„Á ekki von á að við fáum fleiri stig“ Valur Páll Eiríksson skrifar 23. febrúar 2023 14:01 HK hefur aðeins unnið einn leik í vetur. Vísir/Vilhelm Meiðsli hafa gert HK erfitt fyrir í Olís-deild kvenna í handbolta í vetur. Fall blasir við ungu liði. Mæðgurnar Hafdís Ebba Guðjónsdóttir og Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir voru gestir Sigurlaugar Rúnarsdóttur í Kvennakastinu þar sem gengi HK var til umræðu. Valgerður Ýr hefur leikið HK en er frá vegna barneigna og Hafíds, móðir hennar, þekkir einnig vel til hjá liðinu eftir að hafa þjálfað yngri flokka hjá HK um árabil. HK hefur átt erfitt tímabil og situr í botnsæti deildarinnar með aðeins tvö stig eftir 17 umferðir. Liðið á fjóra leiki eftir, þar á meðal gegn toppbaráttuliðum Vals og Stjörnunnar, en þarf í raun að vinna alla þá leiki sem það á eftir til að komast upp fyrir Selfoss í næstneðsta sætið og eiga þannig möguleika á að halda sæti sínu. „Er þetta fall í ár?“ spyr þáttastjórnandinn Sigurlaug. „Þetta er brekka,“ segir Hafdís Ebba. „Staðan er bara þannig, hún sýnir það með tvö stig og ég á ekki von á að við fáum fleiri stig.“ Töluverð skakkaföll eru í leikmannahópi HK, Valgerður er frá þar sem hún er ólétt og þær Berglind Þorsteinsdóttir og Elna Ólöf Guðjónsdóttir eru á meiðslalistanum. Berglind spilaði þrjá leiki í upphafi móts en hefur ekki spilað síðan. Elna hefur þá ekkert leikið í vetur. „Berglind og Elna eru bara ennþá meiddar. Þær fóru báðar í aðgerð í fyrra á hnénu. Berglind er enn með einhvern vökva inni á hnénu og ekki vitað hvenær hún kemur til baka. Það er eitthvað aðeins styttra í Elnu, ég held hún sé bjartsýn á miðjan mars,“ segir Valgerður um meiðsli þeirra. Þá er Tinna Sól Björgvinsdóttir enn frá eftir að hafa hlotið höfuðmeiðsl. Líkt og Elna hefur hún ekkert spilað fyrir HK í vetur. „Tinna er bara á sama stað alltaf. Hún er dálítið upp og niður, stundum þegar maður hittir hana er hún bara góð og svo koma erfiðir dagar. Ég held það sé líka tengt álagi í vinnu og skóla og slíku, hvernig hún er,“ „Þetta var mikil blóðtaka fyrir okkur, rétt fyrir tímabil, að missa þær þrjár. Það er stórt skarð að fylla. Þetta er rosalega ungur hópur, þær eru rosalega góðar í handbolta en þær eru líka bara 17 ára margar hverjar og það er meira en að segja það,“ segir Valgerður. Hlusta má á þáttinn í heild sinni í spilaranum að ofan. Þar rekja mæðgurnar sinn handboltaferil og rætt enn frekar um það sem ber hæst í Olís-deildinni. Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Fleiri fréttir Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Sjá meira
Mæðgurnar Hafdís Ebba Guðjónsdóttir og Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir voru gestir Sigurlaugar Rúnarsdóttur í Kvennakastinu þar sem gengi HK var til umræðu. Valgerður Ýr hefur leikið HK en er frá vegna barneigna og Hafíds, móðir hennar, þekkir einnig vel til hjá liðinu eftir að hafa þjálfað yngri flokka hjá HK um árabil. HK hefur átt erfitt tímabil og situr í botnsæti deildarinnar með aðeins tvö stig eftir 17 umferðir. Liðið á fjóra leiki eftir, þar á meðal gegn toppbaráttuliðum Vals og Stjörnunnar, en þarf í raun að vinna alla þá leiki sem það á eftir til að komast upp fyrir Selfoss í næstneðsta sætið og eiga þannig möguleika á að halda sæti sínu. „Er þetta fall í ár?“ spyr þáttastjórnandinn Sigurlaug. „Þetta er brekka,“ segir Hafdís Ebba. „Staðan er bara þannig, hún sýnir það með tvö stig og ég á ekki von á að við fáum fleiri stig.“ Töluverð skakkaföll eru í leikmannahópi HK, Valgerður er frá þar sem hún er ólétt og þær Berglind Þorsteinsdóttir og Elna Ólöf Guðjónsdóttir eru á meiðslalistanum. Berglind spilaði þrjá leiki í upphafi móts en hefur ekki spilað síðan. Elna hefur þá ekkert leikið í vetur. „Berglind og Elna eru bara ennþá meiddar. Þær fóru báðar í aðgerð í fyrra á hnénu. Berglind er enn með einhvern vökva inni á hnénu og ekki vitað hvenær hún kemur til baka. Það er eitthvað aðeins styttra í Elnu, ég held hún sé bjartsýn á miðjan mars,“ segir Valgerður um meiðsli þeirra. Þá er Tinna Sól Björgvinsdóttir enn frá eftir að hafa hlotið höfuðmeiðsl. Líkt og Elna hefur hún ekkert spilað fyrir HK í vetur. „Tinna er bara á sama stað alltaf. Hún er dálítið upp og niður, stundum þegar maður hittir hana er hún bara góð og svo koma erfiðir dagar. Ég held það sé líka tengt álagi í vinnu og skóla og slíku, hvernig hún er,“ „Þetta var mikil blóðtaka fyrir okkur, rétt fyrir tímabil, að missa þær þrjár. Það er stórt skarð að fylla. Þetta er rosalega ungur hópur, þær eru rosalega góðar í handbolta en þær eru líka bara 17 ára margar hverjar og það er meira en að segja það,“ segir Valgerður. Hlusta má á þáttinn í heild sinni í spilaranum að ofan. Þar rekja mæðgurnar sinn handboltaferil og rætt enn frekar um það sem ber hæst í Olís-deildinni.
Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Fleiri fréttir Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn