Macklemore birti myndband á samfélagsmiðlinum Instagram í gær. Í því á hann í samræðum við sjö ára dóttur sína, Sloane. „Ég er smá stressaður að spyrja þig að þessu ef ég á að vera alveg hreinskilinn,“ segir hann í upphafi myndbandsins.
Þá segist hann hafa verið hrifin af því hvað dóttir hans var dugleg þegar þau unnu saman síðast. Hún hjálpaði honum við gerð fatalínunnar Bogey Boys. „ Ég gjörsamlega elska stílinn þínn,“ segir hann í myndbandinu.
„Ég er búinn að vera að reyna að finna tónlistarmyndband fyrir No Bad Days. Klikkuð hugmynd, ef þú vilt þetta ekki þá þurfum við ekki að gera þetta. Mig vantar leikstjóra og ég var að hugsa, hvað ef þú leikstýrir tónlistarmyndbandinu?“
Sloane kinkar kolli og svo fallast feðginin í arma. „Þýðir þetta já?“ spyr Macklemore dóttur sína í kjölfarið. „Þetta þýðir já,“ svarar hún svo.
Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.