Þarf stórfellt átak ríkis og sveitarfélaga fyrir heimilislausa Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. febrúar 2023 12:43 Elísabet Brynjarsdóttir var verkefnastýra Frú Ragnheiðar en er nú í framhaldsnámi í hjúkrun í Kanada. Hún segir augljóst að gera þurfi betur í málum heimilislausra. mynd/aðsend Það vantar stórfellt og samræmt átak ríkis og sveitarfélaga í málefnum heimilislausra að mati hjúkrunarfræðings. Í Kompás sem birtist á Vísi í morgun fá áhorfendur innsýn í daglegt líf heimilislausra og kynnast þeim Maríönnu og Ragnari. Hátt í eitt hundrað konur eru heimilislausar á Íslandi og Maríanna er ein þeirra sem lítur á Konukot sem heimili sitt. Þegar Konukoti er lokað á morgnana leitar Maríanna athvarfs í Skólinu, þar sem konur í svipaðri stöðu geta varið deginum. Það er hins vegar bara opið hluta úr degi og ekki um helgar og því drepur hún einnig tímann á bókasafni þar til Konukot opnar aftur síðdegis. Það litla sem hún á fer síðan í að nálgast morfín á svörtum markaði til að komst hjá hræðilegum fráhvörfum. Í Kompás lýsir Maríanna því að mannúð skorti í þessi málefni. Elísabet Brynjarsdóttir hjúkrunarfræðingur hefur starfað lengi með heimilislausum og var verkefnastýra frú Ragnheiðar - sem sinnir skaðaminnkun. Rætt var við Elísabetu í hádegisfréttum Bylgjunnar en hún telur að lyfta þurfi grettistaki til að mæta gríðarlegum áskorunum í málaflokknum. „Það þyrfti samræmt átak ríkis og sveitarfélaga til að taka á þessum málaflokki,“ segir Elísabet. „Það vantar að taka heildrænt utan um einstaklinga sem eru með fjölþættan vanda og eru að upplifa svona margar áskoranir í sínu lífi. Ég trúi, og samkvæmt rannsóknum líka, að það geti gengið gríðarlega vel fyrir fólk, sama hvort þau eru að greinast með hjartasjúkdóma eða krabbamein, að það sé einhver ákveðin miðstöð sem heldur utan um þín mál.“ „Sveitarfélög þurfa að stíga fastar niður fæti og ríkið þarf að koma sterkar inn í,“ segir Elísabet. Afleiðing af heimsfaraldri? Óvenju margar konur hafa leitað í Konukot í vetur og úrræðið er yfirfullt flestar nætur, líkt og gistiskýlin fyrir karla á Granda og á Lindargötu. Elísabet hefur verið í framhaldsnámi í Vancouver í Kanada og segir að staðan hafi verið að þyngjast mikið þar. Líkt og Maríanna lýsir í Kompás að hafi verið að gerast hér. „Samkvæmt rannsóknum þar úti er verið að tengja þetta við afleiðingar af heimsfaraldrinum og efnahagsmálum. Þetta er að bitna oft verst á einstaklingum sem höfðu ekki mikið á milli handanna fyrir og eru að upplifa áföll aftur eða að missa eitthvað frá sér,“ segir Elísabet. „Það ætti að vera auðveldara á minna landi að gera betur. Ég vil allavega trúa því að það ætti að vera hægt að grípa inn í á Íslandi.“ Málefni heimilislausra Fíkn Kompás Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Sjá meira
Í Kompás sem birtist á Vísi í morgun fá áhorfendur innsýn í daglegt líf heimilislausra og kynnast þeim Maríönnu og Ragnari. Hátt í eitt hundrað konur eru heimilislausar á Íslandi og Maríanna er ein þeirra sem lítur á Konukot sem heimili sitt. Þegar Konukoti er lokað á morgnana leitar Maríanna athvarfs í Skólinu, þar sem konur í svipaðri stöðu geta varið deginum. Það er hins vegar bara opið hluta úr degi og ekki um helgar og því drepur hún einnig tímann á bókasafni þar til Konukot opnar aftur síðdegis. Það litla sem hún á fer síðan í að nálgast morfín á svörtum markaði til að komst hjá hræðilegum fráhvörfum. Í Kompás lýsir Maríanna því að mannúð skorti í þessi málefni. Elísabet Brynjarsdóttir hjúkrunarfræðingur hefur starfað lengi með heimilislausum og var verkefnastýra frú Ragnheiðar - sem sinnir skaðaminnkun. Rætt var við Elísabetu í hádegisfréttum Bylgjunnar en hún telur að lyfta þurfi grettistaki til að mæta gríðarlegum áskorunum í málaflokknum. „Það þyrfti samræmt átak ríkis og sveitarfélaga til að taka á þessum málaflokki,“ segir Elísabet. „Það vantar að taka heildrænt utan um einstaklinga sem eru með fjölþættan vanda og eru að upplifa svona margar áskoranir í sínu lífi. Ég trúi, og samkvæmt rannsóknum líka, að það geti gengið gríðarlega vel fyrir fólk, sama hvort þau eru að greinast með hjartasjúkdóma eða krabbamein, að það sé einhver ákveðin miðstöð sem heldur utan um þín mál.“ „Sveitarfélög þurfa að stíga fastar niður fæti og ríkið þarf að koma sterkar inn í,“ segir Elísabet. Afleiðing af heimsfaraldri? Óvenju margar konur hafa leitað í Konukot í vetur og úrræðið er yfirfullt flestar nætur, líkt og gistiskýlin fyrir karla á Granda og á Lindargötu. Elísabet hefur verið í framhaldsnámi í Vancouver í Kanada og segir að staðan hafi verið að þyngjast mikið þar. Líkt og Maríanna lýsir í Kompás að hafi verið að gerast hér. „Samkvæmt rannsóknum þar úti er verið að tengja þetta við afleiðingar af heimsfaraldrinum og efnahagsmálum. Þetta er að bitna oft verst á einstaklingum sem höfðu ekki mikið á milli handanna fyrir og eru að upplifa áföll aftur eða að missa eitthvað frá sér,“ segir Elísabet. „Það ætti að vera auðveldara á minna landi að gera betur. Ég vil allavega trúa því að það ætti að vera hægt að grípa inn í á Íslandi.“
Málefni heimilislausra Fíkn Kompás Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Sjá meira