Gísli Snær nýr forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Jakob Bjarnar skrifar 20. febrúar 2023 15:14 Gísli Snær Erlingsson var valinn úr hópi 15 umsækjenda. facebook Gísli Snær Erlingsson var nú rétt í þessu skipaður nýr forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Þetta herma heimildir fréttastofu. Skipan hans er til fimm ára. Mikil eftirvænting hefur ríkt með hver taki við af Laufey Guðjónsdóttur sem hefur gegnt stöðunni undanfarin tuttugu ár eða svo. Laufey kvaddi samstarfsfólk sitt í síðustu viku. Um valdamikið embætti er að ræða enda gegnir Kvikmyndamiðstöð lykilhlutverki í íslenskum kvikmynda- og sjónvarpsiðnaði með því að veita fjármagni til framleiðslu íslenskra kvikmynda og sjónvarpsverka, kynna íslenskar kvikmyndir á alþjóðlegum vettvangi og styðja við kvikmyndamenningu á Íslandi með margskonar hætti, eins og segir á síðu miðstöðvarinnar. Gísli Snær Erlingsson er fyrrverandi skólastjóri London Film School. Hann hefur undanfarna áratugi starfað sem kennari og skólastjóri á erlendum vettvangi, sem slíkur í Japan og svo Singapure. Hann flutti svo til London og tók við starfi sem yfirkennari hjá London Film School og svo sem skólastjóri síðastliðin sex ár. Gísla Snæ þekkja margir sem leikstjóra kvikmyndarinnar Benjamín Dúfa en hann kom fyrst fyrir sjónir almennings sem annar umsjónarmaður dægurlagaþáttar, ásamt Ævari Erni Jósepssyni, sem var á dagskrá Ríkisútvarpsins; Poppkorn, þar sem tónlistarmyndbönd voru kynnt. Eftir því sem Vísir kemst næst þykir það kostur að Gísli Snær hafi verið búsettur erlendis undanfarin 25 árin, því þá er ekki hægt að kenna hann við neina flokkadrætti innan hins íslenska kvikmyndagera. Gísli mun taka við embætti forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar í apríl næstkomandi en fram að því hefur Sigurrós Hilmarsdóttur, framleiðslustjóra Kvikmyndamiðstöðvar, verið falið að gegna stöðu forstöðumanns. Kvikmyndagerð á Íslandi Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Vistaskipti Tengdar fréttir Benedikt segir Laufeyju skreyta sig stolnum fjöðrum Skipunartími Laufeyjar Guðjónsdóttur sem forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar er úti. Benedikt Erlingsson leikari og kvikmyndaleikstjóri skrifaði henni harðort bréf í kveðjuskyni sem hann birti á Facebook-síðu sinni. 20. febrúar 2023 14:59 Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Mikil eftirvænting hefur ríkt með hver taki við af Laufey Guðjónsdóttur sem hefur gegnt stöðunni undanfarin tuttugu ár eða svo. Laufey kvaddi samstarfsfólk sitt í síðustu viku. Um valdamikið embætti er að ræða enda gegnir Kvikmyndamiðstöð lykilhlutverki í íslenskum kvikmynda- og sjónvarpsiðnaði með því að veita fjármagni til framleiðslu íslenskra kvikmynda og sjónvarpsverka, kynna íslenskar kvikmyndir á alþjóðlegum vettvangi og styðja við kvikmyndamenningu á Íslandi með margskonar hætti, eins og segir á síðu miðstöðvarinnar. Gísli Snær Erlingsson er fyrrverandi skólastjóri London Film School. Hann hefur undanfarna áratugi starfað sem kennari og skólastjóri á erlendum vettvangi, sem slíkur í Japan og svo Singapure. Hann flutti svo til London og tók við starfi sem yfirkennari hjá London Film School og svo sem skólastjóri síðastliðin sex ár. Gísla Snæ þekkja margir sem leikstjóra kvikmyndarinnar Benjamín Dúfa en hann kom fyrst fyrir sjónir almennings sem annar umsjónarmaður dægurlagaþáttar, ásamt Ævari Erni Jósepssyni, sem var á dagskrá Ríkisútvarpsins; Poppkorn, þar sem tónlistarmyndbönd voru kynnt. Eftir því sem Vísir kemst næst þykir það kostur að Gísli Snær hafi verið búsettur erlendis undanfarin 25 árin, því þá er ekki hægt að kenna hann við neina flokkadrætti innan hins íslenska kvikmyndagera. Gísli mun taka við embætti forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar í apríl næstkomandi en fram að því hefur Sigurrós Hilmarsdóttur, framleiðslustjóra Kvikmyndamiðstöðvar, verið falið að gegna stöðu forstöðumanns.
Kvikmyndagerð á Íslandi Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Vistaskipti Tengdar fréttir Benedikt segir Laufeyju skreyta sig stolnum fjöðrum Skipunartími Laufeyjar Guðjónsdóttur sem forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar er úti. Benedikt Erlingsson leikari og kvikmyndaleikstjóri skrifaði henni harðort bréf í kveðjuskyni sem hann birti á Facebook-síðu sinni. 20. febrúar 2023 14:59 Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Benedikt segir Laufeyju skreyta sig stolnum fjöðrum Skipunartími Laufeyjar Guðjónsdóttur sem forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar er úti. Benedikt Erlingsson leikari og kvikmyndaleikstjóri skrifaði henni harðort bréf í kveðjuskyni sem hann birti á Facebook-síðu sinni. 20. febrúar 2023 14:59