki á Selfossi, líkt og hún hafi gert vandræðalaust áður, og var á leið aftur til borgarinnar með Strætó þegar loka þurfti heiðinni. „Við vorum búin að fylgjast með veðrinu en treystum því að Strætó vissi best um að það væri óhætt aðfara og svo frétti ég bara hálftíma eftir að hún lagði af stað að það væri allt stopp og það væri búið að loka heiðinni og að Strætó væri fastur þar og svo tók við ótrúlega margir klukkutímar af óvissu af því að við náðum engu sambandi við Strætó,“ segir Auður. Þjónustusími Strætó er ekki opinn um helgar en þegar nokkuð var liðið á ferðina varð farsími dóttur Auðar rafmagnslaus. „Þá kom náttúrulega pínu „panic“ ástand á foreldrana þegar við náðum ekki í hana lengur og þá settum við inn færslu á Facebook og óskuðum eftir því að fá að vita hvort það væri einhver um borð í þessari rútu þannig að við gætum komist í samband við stelpuna en skömmu eftir að við settum hana inn þá hringdi stelpan en þá var hún komin í Mjódd og hafði bara verið sett út þar og hún þurfti að hnippa í einhvern vegfaranda til að fá lánaðan síma.“ „Sem betur fer þá mundi hún símanúmerið mitt og hafði kjark í að spyrja einhvern ókunnugan og biðja um að fá lánaðan síma og hringdi heim. En þegar við fórum að sækja hana þá sat hún þar ein greyið, við vorum svona svolítið „sjokkeruð“ yfir því líka að barnið hafi bara verið sett út og ekkert verið að fylgjast með því hvort hún væri í öruggum höndum.“ Stúlkan sjálf er „brött“ eftir þessar raunir en foreldrarnir dálítið skelkaðir. „Við erum ennþá að jafna okkur á þessu en sem betur fer vorum við kannski ekki skelfingu lostin því við vissum að hún væri örugg og að hún myndi ekki verða úti uppi á heiði eða eitthvað svoleiðis en það var samt auðvitað andstyggilegt að vita ekki hvort hún væri skelfingu lostin eða hvað hún yrði þarna lengi. Hún var ekki með mat og þessi óvissa var erfið.“
Strætó Samgöngur Veður Tengdar fréttir Fluttu á annað hundrað manns af heiðinni Björgunarsveitarfólk stóð í ströngu á Hellisheiði og í Þrengslum fram á kvöld. Verið var að hjálpa fólki sem hafði fest bíla sína og lent í óhappi en flestar sveitir eru komnar í hús. 19. febrúar 2023 21:44 Hellisheiði og Þrengsli lokuð: Allt að tíu bíla árekstur við Hveradali Nokkrir hafa verið fluttir á slysadeild eftir allt að tíu bíla árekstur á Hellisheiði í dag. Nánar tiltekið varð áreksturinn við Hveradali en enginn slasaðist alvarlega, samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Suðurlandi. 19. febrúar 2023 18:21 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Fluttu á annað hundrað manns af heiðinni Björgunarsveitarfólk stóð í ströngu á Hellisheiði og í Þrengslum fram á kvöld. Verið var að hjálpa fólki sem hafði fest bíla sína og lent í óhappi en flestar sveitir eru komnar í hús. 19. febrúar 2023 21:44
Hellisheiði og Þrengsli lokuð: Allt að tíu bíla árekstur við Hveradali Nokkrir hafa verið fluttir á slysadeild eftir allt að tíu bíla árekstur á Hellisheiði í dag. Nánar tiltekið varð áreksturinn við Hveradali en enginn slasaðist alvarlega, samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Suðurlandi. 19. febrúar 2023 18:21
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda