Lyftingasamband Kasakstan tilkynnti í dag að Igor Son sé einn af sex lyftingamönnum landsins sem hafa verið dæmdir í keppnisbann. Igor Sergeyevich Son er 24 ára gamall og má því keppa aftur þegar hann verður orðinn 32 ára gamall.
It's the second career doping ban for Son, who served a seven-month sanction in 2015. The Tokyo Olympic bronze medalist has been slapped with an eight years ban#Weightlifting https://t.co/S6AFgabaJD
— News18 Sports (@News18Sports) February 22, 2023
Allir voru Kasakarnir prófaði utan keppni í marsmánuði á síðasta ári.
Igor Son er sá langfrægasti í hópnum en hann vann bronsverðlaun í 61 kílóa flokki á Ólympíuleikunum í Tókýó 2021.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Igor Son fellur á lyfjaprófi en hann var dæmdur í sjö mánaða bann fyrir léttvægt brot árið 2015.
Lyftingasamband Kasakstan staðfesti jafnframt að Son muni ekki missa bronsverðlaun sín og ástæðan er að prófið fór fram utan keppni og var tekið meira en sex mánuðum eftir Ólympíuleikana.
Lyftingarfólk frá Kasakstan hefur mörgum sinnum fallið á lyfjaprófi og hafa af þeim sökum þurft að gefa frá sér verðlaun frá Ólympíuleikunum 2008, 2012 og 2016.
Bronze medal
— Kazakhstan Olympic Team (@olympic_kz) July 25, 2021
Congratulations to Igor Son, who takes #Bronze in #Weightlifting in #Tokyo2020 #teamkz pic.twitter.com/LQYz7Zqisv