„Eitthvað sem gerist með aldrinum að þú endist ekki eins lengi“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. febrúar 2023 23:25 Hlynur Bæringsson snéri aftur í íslenska karlalandsliðið í körfubolta í kvöld. Vísir/Hulda Margrét „Mér fannst margt ágætt, en við hefðum alveg getað unnið þennan leik,“ sagði reynsluboltinn Hlynur Bæringsson eftir leik Íslands gegn Spánverjum í undankeppni HM í körfubolta í kvöld. „Náttúrulega hefðu ýmsir hlutir þurft að ganga upp hjá okkur, einhverjir hlutir sem við tókum sénsa á sem gengu kannski ekki alveg. En við fengum fullt af frammistöðum fyrir leikinn á móti Georgíu sem er aðalleikurinn. Tryggvi sýnir hvað hann er frábær og Jón Axel líka. Þeir voru alveg á pari við alla Spánverjana hér í kvöld þessir tveir. Hjálmar kemur inn og grípur tækifærið og sýnir að hann geti verið í þessu hlutverki, hávaxinn, með langar hendur og góður varnarmaður. Það er gott að hafa svoleiðis menn og það var alveg margt jákvætt.“ Leikurinn í kvöld var merkilegur fyrir Hlyn fyrir þær sakir að þetta var hans fyrsti leikur með landsliðinu í að verða fjögur ár. Hann lagði landsliðsskóna á hilluna árið 2019, en dustaði rykið af þeim eftir símtal frá Craig Pedersen, þjálfara liðsins. „Mér leið bara furðuvel. Í einvígjum og öllu því fannst mér ganga bara ágætlega. Ég þurfti heldur ekki að hafa áhyggjur af því að vera of lengi inná og það er eitthvað sem gerist bara með aldrinum að þú endist ekki eins lengi. En það er allt í lagi og ég reyndi bara að gera mitt besta. Ég hefði viðljað setja eitt af þessum skotum sem ég tók, en það er ekki við það ráðið alltaf.“ „Ég vildi bara koma með þannig hugarfari að ég vildi bara gera mitt besta. Ég var bara tilbúinn að koma aðeins og hvíla Tryggva og koma með öðruvísi vídd. Það vita það allir að við viljum hafa hann sem allra mest inná, en þessar fáu mínútur sem hann þarf að hvíla, ef þeim vantar þetta þá bara geri ég það.“ Þá fór Hlynur einnig stuttlega yfir leik spænska liðsins, sem er ógnarsterkt þrátt fyrir að stilla upp hálfgerðu varaliði í leik kvöldsins. „Þeir spila mjög aggresívt út á bakverðina okkar og loka alveg á okkur. En þó að það vanti mikið í þetta spænska lið þá vantar auðvitað töluvert í okkar lið líka. Þessi þjóð er bara mikil körfuboltaþjóð og með mikla breidd. Þetta eru allt strákar sem eru að spila í mörgum af betri liðum Spánar og þeim flokki.“ „Það er ekkert auðvelt og þú fattar í svona leik að ef þú ert aðeins of lengi að taka boltann upp ertu blokkaður og ef þú tekur ekki skotið þitt strax þá hefurðu ekki tíma. Það er alls staðar minni tími til að gera allt miðað við annars staðar. Ef þú nýtir ekki þessar litlu glufur þá geturðu litið illa út.“ Að lokum var Hlynur spurður stuttlega út í næsta leik Íslands þegar liðið fer til Georgíu og mætir þar heimamönnum næstkomandi sunnudag í hreinum úrslitaleik um sæti á HM. Hann segir að leikurinn í kvöld sé nokkuð gott veganesti í þann leik. „Ég er allt í lagi sáttur við margt. Þetta hefði ekki þurft að enda í tuttugu [stiga tapi] og það var alveg augnablik þar sem var tíu stiga munur og Hilmar tekur tvö skot sem hefðu getað snúið þessu okkur í hag.“ „En þetta er alls ekkert alslæmt, en auðvitað hefðum við getað gert betur. Hins vegar var öll okkar rótering, hvernig liðinu var stillt upp og undirbúningurinn þannig, og það er ekkert leyndarmál, að hugurinn er meira við Georgíuleikinn. Það er svoleiðis. við förum bara í Kákasusfjöllin og klárum þetta,“ sagði Hlynur að lokum. Landslið karla í körfubolta HM 2023 í körfubolta Tengdar fréttir „Erum búnir að smella vel saman fyrir næsta leik“ Tryggvi Þór Hlinason, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, segir að liðið geti tekið margt jákvætt með sér úr tapinu gegn Spánverjum í kvöld í leikinn mikilvæga gegn Georgíumönnum næstkomandi sunnudag. 23. febrúar 2023 23:04 „Við erum fullir sjálfstrausts“ „Tifinningin í leiknum er bara að við duttum á þeirra plan. Þeir eru skipulagðir, vilja spila hægt og lemja á veikleikunum endalaust. Sagði Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í körfubolta, eftir 19 stiga tap gegn Spánverjum í kvöld. 23. febrúar 2023 22:51 „Þurfum að hitta meira en þremur af 26 til að hanga í Spánverjum“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, gat verið nokkuð stoltur af sínu liði þrátt fyrir 19 stiga tap gegn heims- og Evrópumeisturum Spánar í kvöld. 23. febrúar 2023 22:22 Umfjöllun: Ísland - Spánn 61-80 | Fínt veganesti í leikinn mikilvæga Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mátti þola 19 stiga tap er liðið tók á móti heims- og Evrópumeisturum Spánar í undankeppni HM í Laugardalshöllinni í kvöld. Lokatölur 61-80, en íslenska liðið mætir Georgíu ytra í mun mikilvægari leik næstkomandi sunnudag. 23. febrúar 2023 21:32 Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Fleiri fréttir Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Sjá meira
„Náttúrulega hefðu ýmsir hlutir þurft að ganga upp hjá okkur, einhverjir hlutir sem við tókum sénsa á sem gengu kannski ekki alveg. En við fengum fullt af frammistöðum fyrir leikinn á móti Georgíu sem er aðalleikurinn. Tryggvi sýnir hvað hann er frábær og Jón Axel líka. Þeir voru alveg á pari við alla Spánverjana hér í kvöld þessir tveir. Hjálmar kemur inn og grípur tækifærið og sýnir að hann geti verið í þessu hlutverki, hávaxinn, með langar hendur og góður varnarmaður. Það er gott að hafa svoleiðis menn og það var alveg margt jákvætt.“ Leikurinn í kvöld var merkilegur fyrir Hlyn fyrir þær sakir að þetta var hans fyrsti leikur með landsliðinu í að verða fjögur ár. Hann lagði landsliðsskóna á hilluna árið 2019, en dustaði rykið af þeim eftir símtal frá Craig Pedersen, þjálfara liðsins. „Mér leið bara furðuvel. Í einvígjum og öllu því fannst mér ganga bara ágætlega. Ég þurfti heldur ekki að hafa áhyggjur af því að vera of lengi inná og það er eitthvað sem gerist bara með aldrinum að þú endist ekki eins lengi. En það er allt í lagi og ég reyndi bara að gera mitt besta. Ég hefði viðljað setja eitt af þessum skotum sem ég tók, en það er ekki við það ráðið alltaf.“ „Ég vildi bara koma með þannig hugarfari að ég vildi bara gera mitt besta. Ég var bara tilbúinn að koma aðeins og hvíla Tryggva og koma með öðruvísi vídd. Það vita það allir að við viljum hafa hann sem allra mest inná, en þessar fáu mínútur sem hann þarf að hvíla, ef þeim vantar þetta þá bara geri ég það.“ Þá fór Hlynur einnig stuttlega yfir leik spænska liðsins, sem er ógnarsterkt þrátt fyrir að stilla upp hálfgerðu varaliði í leik kvöldsins. „Þeir spila mjög aggresívt út á bakverðina okkar og loka alveg á okkur. En þó að það vanti mikið í þetta spænska lið þá vantar auðvitað töluvert í okkar lið líka. Þessi þjóð er bara mikil körfuboltaþjóð og með mikla breidd. Þetta eru allt strákar sem eru að spila í mörgum af betri liðum Spánar og þeim flokki.“ „Það er ekkert auðvelt og þú fattar í svona leik að ef þú ert aðeins of lengi að taka boltann upp ertu blokkaður og ef þú tekur ekki skotið þitt strax þá hefurðu ekki tíma. Það er alls staðar minni tími til að gera allt miðað við annars staðar. Ef þú nýtir ekki þessar litlu glufur þá geturðu litið illa út.“ Að lokum var Hlynur spurður stuttlega út í næsta leik Íslands þegar liðið fer til Georgíu og mætir þar heimamönnum næstkomandi sunnudag í hreinum úrslitaleik um sæti á HM. Hann segir að leikurinn í kvöld sé nokkuð gott veganesti í þann leik. „Ég er allt í lagi sáttur við margt. Þetta hefði ekki þurft að enda í tuttugu [stiga tapi] og það var alveg augnablik þar sem var tíu stiga munur og Hilmar tekur tvö skot sem hefðu getað snúið þessu okkur í hag.“ „En þetta er alls ekkert alslæmt, en auðvitað hefðum við getað gert betur. Hins vegar var öll okkar rótering, hvernig liðinu var stillt upp og undirbúningurinn þannig, og það er ekkert leyndarmál, að hugurinn er meira við Georgíuleikinn. Það er svoleiðis. við förum bara í Kákasusfjöllin og klárum þetta,“ sagði Hlynur að lokum.
Landslið karla í körfubolta HM 2023 í körfubolta Tengdar fréttir „Erum búnir að smella vel saman fyrir næsta leik“ Tryggvi Þór Hlinason, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, segir að liðið geti tekið margt jákvætt með sér úr tapinu gegn Spánverjum í kvöld í leikinn mikilvæga gegn Georgíumönnum næstkomandi sunnudag. 23. febrúar 2023 23:04 „Við erum fullir sjálfstrausts“ „Tifinningin í leiknum er bara að við duttum á þeirra plan. Þeir eru skipulagðir, vilja spila hægt og lemja á veikleikunum endalaust. Sagði Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í körfubolta, eftir 19 stiga tap gegn Spánverjum í kvöld. 23. febrúar 2023 22:51 „Þurfum að hitta meira en þremur af 26 til að hanga í Spánverjum“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, gat verið nokkuð stoltur af sínu liði þrátt fyrir 19 stiga tap gegn heims- og Evrópumeisturum Spánar í kvöld. 23. febrúar 2023 22:22 Umfjöllun: Ísland - Spánn 61-80 | Fínt veganesti í leikinn mikilvæga Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mátti þola 19 stiga tap er liðið tók á móti heims- og Evrópumeisturum Spánar í undankeppni HM í Laugardalshöllinni í kvöld. Lokatölur 61-80, en íslenska liðið mætir Georgíu ytra í mun mikilvægari leik næstkomandi sunnudag. 23. febrúar 2023 21:32 Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Fleiri fréttir Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Sjá meira
„Erum búnir að smella vel saman fyrir næsta leik“ Tryggvi Þór Hlinason, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, segir að liðið geti tekið margt jákvætt með sér úr tapinu gegn Spánverjum í kvöld í leikinn mikilvæga gegn Georgíumönnum næstkomandi sunnudag. 23. febrúar 2023 23:04
„Við erum fullir sjálfstrausts“ „Tifinningin í leiknum er bara að við duttum á þeirra plan. Þeir eru skipulagðir, vilja spila hægt og lemja á veikleikunum endalaust. Sagði Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í körfubolta, eftir 19 stiga tap gegn Spánverjum í kvöld. 23. febrúar 2023 22:51
„Þurfum að hitta meira en þremur af 26 til að hanga í Spánverjum“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, gat verið nokkuð stoltur af sínu liði þrátt fyrir 19 stiga tap gegn heims- og Evrópumeisturum Spánar í kvöld. 23. febrúar 2023 22:22
Umfjöllun: Ísland - Spánn 61-80 | Fínt veganesti í leikinn mikilvæga Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mátti þola 19 stiga tap er liðið tók á móti heims- og Evrópumeisturum Spánar í undankeppni HM í Laugardalshöllinni í kvöld. Lokatölur 61-80, en íslenska liðið mætir Georgíu ytra í mun mikilvægari leik næstkomandi sunnudag. 23. febrúar 2023 21:32