Hafa kallað fólk í skimun vegna berklasmita Kjartan Kjartansson skrifar 20. febrúar 2023 15:14 Sigríður Dóra Magnúsdóttir, umdæmislæknir sóttvarna á höfuðborgarsvæðinu. Stöð 2 Nokkrir einstaklingar hafa greinst með berkla á þessu ári og hefur heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu boðað hóp fólks í skimun vegna þess. Umdæmislæknir sóttvarna segir enga ástæðu til að hafa áhyggjur af smitunum enda séu berklar ekki bráðsmitandi sjúkdómur. Fólkið sem greindist smitað er búsett á Íslandi. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, umdæmislæknir sóttvarna á höfuðborgarsvæðinu, segist ekki hafa tölu yfir fjölda þeirra smituðu en að þeir séu teljandi á fingrum annarrar handar. Hún hefur heldur ekki upplýsingar um hvort að þeir smituðu tengist. Ekki er talið að smitin tengist ferðum erlendis. Starfsmenn heilsugæslunnar vinni nú að því að kortleggja umgengnishóp þeirra smituðu. Unnið sé eftir verklagsreglum um berklapróf. Skimað er fyrir berklum með húðprófi og lugnamynd eftir atvikum. „Það sem við þurfum að muna er að berklar eru alls ekki bráðsmitandi. Flestir bara veikjast ekki. Þess vegna erum við alveg róleg,“ segir Sigríður Dóra. Árlega greinast um tíu einstaklingar með berkla á Íslandi samkvæmt upplýsingum á vefsíðunni Heilsuveru. Sigríður Dóra segir að berklar greinist yfirleitt frekar seint því læknar muni ekki eftir sjúkdómnum. Til sé góð sýklalyfjameðferð við þeim. Helstu einkenni berkla eru hósti, þyngdartap, slappleiki, hiti, nætursviti, kuldahrollur og lystarleysi. Oftar sýkir berklabakterían lungu og veldur þá langvarandi hósta, takverk og jafnvel blóðhósta. Þeir geta einnig lagst á önnur líffæri. Berklar voru skæður sjúkdómur á fyrri hluta tuttugustu aldarinnar. Tugir til hundruð manna létust á hverju ári af völdum þeirra á fyrstu áratugum aldarinnar, flestir á þriðja áratugnum. Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali vegna neyðarboðs Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira
Fólkið sem greindist smitað er búsett á Íslandi. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, umdæmislæknir sóttvarna á höfuðborgarsvæðinu, segist ekki hafa tölu yfir fjölda þeirra smituðu en að þeir séu teljandi á fingrum annarrar handar. Hún hefur heldur ekki upplýsingar um hvort að þeir smituðu tengist. Ekki er talið að smitin tengist ferðum erlendis. Starfsmenn heilsugæslunnar vinni nú að því að kortleggja umgengnishóp þeirra smituðu. Unnið sé eftir verklagsreglum um berklapróf. Skimað er fyrir berklum með húðprófi og lugnamynd eftir atvikum. „Það sem við þurfum að muna er að berklar eru alls ekki bráðsmitandi. Flestir bara veikjast ekki. Þess vegna erum við alveg róleg,“ segir Sigríður Dóra. Árlega greinast um tíu einstaklingar með berkla á Íslandi samkvæmt upplýsingum á vefsíðunni Heilsuveru. Sigríður Dóra segir að berklar greinist yfirleitt frekar seint því læknar muni ekki eftir sjúkdómnum. Til sé góð sýklalyfjameðferð við þeim. Helstu einkenni berkla eru hósti, þyngdartap, slappleiki, hiti, nætursviti, kuldahrollur og lystarleysi. Oftar sýkir berklabakterían lungu og veldur þá langvarandi hósta, takverk og jafnvel blóðhósta. Þeir geta einnig lagst á önnur líffæri. Berklar voru skæður sjúkdómur á fyrri hluta tuttugustu aldarinnar. Tugir til hundruð manna létust á hverju ári af völdum þeirra á fyrstu áratugum aldarinnar, flestir á þriðja áratugnum.
Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali vegna neyðarboðs Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira