Telur ekki að Madrídingar séu komnir áfram: „Ekki séns“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. febrúar 2023 07:01 Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Real Madrid, minnir á að liðið þurfi enn að spila seinni leikinn gegn Liverpool til að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Juan Manuel Serrano Arce/Getty Images Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Real Madrid, var eðlilega kampakátur eftir öruggan sigur sinna manna gegn Liverpool í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. „Að vinna leik svona er ekki auðvelt, sérstaklega miðað við hvernig leikurinn byrjaði,“ sagði Ancelotti, en Liverpool náði 2-0 forystu eftir aðeins fimmtán mínútna leik. „Við misstum aldrei sjálfstraustið og smátt og smátt tókum við völdin. Við nýttum færin okkar vel og Vinicius Jr. var stórkostlegur í kvöld.“ „En þetta var bara fyrri leikurinn í einvíginu. Hlutirnir gengu upp hjá okkur í kvöld, en við þurfum að ímynda okkur að við þurfum að þjást og leggja hart að okkur í seinni leiknum.“ Madrídingar eru ekki óvanir því að snúa Meistaradeildarleikjum sér í hag eftir að hafa lent undir, liðið tryggði sér sigur í keppninni í fyrra eftir að hafa verið undir í nánast öllum leikjum útsláttakeppninnar. „Við bjuggumst augljóslega ekki við því að byrja eins og við byrjuðum og þegar við lentum 2-0 undir hugsaði ég um útileikinn gegn Manchester City frá því í fyrra og vonaði að við gætum gert það sama og þá, en við gerðum enn betur í kvöld. Þeir voru að valda okkur vandræðum á vinstri kantinum en við gerðum betur í okkar sóknarleik, færðum Valverde nær hættusvæðinu og þá vörðumst við líka betur.“ Þrátt fyrir öruggan þriggja marka sigur vill Ancelotti þó ekki meina að einvígið sé búið. „Liverpool er frábært lið sem lét okkur þjást í fyrri hálfleik, þannig ég myndi segja að einvígið sé ekki búið, því miður. Ekki séns. Ég vil samt líka fá að hrósa Rodrygo fyrir þá vinnu sem hann skilaði í leiknum því hann skilaði nákvæmlega því sem ég bað hann um að gera,“ sagði Ancelotti að lokum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Madrídingar komu til baka og völtuðu yfir Liverpool Real Madrid vann öruggan 5-2 útisigur er liðið heimsótti Liverpool í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. 21. febrúar 2023 22:00 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Sjá meira
„Að vinna leik svona er ekki auðvelt, sérstaklega miðað við hvernig leikurinn byrjaði,“ sagði Ancelotti, en Liverpool náði 2-0 forystu eftir aðeins fimmtán mínútna leik. „Við misstum aldrei sjálfstraustið og smátt og smátt tókum við völdin. Við nýttum færin okkar vel og Vinicius Jr. var stórkostlegur í kvöld.“ „En þetta var bara fyrri leikurinn í einvíginu. Hlutirnir gengu upp hjá okkur í kvöld, en við þurfum að ímynda okkur að við þurfum að þjást og leggja hart að okkur í seinni leiknum.“ Madrídingar eru ekki óvanir því að snúa Meistaradeildarleikjum sér í hag eftir að hafa lent undir, liðið tryggði sér sigur í keppninni í fyrra eftir að hafa verið undir í nánast öllum leikjum útsláttakeppninnar. „Við bjuggumst augljóslega ekki við því að byrja eins og við byrjuðum og þegar við lentum 2-0 undir hugsaði ég um útileikinn gegn Manchester City frá því í fyrra og vonaði að við gætum gert það sama og þá, en við gerðum enn betur í kvöld. Þeir voru að valda okkur vandræðum á vinstri kantinum en við gerðum betur í okkar sóknarleik, færðum Valverde nær hættusvæðinu og þá vörðumst við líka betur.“ Þrátt fyrir öruggan þriggja marka sigur vill Ancelotti þó ekki meina að einvígið sé búið. „Liverpool er frábært lið sem lét okkur þjást í fyrri hálfleik, þannig ég myndi segja að einvígið sé ekki búið, því miður. Ekki séns. Ég vil samt líka fá að hrósa Rodrygo fyrir þá vinnu sem hann skilaði í leiknum því hann skilaði nákvæmlega því sem ég bað hann um að gera,“ sagði Ancelotti að lokum.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Madrídingar komu til baka og völtuðu yfir Liverpool Real Madrid vann öruggan 5-2 útisigur er liðið heimsótti Liverpool í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. 21. febrúar 2023 22:00 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Sjá meira
Madrídingar komu til baka og völtuðu yfir Liverpool Real Madrid vann öruggan 5-2 útisigur er liðið heimsótti Liverpool í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. 21. febrúar 2023 22:00