„Bjóst fólk við að við myndum vinna 5-0?“ Smári Jökull Jónsson skrifar 22. febrúar 2023 23:30 Pep Guardiola var líflegur á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Getty Pep Guardiola var ánægður með frammistöðu Manchester City gegn RB Leipzig í kvöld en kaflaskiptum leik lauk með 1-1 jafntefli. Manchester City var sterkari aðilinn í upphafi leiks í kvöld og Riyad Mahrez kom liðinu yfir á 27.mínútu eftir mistök í vörn Leipzig. Fyrri hálfleikurinn var eign City en gestirnir lentu í meiri vandræðum eftir hlé. „Þeir pressuðu okkur framarlega og við lentum í vandræðum með að byggja upp sóknir. Eftir markið gátum við setið aðeins til baka en við komum til baka og náðum góðum síðustu 15-20 mínútum,“ sagði Guardiola í viðtali við BT Sport eftir leikinn í kvöld. „Við fengum góð færi í báðum hálfleikjum og úrslitin munu ráðast í Manchester.“ Guardiola sagðist þó vera ánægður með frammistöðu City liðsins í kvöld og ekki bara fyrri hálfleikinn. Það virtist fara í taugarnar á Guardiola hvernig blaðamaður BT Sport orðaði spurningu sína um frammistöðu liðsins. „Ég er ánægður með allan leikinn, ekki bara fyrri hálfleikinn.“ Hvað hélstu? Að við fengjum bara einhvern vinalegan leik hér í kvöld. Hvað hefur þú fjallað um marga leiki?,“ spurði Guardiola og fékk þau svör frá blaðamanninum að hann vissi að RB Leipzig væri með gott lið. „Bjóst fólk við að við myndum vinna 5-0? Það er ekki raunveruleikinn, þetta er keppni og mörg góð lið fallin úr leik. Við erum að spila fjóra leiki á tíu dögum og þetta er erfitt með ferðalögum. Við erum gott lið og gerum góða hluti og höldum því áfram. Ef fólk heldur að við komum hingað og vinnum 4-0, afsakið en við getum það ekki.“ Það vakti athygli að Guardiola gerði enga skiptingu í leiknum og menn eins og Phil Foden og Julian Alvarez sátu á varamannabekknum allan leikinn. „Mér fannst liðið gott. að lokum ákvað ég að halda áfram með þetta lið. Bernardo (Silva) var með góða stjórn á miðjunni og við þurftum þess.“ Guardiola var spurður um vítaspyrnu sem City hefði mögulega getað fengið í lok leiks þegar Benjamin Heinrichs fékk boltann í höndina í teignum. „Eins og ég sagði við samstarfsmann þinn um markið hjá Gvardiol og mögulega vítaspyrnu þá sá ég það ekki. Ég get ekki tjáð mig en ég veit hvað gerðist í þessum atvikum.“ Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Sjá meira
Manchester City var sterkari aðilinn í upphafi leiks í kvöld og Riyad Mahrez kom liðinu yfir á 27.mínútu eftir mistök í vörn Leipzig. Fyrri hálfleikurinn var eign City en gestirnir lentu í meiri vandræðum eftir hlé. „Þeir pressuðu okkur framarlega og við lentum í vandræðum með að byggja upp sóknir. Eftir markið gátum við setið aðeins til baka en við komum til baka og náðum góðum síðustu 15-20 mínútum,“ sagði Guardiola í viðtali við BT Sport eftir leikinn í kvöld. „Við fengum góð færi í báðum hálfleikjum og úrslitin munu ráðast í Manchester.“ Guardiola sagðist þó vera ánægður með frammistöðu City liðsins í kvöld og ekki bara fyrri hálfleikinn. Það virtist fara í taugarnar á Guardiola hvernig blaðamaður BT Sport orðaði spurningu sína um frammistöðu liðsins. „Ég er ánægður með allan leikinn, ekki bara fyrri hálfleikinn.“ Hvað hélstu? Að við fengjum bara einhvern vinalegan leik hér í kvöld. Hvað hefur þú fjallað um marga leiki?,“ spurði Guardiola og fékk þau svör frá blaðamanninum að hann vissi að RB Leipzig væri með gott lið. „Bjóst fólk við að við myndum vinna 5-0? Það er ekki raunveruleikinn, þetta er keppni og mörg góð lið fallin úr leik. Við erum að spila fjóra leiki á tíu dögum og þetta er erfitt með ferðalögum. Við erum gott lið og gerum góða hluti og höldum því áfram. Ef fólk heldur að við komum hingað og vinnum 4-0, afsakið en við getum það ekki.“ Það vakti athygli að Guardiola gerði enga skiptingu í leiknum og menn eins og Phil Foden og Julian Alvarez sátu á varamannabekknum allan leikinn. „Mér fannst liðið gott. að lokum ákvað ég að halda áfram með þetta lið. Bernardo (Silva) var með góða stjórn á miðjunni og við þurftum þess.“ Guardiola var spurður um vítaspyrnu sem City hefði mögulega getað fengið í lok leiks þegar Benjamin Heinrichs fékk boltann í höndina í teignum. „Eins og ég sagði við samstarfsmann þinn um markið hjá Gvardiol og mögulega vítaspyrnu þá sá ég það ekki. Ég get ekki tjáð mig en ég veit hvað gerðist í þessum atvikum.“
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Sjá meira