Sakaður um dónaskap eftir heilahristing: „Svona skrif er ekki hægt að láta liggja“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. febrúar 2023 23:29 Gísli Eyjólfsson í leik með Breiðablik síðasta sumar. Vísir/Hulda Margrét Knattspyrnumaðurinn Gísli Eyjólfsson, leikmaður Breiðabliks, fékk þungt höfuðhögg í leik liðsins gegn Leikni í Lengjubikarnum í gærkvöldi. Gísli var tekinn af velli eftir höfuðhöggið og var fluttur á sjúkrahús með heilahristing. Á leið sinni út af vellinum veittist hann „með fúkyrðum og merkjasendingum“ að ljósmyndara Fótbolta.net, eins og segir í grein miðilsins um leikinn. Á myndinni sem fylgir grein Fótbolta.net um leikinn má sjá hvers konar merkjasendingar um ræðir. Eftir þessa umfjöllun sá knattspyrnudeild Breiðabliks sig knúna til að senda frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Í yfirlýsingunni, sem undirrituð er af Flosa Eiríkssyni, formanni deildarinnar, segir að deildinni þyki nauðsynlegt að fara yfir málavexti. Þar kemur fram að Gísli hafi fengið þungt höfuðhögg og að þegar sjúkraþjálfari liðsins hafi komið að honum hafi hann ekki verið með sjálfum sér, talað ósamhengislaust og verið óstöðugur á fæti. Þá viðurkennir deildin að Gísli hafi sýnt ljósmyndaranum, Jónínu Guðbjörgu Guðbjartsdóttur, óviðeigandi framkomu og biður hana afsökunar. Yfirlýsing frá Knattspyrnudeild Breiðabliks. pic.twitter.com/EocmFZVbOy— Breiðablik FC (@BreidablikFC) February 21, 2023 Man ekkert eftir atvikum „Gísli man ekkert eftir atvikum á vellinum eftir höfuðhöggið, hvorki orðaskiptum eða öðru. Þegar hann var kominn upp á sjúkrahús og var sagt frá atvikum, hringdi hann í ljósmyndarann og bað hana afsökunar á sinni framkomu. Hún tók við því og samþykkti afsökunarbeiðnina,“ segir í yfirlýsingunni. Enn fremur segist knattspyrnudeild Breiðabliks fordæma skrif Fótbolta.net. Fram kemur í yfirlýsingunni að fréttaritari hafi ekki verið á leiknum. Auk þess hafi fulltrúar félagsins reynt að útskýra málsatvik fyrir fréttaritara eftir að skrifin birtust, en það hafi skilað litlum árangri. „Knattspyrnudeild Breiðabliks fordæmir skrif fréttaritara Fótbolta.net, sem ekki var á leiknum, af atvikinu og af hversu mikilli léttúð er fjallað um alvarlegt höfuðhögg okkar leikmanns og þess að hann var sendur beint upp á spítala.“ Leikmaðurinn eigi skrifin ekki skilið Undi lok yfirlýsingarinnar segist knattspyrnudeild Breiðabliks fagna fréttaflutningi af fótbolta, en að skrif sem þessi sé ekki hægt að láta liggja. „Við fögnum fréttaflutningi af fólbolta og kveinkum okkur ekki yfir gagnrýni, en svona skrif er ekki hægt að láta liggja. Gísli Eyjólfsson á það ekki skilið né nokkur annar leikmaður sem lendir í svipuðum atvikum eða meiðslum.“ „Að lokum ítrekum við afsökunarbeiðni okkar í knattspyrnudeild Breiðabliks til Jónínu,“ segir að lokum. Breiðablik Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Slakir velli ógna öryggi kvenkyns leikmanna Fótbolti „Verður hörkueinvígi, þeir eru drullugóðir“ Handbolti Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri Körfubolti Sveindís Jane kom inn af bekknum þegar einvígið var svo gott sem búið Fótbolti Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Körfubolti Þjálfaralaust Man City lagði óvænt Chelsea Fótbolti Spennan gríðarleg þegar ein umferð er eftir Handbolti Sara Björk fyrirliði í súru tapi í bikarúrslitum Fótbolti Komnar með ógeð af því að tapa: „Ógeðsleg tilfinning“ Handbolti Uppgjör, myndir og viðtöl: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Sjá meira
Gísli var tekinn af velli eftir höfuðhöggið og var fluttur á sjúkrahús með heilahristing. Á leið sinni út af vellinum veittist hann „með fúkyrðum og merkjasendingum“ að ljósmyndara Fótbolta.net, eins og segir í grein miðilsins um leikinn. Á myndinni sem fylgir grein Fótbolta.net um leikinn má sjá hvers konar merkjasendingar um ræðir. Eftir þessa umfjöllun sá knattspyrnudeild Breiðabliks sig knúna til að senda frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Í yfirlýsingunni, sem undirrituð er af Flosa Eiríkssyni, formanni deildarinnar, segir að deildinni þyki nauðsynlegt að fara yfir málavexti. Þar kemur fram að Gísli hafi fengið þungt höfuðhögg og að þegar sjúkraþjálfari liðsins hafi komið að honum hafi hann ekki verið með sjálfum sér, talað ósamhengislaust og verið óstöðugur á fæti. Þá viðurkennir deildin að Gísli hafi sýnt ljósmyndaranum, Jónínu Guðbjörgu Guðbjartsdóttur, óviðeigandi framkomu og biður hana afsökunar. Yfirlýsing frá Knattspyrnudeild Breiðabliks. pic.twitter.com/EocmFZVbOy— Breiðablik FC (@BreidablikFC) February 21, 2023 Man ekkert eftir atvikum „Gísli man ekkert eftir atvikum á vellinum eftir höfuðhöggið, hvorki orðaskiptum eða öðru. Þegar hann var kominn upp á sjúkrahús og var sagt frá atvikum, hringdi hann í ljósmyndarann og bað hana afsökunar á sinni framkomu. Hún tók við því og samþykkti afsökunarbeiðnina,“ segir í yfirlýsingunni. Enn fremur segist knattspyrnudeild Breiðabliks fordæma skrif Fótbolta.net. Fram kemur í yfirlýsingunni að fréttaritari hafi ekki verið á leiknum. Auk þess hafi fulltrúar félagsins reynt að útskýra málsatvik fyrir fréttaritara eftir að skrifin birtust, en það hafi skilað litlum árangri. „Knattspyrnudeild Breiðabliks fordæmir skrif fréttaritara Fótbolta.net, sem ekki var á leiknum, af atvikinu og af hversu mikilli léttúð er fjallað um alvarlegt höfuðhögg okkar leikmanns og þess að hann var sendur beint upp á spítala.“ Leikmaðurinn eigi skrifin ekki skilið Undi lok yfirlýsingarinnar segist knattspyrnudeild Breiðabliks fagna fréttaflutningi af fótbolta, en að skrif sem þessi sé ekki hægt að láta liggja. „Við fögnum fréttaflutningi af fólbolta og kveinkum okkur ekki yfir gagnrýni, en svona skrif er ekki hægt að láta liggja. Gísli Eyjólfsson á það ekki skilið né nokkur annar leikmaður sem lendir í svipuðum atvikum eða meiðslum.“ „Að lokum ítrekum við afsökunarbeiðni okkar í knattspyrnudeild Breiðabliks til Jónínu,“ segir að lokum.
Breiðablik Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Slakir velli ógna öryggi kvenkyns leikmanna Fótbolti „Verður hörkueinvígi, þeir eru drullugóðir“ Handbolti Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri Körfubolti Sveindís Jane kom inn af bekknum þegar einvígið var svo gott sem búið Fótbolti Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Körfubolti Þjálfaralaust Man City lagði óvænt Chelsea Fótbolti Spennan gríðarleg þegar ein umferð er eftir Handbolti Sara Björk fyrirliði í súru tapi í bikarúrslitum Fótbolti Komnar með ógeð af því að tapa: „Ógeðsleg tilfinning“ Handbolti Uppgjör, myndir og viðtöl: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Sjá meira
Uppgjör, myndir og viðtöl: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Körfubolti
Uppgjör, myndir og viðtöl: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Körfubolti