Samgöngusáttmáli á gatnamótum Birkir Ingibjartsson skrifar 24. febrúar 2023 13:00 Þegar samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins var undirritaður haustið 2019 af ríki, borg og sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins ríkti almenn og þverpólitísk sátt um að í sáttmálanum fælist mikilvægur áfangi. Þar væri blásið til sóknar fyrir hönd höfuðborgarsvæðisins og að í fyrsta sinn væri sett fram skýr framtíðarsýn og framkvæmdaáætlun um heildstæða uppbyggingu samgönguinnviða fyrir alla ferðamáta á svæðinu. Mikilvægi sáttmálans er ótvírætt og þau meginmarkmið sem í honum eru skilgreind það sem standa þarf vörð um. 1.Kolefnishlutlaust samfélag, 2. Greiðari samgöngur og fjölbreyttir ferðamátar, 3. Aukið umferðaröryggi, 4. Samvinna og skilvirkar framkvæmdir. Þetta eru skýr markmið og endurspeglast vel í þeim 120 milljörðum króna sem sáttmálinn hljóðaði upp á sínum tíma og skipt er bróðurlega milli ólíkra ferðamáta. Í ljósi þeirrar víðtæku sáttar sem ríkti um sáttmálann fyrir ekki lengri tíma hefur verið áhugavert að fylgjast með umræðum um sáttmálann af hálfu kjörinna fulltrúa Sjálfstæðisflokksins síðustu daga. Kostnaðurinn við þessar nauðsynlegu úrbætur er nú orðinn of mikill og markmið sáttmálans um breyttar ferðavenjur orðnar íþyngjandi. Markmið sem þó eru bundin í svo til allar stefnumótandi áætlanir og samþykktir sem snúa að vexti og þróun höfuðborgarsvæðisins, s.s. svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins til 2040 eða aðalskipulag Kópavogs til 2040. Sjálfstæðisfólki er tamt að tala um eigin ráðdeild og kostnaðarvit en hættir til að vilja spara eyrinn en kasta krónunni þegar kemur að samfélagslegum fjárfestingum. Margoft hefur verið bent á að hagrænn ábati af uppbyggingu öflugra almenningssamgangna er margfaldur fyrir hverja þá krónu sem fjárfest er í slíkum samfélagslegum innviðum. Hefur meðal annars verið reiknað út að samfélagslegur ávinningur af fyrstu lotu Borgarlínunnar gæti orðið um 26 milljarðar króna á næstu 30 árum.] Það er bara fyrir fyrstu lotuna af fimm. Á sama tíma hefur verið áætlað að íbúar höfuðborgarsvæðisins hafi á síðustu árum varið um 9 milljörðum króna á mánuði í kaup og rekstur eigin ökutækja. Það eru rúmlega 100 milljarðar króna árlega og sú tala hækkar ár frá ári með umfangsmeira gatnakerfi og fleiri bílum. Við núverandi aðstæður er því miklum tíma, fjármunum og orku sóað að óþörfu þar sem margfalt hagstæðara, í krónum talið, væri að fjárfesta í öflugum almenningssamgöngum. Um leið myndu bætt umhverfisgæði, s.s. betri hljóðvist og minni mengun, fylgja í kaupbæti. Öflugar almenningssamgöngur eru því ekki síður mikilvæg fjárfesting í okkar sameiginlegu gæðum. En víkjum aðeins aftur að sjálfum samgöngusáttmálanum og þeim verkefnum sem undir hann falla. Samkvæmt gögnum úr samgöngulíkani sem unnið var í tengslum við undirbúning framkvæmda sáttmálans eru vísbendingar um að þrátt fyrir alla þá innviðauppbyggingu sem áætluð er muni bílaumferðin halda áfram að aukast umfram fjölgun íbúa - bílaumferð muni aukast um 41% á tímabili sáttmálans en íbúum fjölga um 32%. Það er skýr vísbending í þá veru að framkvæmdir sáttmálans muni einar og sér ekki duga til að ná þeim markmiðum sem stefnt er að. Meira þarf til og samhliða áætluðum framkvæmdum þarf að grípa til fjölbreyttra aðgerða sem styðja við að magn umferðarinnar haldist í skefjum. Umferðar- og flýtigjöld á stofnvegi er ein þeirra aðgerða. Er enda margt sem bendir til að þau séu nauðsynleg til að ná fram þeim breytingum í samgöngukerfinu sem samgöngusáttmálanum er ætlað að gera. Innleiðing þessara gjalda eru um leið ætlað að standa á bakvið um 50% af kostnaði sáttmálans. Allt tal um vanefndir í tengslum við tafir á einstaka verkþáttum er því hjákátlegt þegar þessi lykilþáttur sáttmálans hefur ekki enn verið afgreiddur af hálfu Alþingis. Upphlaup síðustu daga ber vott af því að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa algerlega misst sjónar af því hver langtímamarkmiðin eru. Það er knýjandi að gerðar verði þær nauðsynlegu breytingar á samgöngukerfi höfuðborgarsvæðisins sem sáttmálinn segir til um. Og í raun að tekin verði stærri skref. Við viljum ekki meiri bílaumferð og væri samgöngusáttmálinn hið fullkomna verkfæri til að festa í sessi slík markmið. Til að svo verði megum við ekki draga í land á þessum tímapunkti heldur þarf mun frekar að setja enn meiri kraft í að efla allar almenningssamgöngur, fjárfesta í innviðum fyrir virka ferðamáta og bæta umhverfi höfuðborgarsvæðisins. Fyrsta skrefið í þá átt var undirskrift samgöngusáttmálans árið 2019. Hann er sá rammi sem skilgreinir þá heildstæðu og sameiginlegu framtíðarsýn sem verður að liggja fyrir um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu. Stöndum vörð um þann áfanga. Höfundur er arkitekt og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birkir Ingibjartsson Samgöngur Borgarlína Reykjavík Samfylkingin Borgarstjórn Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Þegar samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins var undirritaður haustið 2019 af ríki, borg og sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins ríkti almenn og þverpólitísk sátt um að í sáttmálanum fælist mikilvægur áfangi. Þar væri blásið til sóknar fyrir hönd höfuðborgarsvæðisins og að í fyrsta sinn væri sett fram skýr framtíðarsýn og framkvæmdaáætlun um heildstæða uppbyggingu samgönguinnviða fyrir alla ferðamáta á svæðinu. Mikilvægi sáttmálans er ótvírætt og þau meginmarkmið sem í honum eru skilgreind það sem standa þarf vörð um. 1.Kolefnishlutlaust samfélag, 2. Greiðari samgöngur og fjölbreyttir ferðamátar, 3. Aukið umferðaröryggi, 4. Samvinna og skilvirkar framkvæmdir. Þetta eru skýr markmið og endurspeglast vel í þeim 120 milljörðum króna sem sáttmálinn hljóðaði upp á sínum tíma og skipt er bróðurlega milli ólíkra ferðamáta. Í ljósi þeirrar víðtæku sáttar sem ríkti um sáttmálann fyrir ekki lengri tíma hefur verið áhugavert að fylgjast með umræðum um sáttmálann af hálfu kjörinna fulltrúa Sjálfstæðisflokksins síðustu daga. Kostnaðurinn við þessar nauðsynlegu úrbætur er nú orðinn of mikill og markmið sáttmálans um breyttar ferðavenjur orðnar íþyngjandi. Markmið sem þó eru bundin í svo til allar stefnumótandi áætlanir og samþykktir sem snúa að vexti og þróun höfuðborgarsvæðisins, s.s. svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins til 2040 eða aðalskipulag Kópavogs til 2040. Sjálfstæðisfólki er tamt að tala um eigin ráðdeild og kostnaðarvit en hættir til að vilja spara eyrinn en kasta krónunni þegar kemur að samfélagslegum fjárfestingum. Margoft hefur verið bent á að hagrænn ábati af uppbyggingu öflugra almenningssamgangna er margfaldur fyrir hverja þá krónu sem fjárfest er í slíkum samfélagslegum innviðum. Hefur meðal annars verið reiknað út að samfélagslegur ávinningur af fyrstu lotu Borgarlínunnar gæti orðið um 26 milljarðar króna á næstu 30 árum.] Það er bara fyrir fyrstu lotuna af fimm. Á sama tíma hefur verið áætlað að íbúar höfuðborgarsvæðisins hafi á síðustu árum varið um 9 milljörðum króna á mánuði í kaup og rekstur eigin ökutækja. Það eru rúmlega 100 milljarðar króna árlega og sú tala hækkar ár frá ári með umfangsmeira gatnakerfi og fleiri bílum. Við núverandi aðstæður er því miklum tíma, fjármunum og orku sóað að óþörfu þar sem margfalt hagstæðara, í krónum talið, væri að fjárfesta í öflugum almenningssamgöngum. Um leið myndu bætt umhverfisgæði, s.s. betri hljóðvist og minni mengun, fylgja í kaupbæti. Öflugar almenningssamgöngur eru því ekki síður mikilvæg fjárfesting í okkar sameiginlegu gæðum. En víkjum aðeins aftur að sjálfum samgöngusáttmálanum og þeim verkefnum sem undir hann falla. Samkvæmt gögnum úr samgöngulíkani sem unnið var í tengslum við undirbúning framkvæmda sáttmálans eru vísbendingar um að þrátt fyrir alla þá innviðauppbyggingu sem áætluð er muni bílaumferðin halda áfram að aukast umfram fjölgun íbúa - bílaumferð muni aukast um 41% á tímabili sáttmálans en íbúum fjölga um 32%. Það er skýr vísbending í þá veru að framkvæmdir sáttmálans muni einar og sér ekki duga til að ná þeim markmiðum sem stefnt er að. Meira þarf til og samhliða áætluðum framkvæmdum þarf að grípa til fjölbreyttra aðgerða sem styðja við að magn umferðarinnar haldist í skefjum. Umferðar- og flýtigjöld á stofnvegi er ein þeirra aðgerða. Er enda margt sem bendir til að þau séu nauðsynleg til að ná fram þeim breytingum í samgöngukerfinu sem samgöngusáttmálanum er ætlað að gera. Innleiðing þessara gjalda eru um leið ætlað að standa á bakvið um 50% af kostnaði sáttmálans. Allt tal um vanefndir í tengslum við tafir á einstaka verkþáttum er því hjákátlegt þegar þessi lykilþáttur sáttmálans hefur ekki enn verið afgreiddur af hálfu Alþingis. Upphlaup síðustu daga ber vott af því að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa algerlega misst sjónar af því hver langtímamarkmiðin eru. Það er knýjandi að gerðar verði þær nauðsynlegu breytingar á samgöngukerfi höfuðborgarsvæðisins sem sáttmálinn segir til um. Og í raun að tekin verði stærri skref. Við viljum ekki meiri bílaumferð og væri samgöngusáttmálinn hið fullkomna verkfæri til að festa í sessi slík markmið. Til að svo verði megum við ekki draga í land á þessum tímapunkti heldur þarf mun frekar að setja enn meiri kraft í að efla allar almenningssamgöngur, fjárfesta í innviðum fyrir virka ferðamáta og bæta umhverfi höfuðborgarsvæðisins. Fyrsta skrefið í þá átt var undirskrift samgöngusáttmálans árið 2019. Hann er sá rammi sem skilgreinir þá heildstæðu og sameiginlegu framtíðarsýn sem verður að liggja fyrir um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu. Stöndum vörð um þann áfanga. Höfundur er arkitekt og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun