Aldrei fleiri brautskráðir af háskólastigi Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 21. febrúar 2023 09:36 Háskóli íslands Vísir/Vilhelm Alls útskrifuðust 5.214 nemendur með 5.248 próf á háskóla- og doktorsstigi skólaárið 2020-2021. Um er að ræða 15,5 prósent aukningu frá árinu áður. Brautskráningum á háskólastigi fjölgaði mest á sviði menntunar og líkt undanfarin ár voru konur um tveir þriðju nemenda sem luku háskólaprófi, eða 68 prósent. Þetta kemur fram í samantekt Hagstofunnar. Alls voru 2.774 brautskráningar vegna fyrstu háskólagráðu, brautskráningar með viðbótardiplómu voru 592, 1.721 brautskráningar vegna meistaragráðu og 86 luku doktorsprófi. Mest fjölgun á sviði menntunar Brautskráningum á háskólastigi fjölgaði mest á sviði menntunar eða um tæp 34 prósent. Næstmest fjölgaði á sviði verkfræði, framleiðslu og mannvirkjagerðar eða um 20,4 prósent. Rúm 17 prósent brautskráninga á háskóla- og doktorsstigi árið 2020-2021 voru úr svokölluðum STEM-greinum, þ.e. raunvísindum, tæknigreinum, verkfræði og stærðfræði. Í mörgum löndum er áhersla á fjölgun brautskráðra úr þessum greinum og fjölgaði brautskráðum hér á landi um 8,5 prósent frá fyrra ári sem er minni fjölgun en meðaltalsfjölgun brautskráninga á háskólastigi. Rúmlega helmingur brautskráðra stúdenta undir tvítugu Alls útskrifuðust 3.717 stúdentar úr 35 framhaldsskólum skólaárið 2020-2021, 270 fleiri en skólaárið á undan. Rúmlega helmingur stúdenta, 57,9 prósent, skólaárið 2020-2021 var 19 ára og yngri en 12,8 prósent voru 20 ára. Hlutfall 19 ára og yngri stúdenta hefur hækkað mikið síðustu ár í kjölfar styttingar náms til stúdentsprófs en 20 ára stúdentum hefur fækkað að sama skapi. Fleiri með sveinspróf og hæfnipróf á framhaldsskólastigi Skólaárið 2020-2021 fjölgaði brautskráningum á framhaldsskólastigi meðal þeirra sem luku hæfniprófi sem eru ýmis próf sem ekki leiða til starfsréttinda. Alls voru 628 brautskráningar með hæfnipróf, rúmum 20 prósent fleiri en ári áður. Sem dæmi um nám sem leiðir til hæfniprófs má nefna listnám, nám stuðningsfulltrúa og nám í sjávarútvegi á framhaldsskólastigi. Alls voru 657 brautskráningar með sveinspróf sem eru um 30 fleiri en árið áður. Hins vegar fækkaði brautskráningum með burtfararpróf úr iðn úr 868 í 842 en með því lýkur bóklega hluta iðnnáms. Brautskráðir iðnmeistarar voru 259, nokkru fleiri en árið á undan. Þegar á heildina er litið brautskráðust 5.548 nemendur af framhaldsskólastigi með 6.497 próf skólaárið 2020-2021, 245 fleiri en árið áður. Þá brautskráðust 806 nemendur af viðbótarstigi en á viðbótarstig flokkast nám sem er bætt ofan á nám á framhaldsskólastigi en er ekki á háskólastigi. Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira
Þetta kemur fram í samantekt Hagstofunnar. Alls voru 2.774 brautskráningar vegna fyrstu háskólagráðu, brautskráningar með viðbótardiplómu voru 592, 1.721 brautskráningar vegna meistaragráðu og 86 luku doktorsprófi. Mest fjölgun á sviði menntunar Brautskráningum á háskólastigi fjölgaði mest á sviði menntunar eða um tæp 34 prósent. Næstmest fjölgaði á sviði verkfræði, framleiðslu og mannvirkjagerðar eða um 20,4 prósent. Rúm 17 prósent brautskráninga á háskóla- og doktorsstigi árið 2020-2021 voru úr svokölluðum STEM-greinum, þ.e. raunvísindum, tæknigreinum, verkfræði og stærðfræði. Í mörgum löndum er áhersla á fjölgun brautskráðra úr þessum greinum og fjölgaði brautskráðum hér á landi um 8,5 prósent frá fyrra ári sem er minni fjölgun en meðaltalsfjölgun brautskráninga á háskólastigi. Rúmlega helmingur brautskráðra stúdenta undir tvítugu Alls útskrifuðust 3.717 stúdentar úr 35 framhaldsskólum skólaárið 2020-2021, 270 fleiri en skólaárið á undan. Rúmlega helmingur stúdenta, 57,9 prósent, skólaárið 2020-2021 var 19 ára og yngri en 12,8 prósent voru 20 ára. Hlutfall 19 ára og yngri stúdenta hefur hækkað mikið síðustu ár í kjölfar styttingar náms til stúdentsprófs en 20 ára stúdentum hefur fækkað að sama skapi. Fleiri með sveinspróf og hæfnipróf á framhaldsskólastigi Skólaárið 2020-2021 fjölgaði brautskráningum á framhaldsskólastigi meðal þeirra sem luku hæfniprófi sem eru ýmis próf sem ekki leiða til starfsréttinda. Alls voru 628 brautskráningar með hæfnipróf, rúmum 20 prósent fleiri en ári áður. Sem dæmi um nám sem leiðir til hæfniprófs má nefna listnám, nám stuðningsfulltrúa og nám í sjávarútvegi á framhaldsskólastigi. Alls voru 657 brautskráningar með sveinspróf sem eru um 30 fleiri en árið áður. Hins vegar fækkaði brautskráningum með burtfararpróf úr iðn úr 868 í 842 en með því lýkur bóklega hluta iðnnáms. Brautskráðir iðnmeistarar voru 259, nokkru fleiri en árið á undan. Þegar á heildina er litið brautskráðust 5.548 nemendur af framhaldsskólastigi með 6.497 próf skólaárið 2020-2021, 245 fleiri en árið áður. Þá brautskráðust 806 nemendur af viðbótarstigi en á viðbótarstig flokkast nám sem er bætt ofan á nám á framhaldsskólastigi en er ekki á háskólastigi.
Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira