„Bjóst fólk við að við myndum vinna 5-0?“ Smári Jökull Jónsson skrifar 22. febrúar 2023 23:30 Pep Guardiola var líflegur á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Getty Pep Guardiola var ánægður með frammistöðu Manchester City gegn RB Leipzig í kvöld en kaflaskiptum leik lauk með 1-1 jafntefli. Manchester City var sterkari aðilinn í upphafi leiks í kvöld og Riyad Mahrez kom liðinu yfir á 27.mínútu eftir mistök í vörn Leipzig. Fyrri hálfleikurinn var eign City en gestirnir lentu í meiri vandræðum eftir hlé. „Þeir pressuðu okkur framarlega og við lentum í vandræðum með að byggja upp sóknir. Eftir markið gátum við setið aðeins til baka en við komum til baka og náðum góðum síðustu 15-20 mínútum,“ sagði Guardiola í viðtali við BT Sport eftir leikinn í kvöld. „Við fengum góð færi í báðum hálfleikjum og úrslitin munu ráðast í Manchester.“ Guardiola sagðist þó vera ánægður með frammistöðu City liðsins í kvöld og ekki bara fyrri hálfleikinn. Það virtist fara í taugarnar á Guardiola hvernig blaðamaður BT Sport orðaði spurningu sína um frammistöðu liðsins. „Ég er ánægður með allan leikinn, ekki bara fyrri hálfleikinn.“ Hvað hélstu? Að við fengjum bara einhvern vinalegan leik hér í kvöld. Hvað hefur þú fjallað um marga leiki?,“ spurði Guardiola og fékk þau svör frá blaðamanninum að hann vissi að RB Leipzig væri með gott lið. „Bjóst fólk við að við myndum vinna 5-0? Það er ekki raunveruleikinn, þetta er keppni og mörg góð lið fallin úr leik. Við erum að spila fjóra leiki á tíu dögum og þetta er erfitt með ferðalögum. Við erum gott lið og gerum góða hluti og höldum því áfram. Ef fólk heldur að við komum hingað og vinnum 4-0, afsakið en við getum það ekki.“ Það vakti athygli að Guardiola gerði enga skiptingu í leiknum og menn eins og Phil Foden og Julian Alvarez sátu á varamannabekknum allan leikinn. „Mér fannst liðið gott. að lokum ákvað ég að halda áfram með þetta lið. Bernardo (Silva) var með góða stjórn á miðjunni og við þurftum þess.“ Guardiola var spurður um vítaspyrnu sem City hefði mögulega getað fengið í lok leiks þegar Benjamin Heinrichs fékk boltann í höndina í teignum. „Eins og ég sagði við samstarfsmann þinn um markið hjá Gvardiol og mögulega vítaspyrnu þá sá ég það ekki. Ég get ekki tjáð mig en ég veit hvað gerðist í þessum atvikum.“ Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Fleiri fréttir Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Sjá meira
Manchester City var sterkari aðilinn í upphafi leiks í kvöld og Riyad Mahrez kom liðinu yfir á 27.mínútu eftir mistök í vörn Leipzig. Fyrri hálfleikurinn var eign City en gestirnir lentu í meiri vandræðum eftir hlé. „Þeir pressuðu okkur framarlega og við lentum í vandræðum með að byggja upp sóknir. Eftir markið gátum við setið aðeins til baka en við komum til baka og náðum góðum síðustu 15-20 mínútum,“ sagði Guardiola í viðtali við BT Sport eftir leikinn í kvöld. „Við fengum góð færi í báðum hálfleikjum og úrslitin munu ráðast í Manchester.“ Guardiola sagðist þó vera ánægður með frammistöðu City liðsins í kvöld og ekki bara fyrri hálfleikinn. Það virtist fara í taugarnar á Guardiola hvernig blaðamaður BT Sport orðaði spurningu sína um frammistöðu liðsins. „Ég er ánægður með allan leikinn, ekki bara fyrri hálfleikinn.“ Hvað hélstu? Að við fengjum bara einhvern vinalegan leik hér í kvöld. Hvað hefur þú fjallað um marga leiki?,“ spurði Guardiola og fékk þau svör frá blaðamanninum að hann vissi að RB Leipzig væri með gott lið. „Bjóst fólk við að við myndum vinna 5-0? Það er ekki raunveruleikinn, þetta er keppni og mörg góð lið fallin úr leik. Við erum að spila fjóra leiki á tíu dögum og þetta er erfitt með ferðalögum. Við erum gott lið og gerum góða hluti og höldum því áfram. Ef fólk heldur að við komum hingað og vinnum 4-0, afsakið en við getum það ekki.“ Það vakti athygli að Guardiola gerði enga skiptingu í leiknum og menn eins og Phil Foden og Julian Alvarez sátu á varamannabekknum allan leikinn. „Mér fannst liðið gott. að lokum ákvað ég að halda áfram með þetta lið. Bernardo (Silva) var með góða stjórn á miðjunni og við þurftum þess.“ Guardiola var spurður um vítaspyrnu sem City hefði mögulega getað fengið í lok leiks þegar Benjamin Heinrichs fékk boltann í höndina í teignum. „Eins og ég sagði við samstarfsmann þinn um markið hjá Gvardiol og mögulega vítaspyrnu þá sá ég það ekki. Ég get ekki tjáð mig en ég veit hvað gerðist í þessum atvikum.“
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Fleiri fréttir Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Sjá meira