Hamrén í vandræðum í Álaborg eftir að leikmenn kvörtuðu Smári Jökull Jónsson skrifar 22. febrúar 2023 18:31 Erik Hamrén á ekki sjö dagana sæla í Álaborg um þessar mundir. Vísir/Hulda Margrét Fyrrum landsliðsþjálfari Íslands Erik Hamrén er í vandræðum í Danmörku en hann stýrir nú liði Álaborgar. Leikmenn liðsins hafa kvartað undan Hamrén og segja liðið spila gamaldags fótbolta. Erik Hamrén var landsliðsþjálfari Íslands frá 2018 til 2020 en hann hætti með liðið eftir að hafa mistekist að koma Íslandi á Evrópumótið sem fram fór 2021. Hamrén tók við liði Álaborgar á nýjan leik í haust en hann gerði Álaborg að dönskum meisturum árið 2008. „Ég sé mig fyrir mér í þessu starfi í mörg ár. Metnaður minn, bæði fyrir sjálfan mig og félagið, er mikill og ég hlakka til að hitta starfsfólkið og leikmannahópinn. Það sem skiptir máli er að sýna góðar frammistöður og ná stöðugleika þannig að við komumst úr fallbaráttunni,“ sagði Hamrén þegar hann var ráðinn þjálfari Álaborgar í september. Lélegar æfingar, rangt leikkerfi og gamaldags fótbolti Árangur liðsins síðan hinn sænski Hamrén tók við hefur hins vegar ekki verið upp á marga fiska. Liðið hefur aðeins náð í þrjá sigra í tólf leikjum undir hans stjórn og samkvæmt Ekstrabladet í Danmörku hafa leikmenn nú misst trú á að Hamrén geti bjargað liðinu frá falli. Í frétt Ekstrabladet kemur fram að nokkrir af leiðtogum leikmannahóps Álaborgar hafi óskað eftir fundi með stjórnarformanninum Thomas Bælum þar sem þeir lýstu yfir óánægju með störf Hamrén. Gagnrýnin snerist um léleg gæði á æfingum, að liðið spili rangt leikkerfi og að Hamrén hafi ekki nýtt vetrarfríið nægilega vel. Einnig vilja leikmennirnir meina að taktík Hamrén sé gamaldags og henti ekki í þeirri stöðu sem liðið er í. Þá hafa leikmenn sagt við Ekstrabladet að þeir telji möguleika liðsins á að halda sæti sínu í deildinni vera hverfandi litla undir stjórn Svíans. Álaborg er sem stendur í næst neðsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með fjórtán stig en átta stig eru upp í næsta lið fyrir ofan. Liðið leikur næst gegn Íslendingaliðinu FCK á sunnudaginn í Kaupmannahöfn. Danski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Sjá meira
Erik Hamrén var landsliðsþjálfari Íslands frá 2018 til 2020 en hann hætti með liðið eftir að hafa mistekist að koma Íslandi á Evrópumótið sem fram fór 2021. Hamrén tók við liði Álaborgar á nýjan leik í haust en hann gerði Álaborg að dönskum meisturum árið 2008. „Ég sé mig fyrir mér í þessu starfi í mörg ár. Metnaður minn, bæði fyrir sjálfan mig og félagið, er mikill og ég hlakka til að hitta starfsfólkið og leikmannahópinn. Það sem skiptir máli er að sýna góðar frammistöður og ná stöðugleika þannig að við komumst úr fallbaráttunni,“ sagði Hamrén þegar hann var ráðinn þjálfari Álaborgar í september. Lélegar æfingar, rangt leikkerfi og gamaldags fótbolti Árangur liðsins síðan hinn sænski Hamrén tók við hefur hins vegar ekki verið upp á marga fiska. Liðið hefur aðeins náð í þrjá sigra í tólf leikjum undir hans stjórn og samkvæmt Ekstrabladet í Danmörku hafa leikmenn nú misst trú á að Hamrén geti bjargað liðinu frá falli. Í frétt Ekstrabladet kemur fram að nokkrir af leiðtogum leikmannahóps Álaborgar hafi óskað eftir fundi með stjórnarformanninum Thomas Bælum þar sem þeir lýstu yfir óánægju með störf Hamrén. Gagnrýnin snerist um léleg gæði á æfingum, að liðið spili rangt leikkerfi og að Hamrén hafi ekki nýtt vetrarfríið nægilega vel. Einnig vilja leikmennirnir meina að taktík Hamrén sé gamaldags og henti ekki í þeirri stöðu sem liðið er í. Þá hafa leikmenn sagt við Ekstrabladet að þeir telji möguleika liðsins á að halda sæti sínu í deildinni vera hverfandi litla undir stjórn Svíans. Álaborg er sem stendur í næst neðsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með fjórtán stig en átta stig eru upp í næsta lið fyrir ofan. Liðið leikur næst gegn Íslendingaliðinu FCK á sunnudaginn í Kaupmannahöfn.
Danski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Sjá meira