Dusty tryggði sér sæti í forkeppni Blast Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. febrúar 2023 20:30 Dusty mun reyna fyrir sér í forkeppni Blast Premier. Ljósleiðaradeildarmeistarar Dusty unnu sér inn sæti á Blast Premier mótaröðinni með sigri gegn Þór síðastliðinn þriðjudag. Með sigrinum tryggði Dusty sér þátttökurétt í því sem er í raun forkeppni norðurlandanna fyrir BLAST mótaröðina, sem mætti líkja við Evrópukeppni í rafíþróttum. Það voru fjögur efstu lið Ljósleiðaradeildarinnar sem kepptust um þetta eina lausa sæti á Blast mótaröðinni, en ásamt Dusty mættu FH, Þór og Atlantic Esports til leiks. Í undanúrslitum mættust liðin sem höfnuðu í 1. og 4. sæti Ljósleiðaradeildarinnar annars vegar, og hins vegar liðin sem höfnuðu í 2. og 3. sæti. Dusty sló því FH út í undanúrslitum, en í hinum undanúrslitaleiknum höfðu Þórsarar betur gegn Atlantic Esports. Það voru því Dusty og Þór sem mættust í úrslitum. Þessi tvö lið hafa barist á toppnum undanfarin tvö tímabil, en alltaf virðist Dusty hafa betur. Á því varð engin breyting í þetta skiptið og Dusty vann að lokum 2-0 sigur og er á leið í forkeppni Blast mótaraðarinnar. Dusty Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira
Með sigrinum tryggði Dusty sér þátttökurétt í því sem er í raun forkeppni norðurlandanna fyrir BLAST mótaröðina, sem mætti líkja við Evrópukeppni í rafíþróttum. Það voru fjögur efstu lið Ljósleiðaradeildarinnar sem kepptust um þetta eina lausa sæti á Blast mótaröðinni, en ásamt Dusty mættu FH, Þór og Atlantic Esports til leiks. Í undanúrslitum mættust liðin sem höfnuðu í 1. og 4. sæti Ljósleiðaradeildarinnar annars vegar, og hins vegar liðin sem höfnuðu í 2. og 3. sæti. Dusty sló því FH út í undanúrslitum, en í hinum undanúrslitaleiknum höfðu Þórsarar betur gegn Atlantic Esports. Það voru því Dusty og Þór sem mættust í úrslitum. Þessi tvö lið hafa barist á toppnum undanfarin tvö tímabil, en alltaf virðist Dusty hafa betur. Á því varð engin breyting í þetta skiptið og Dusty vann að lokum 2-0 sigur og er á leið í forkeppni Blast mótaraðarinnar.
Dusty Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira