Segir hægt að ná samningi á einum degi væri vilji til staðar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. febrúar 2023 13:45 Félagsmenn Eflingar klæddust margir hverjir gulum vestum og settu svip sinn á miðbæ Reykjavíkur í göngunni. Vísir/Vilhelm Félagsmenn Eflingar efndu til mótmælagöngu á öðrum tímanum í dag og kröfðust þess við Stjórnarráðshúsið og Alþingi að ráðherrar og þingmenn kæmu og spjölluðu við þá. Lítil viðbrögð var að fá á báðum stöðum. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari fréttastofu, fylgdi félagsmönnum Eflingar eftir í miðbænum. Formaður Eflingar segir að hægt væri að ganga frá samningi á einum degi. Efling hefur fallið frá fyrirhuguðum verkfallsaðgerðum í næstu viku eftir að Samtök atvinnulífsins samþykktu verkbann í gær með yfirgnæfandi meirihluta félagsmanna sinna í vel sóttri atkvæðagreiðslu. Engin lausn virðist í sjónmáli í kjaradeilu Eflingar og SA. Efling efndi til samstöðufundar í Iðnó í hádeginu þar sem Sólveig Anna ávarpaði samkomuna. Fjöldi gesta kom Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni nokkuð á óvart. Hún blés baráttuhug í Eflingsfólk og hvatti til þess að láta ekki deigan síga. Vísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/Vilhelm Í framhaldinu lagði hópurinn upp í mótmælagöngu þar sem komið var við hjá Stjórnarráðshúsinu í Lækjargötu og óskað eftir því að þeir sem væru inni og færu með völd ræddu við mótmælendur. Enginn svaraði kallinu. Vísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/Vilhelm Þaðan var haldið sem leið lá að Alþingishúsinu. Á leiðinni þangað ræddi Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, við Sólveigu Önnu. Þar fullyrti hún að krafa Eflingar sneri ekki að hærri upphæðum en Samtök atvinnulífsins hefðu gert við aðra aðila undanfarnar vikur. Hægt væri að landa samningi á einum degi ef vilji væri fyrir hendi hjá SA. Samtök atvinnulífsins hefðu gengið út úr viðræðum liðna helgi þar sem Efling taldi að litlu munaði á milli aðila. Það fullyrti sérfræðingur Eflingar einmitt í grein á Vísi í vikunni en formaður SA svaraði á sama vettvangi og hafnaði því. Eðlilegt væri að upplifun aðila í kjaradeilu væri ólík. Að neðan má sjá viðtal Heimis Más við Sólveigu Önnu. Sólveig Anna gekk um miðbæinn með gjallarhorn á lofti. Hún hvatti þingmenn til að koma út fyrir dyr þinghússins og eiga samtal við félagsmenn Eflingar. Þau væru skattgreiðendur og ekkert væri að óttast. Sagði hún um einstakt tækifæri að ræða til að eiga samtal við fólkið sem vinni mikilvæg störf og fái lág laun fyrir. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Gulu vestin voru hengd á Alþingishúsið.Vísir/Vilhelm Enginn hafði svarað kalli Eflingar þegar þessi frétt fór í loftið. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir SA samþykkir undanþágur frá verkbanni Undanþágunefnd Samtaka atvinnulífsins hefur samþykkt að öll störf sem tengjast heilbrigðis- og öldrunarþjónustu, opinberri sem og einkarekinni, sem og öll störf sem tengjast annarri grunnþjónustu njóti undanþágu frá því verkbanni sem hefst 2. mars næstkomandi. 23. febrúar 2023 12:05 Boða ekki til frekari verkfalla Samninganefnd Eflingar ákvað í gær að boða ekki til verkfallsaðgerða í öryggisgæslu, þrifum og á hótelum sem samþykktar voru fyrr í vikunni. Í yfirlýsingu frá Eflingu segir að endurmeta þurfi stefnuna í ljósi verkbanns Samtaka atvinnulífsins. 23. febrúar 2023 11:37 Bein útsending: Samstöðufundur Eflingar í Iðnó í hádeginu Verkbann Samtaka atvinnulífsins á félaga í Eflingu mun hafa víðtæk áhrif á nánast hvert einasta fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Efling boðar til samstöðufundar í Iðnó í hádeginu og mótmælagöngu þar á eftir. Félagar í Eflingu hafa nú þegar orðið af um 130 til 212 þúsund króna launahækkun. 23. febrúar 2023 11:33 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Sjá meira
Efling hefur fallið frá fyrirhuguðum verkfallsaðgerðum í næstu viku eftir að Samtök atvinnulífsins samþykktu verkbann í gær með yfirgnæfandi meirihluta félagsmanna sinna í vel sóttri atkvæðagreiðslu. Engin lausn virðist í sjónmáli í kjaradeilu Eflingar og SA. Efling efndi til samstöðufundar í Iðnó í hádeginu þar sem Sólveig Anna ávarpaði samkomuna. Fjöldi gesta kom Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni nokkuð á óvart. Hún blés baráttuhug í Eflingsfólk og hvatti til þess að láta ekki deigan síga. Vísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/Vilhelm Í framhaldinu lagði hópurinn upp í mótmælagöngu þar sem komið var við hjá Stjórnarráðshúsinu í Lækjargötu og óskað eftir því að þeir sem væru inni og færu með völd ræddu við mótmælendur. Enginn svaraði kallinu. Vísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/Vilhelm Þaðan var haldið sem leið lá að Alþingishúsinu. Á leiðinni þangað ræddi Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, við Sólveigu Önnu. Þar fullyrti hún að krafa Eflingar sneri ekki að hærri upphæðum en Samtök atvinnulífsins hefðu gert við aðra aðila undanfarnar vikur. Hægt væri að landa samningi á einum degi ef vilji væri fyrir hendi hjá SA. Samtök atvinnulífsins hefðu gengið út úr viðræðum liðna helgi þar sem Efling taldi að litlu munaði á milli aðila. Það fullyrti sérfræðingur Eflingar einmitt í grein á Vísi í vikunni en formaður SA svaraði á sama vettvangi og hafnaði því. Eðlilegt væri að upplifun aðila í kjaradeilu væri ólík. Að neðan má sjá viðtal Heimis Más við Sólveigu Önnu. Sólveig Anna gekk um miðbæinn með gjallarhorn á lofti. Hún hvatti þingmenn til að koma út fyrir dyr þinghússins og eiga samtal við félagsmenn Eflingar. Þau væru skattgreiðendur og ekkert væri að óttast. Sagði hún um einstakt tækifæri að ræða til að eiga samtal við fólkið sem vinni mikilvæg störf og fái lág laun fyrir. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Gulu vestin voru hengd á Alþingishúsið.Vísir/Vilhelm Enginn hafði svarað kalli Eflingar þegar þessi frétt fór í loftið.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir SA samþykkir undanþágur frá verkbanni Undanþágunefnd Samtaka atvinnulífsins hefur samþykkt að öll störf sem tengjast heilbrigðis- og öldrunarþjónustu, opinberri sem og einkarekinni, sem og öll störf sem tengjast annarri grunnþjónustu njóti undanþágu frá því verkbanni sem hefst 2. mars næstkomandi. 23. febrúar 2023 12:05 Boða ekki til frekari verkfalla Samninganefnd Eflingar ákvað í gær að boða ekki til verkfallsaðgerða í öryggisgæslu, þrifum og á hótelum sem samþykktar voru fyrr í vikunni. Í yfirlýsingu frá Eflingu segir að endurmeta þurfi stefnuna í ljósi verkbanns Samtaka atvinnulífsins. 23. febrúar 2023 11:37 Bein útsending: Samstöðufundur Eflingar í Iðnó í hádeginu Verkbann Samtaka atvinnulífsins á félaga í Eflingu mun hafa víðtæk áhrif á nánast hvert einasta fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Efling boðar til samstöðufundar í Iðnó í hádeginu og mótmælagöngu þar á eftir. Félagar í Eflingu hafa nú þegar orðið af um 130 til 212 þúsund króna launahækkun. 23. febrúar 2023 11:33 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Sjá meira
SA samþykkir undanþágur frá verkbanni Undanþágunefnd Samtaka atvinnulífsins hefur samþykkt að öll störf sem tengjast heilbrigðis- og öldrunarþjónustu, opinberri sem og einkarekinni, sem og öll störf sem tengjast annarri grunnþjónustu njóti undanþágu frá því verkbanni sem hefst 2. mars næstkomandi. 23. febrúar 2023 12:05
Boða ekki til frekari verkfalla Samninganefnd Eflingar ákvað í gær að boða ekki til verkfallsaðgerða í öryggisgæslu, þrifum og á hótelum sem samþykktar voru fyrr í vikunni. Í yfirlýsingu frá Eflingu segir að endurmeta þurfi stefnuna í ljósi verkbanns Samtaka atvinnulífsins. 23. febrúar 2023 11:37
Bein útsending: Samstöðufundur Eflingar í Iðnó í hádeginu Verkbann Samtaka atvinnulífsins á félaga í Eflingu mun hafa víðtæk áhrif á nánast hvert einasta fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Efling boðar til samstöðufundar í Iðnó í hádeginu og mótmælagöngu þar á eftir. Félagar í Eflingu hafa nú þegar orðið af um 130 til 212 þúsund króna launahækkun. 23. febrúar 2023 11:33