„Sama hvar þú ert í þjóðfélaginu þarftu spark í rassgatið öðru hverju“ Valur Páll Eiríksson skrifar 25. febrúar 2023 10:01 Arnar Gunnlaugsson Vísir/Sigurjón Víkingar þurftu spark í rassgatið eftir misgóða frammistöðu á Reykjavíkurmótinu í vetur segir þjálfari liðsins, Arnar Gunnlaugsson. Liðið hefur tekið við sér síðan og vann Fram í fyrrakvöld þrátt fyrir að þjálfarinn hafi verið uppi í stúku. Víkingur vann Fram nokkuð örugglega 3-0 í Úlfarsárdal í fyrrakvöld og eru með fullt hús stiga eftir þrjá leiki í C-riðli Lengjubikarsins - eftir að hafa einnig unnið Njarðvík og Stjörnuna. Arnar var hins vegar í banni í gær eftir að hafa fengið rautt spjald í sigrinum á Stjörnunni á fimmtudaginn í síðustu viku. „Ég missti mig aðeins í leik á móti Stjörnunni í síðustu umferð og þurfti að bíta í það súra epli að vera í stúkunni. Vonandi er ég búinn að taka út kvótann fyrir sumarið,“ segir Arnar. En vex maður aldrei upp úr því að láta menn heyra það? „Nei.“ segir Arnar og hló við. „Mantran mín fyrir hvern einasta leik er að vera bara rólegur og segja ekki neitt en svo byrjar leikurinn og þá bara taparu þér.“ Klippa: Hjálpar okkur til að monta okkur aðeins meira Fljótt í skrúfuna ef maður fær sér steik og rautt í hvert mál Víkingur tapaði fyrir Fram, 4-1, í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins áður en liðið hóf keppni í Lengjubikarnum. Arnar kvaðst þá í viðtali við Fótbolti.net hafa miklar áhyggjur af stöðu mála og að sínir menn hefðu verið til skammar. „Ég held að sama hvaða stigi þú ert á í þjóðfélaginu þarftu smá spark í rassgatið öðru hverju. Það er líka eðlilegt, það er mannlegt eðli að gera aðeins vel við þig í mat og drykk ef við notum smá myndlíkingu,“ „En ef þú færð rauðvín og steik í hverja máltíð í tvo mánuði þá er allt fljótt að fara í skrúfuna,“ „Það vantaði þessi fimm prósent sem þarf til að vinna leiki og titla. Því tók ég þessa ákvörðun og menn eru búnir að svara því virkilega vel,“ segir Arnar. Lech Poznan í 16-liða úrslit á meðan Víkingar sinna undirbúningi Víkingur féll grátlega úr keppni fyrir Lech Poznan í forkeppni Sambandsdeildarinnar í sumar. Pólska liðið komst hins vegar í 16-liða úrslit keppninnar í gær með sigri á Bodö/Glimt. „Okkur tókst það sem að Bodö/Glimt tókst ekki: að vinna þá á heimavelli. Svo eftir leikinn í gær fengum við þær fregnir að þeir væru komnir áfram sem sýnir bara hvað það er rosalega stutt á milli í þessum fótboltaheimi,“ „Ég hélt með þeim í gær og það hjálpar okkur að monta okkur aðeins meira, hvað þessi árangur okkar síðasta sumar var gríðarlega sterkur. Jafnframt sýnir það hvað menn þurfa í viðbót til að taka þetta einu skrefi lengra,“ segir Arnar. Á meðan Lech hefur farið langt í Evrópu vaða Víkingar eld og brennistein hér heima. „Þetta er búið að vera mjög skrýtið undirbúningstímabil. Mikið um veikindi, veðurfar ömurlegt, Júlli er farinn og menn ekki alveg að ná takti. En þegar allir eru heilir erum við með mjög flottan hóp,“ segir Arnar. Fleira kemur fram í viðtalinu við Arnar þar sem hann ræðir Evrópumarkmið næsta árs á meðal annars. Það má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Víkingur vann Fram nokkuð örugglega 3-0 í Úlfarsárdal í fyrrakvöld og eru með fullt hús stiga eftir þrjá leiki í C-riðli Lengjubikarsins - eftir að hafa einnig unnið Njarðvík og Stjörnuna. Arnar var hins vegar í banni í gær eftir að hafa fengið rautt spjald í sigrinum á Stjörnunni á fimmtudaginn í síðustu viku. „Ég missti mig aðeins í leik á móti Stjörnunni í síðustu umferð og þurfti að bíta í það súra epli að vera í stúkunni. Vonandi er ég búinn að taka út kvótann fyrir sumarið,“ segir Arnar. En vex maður aldrei upp úr því að láta menn heyra það? „Nei.“ segir Arnar og hló við. „Mantran mín fyrir hvern einasta leik er að vera bara rólegur og segja ekki neitt en svo byrjar leikurinn og þá bara taparu þér.“ Klippa: Hjálpar okkur til að monta okkur aðeins meira Fljótt í skrúfuna ef maður fær sér steik og rautt í hvert mál Víkingur tapaði fyrir Fram, 4-1, í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins áður en liðið hóf keppni í Lengjubikarnum. Arnar kvaðst þá í viðtali við Fótbolti.net hafa miklar áhyggjur af stöðu mála og að sínir menn hefðu verið til skammar. „Ég held að sama hvaða stigi þú ert á í þjóðfélaginu þarftu smá spark í rassgatið öðru hverju. Það er líka eðlilegt, það er mannlegt eðli að gera aðeins vel við þig í mat og drykk ef við notum smá myndlíkingu,“ „En ef þú færð rauðvín og steik í hverja máltíð í tvo mánuði þá er allt fljótt að fara í skrúfuna,“ „Það vantaði þessi fimm prósent sem þarf til að vinna leiki og titla. Því tók ég þessa ákvörðun og menn eru búnir að svara því virkilega vel,“ segir Arnar. Lech Poznan í 16-liða úrslit á meðan Víkingar sinna undirbúningi Víkingur féll grátlega úr keppni fyrir Lech Poznan í forkeppni Sambandsdeildarinnar í sumar. Pólska liðið komst hins vegar í 16-liða úrslit keppninnar í gær með sigri á Bodö/Glimt. „Okkur tókst það sem að Bodö/Glimt tókst ekki: að vinna þá á heimavelli. Svo eftir leikinn í gær fengum við þær fregnir að þeir væru komnir áfram sem sýnir bara hvað það er rosalega stutt á milli í þessum fótboltaheimi,“ „Ég hélt með þeim í gær og það hjálpar okkur að monta okkur aðeins meira, hvað þessi árangur okkar síðasta sumar var gríðarlega sterkur. Jafnframt sýnir það hvað menn þurfa í viðbót til að taka þetta einu skrefi lengra,“ segir Arnar. Á meðan Lech hefur farið langt í Evrópu vaða Víkingar eld og brennistein hér heima. „Þetta er búið að vera mjög skrýtið undirbúningstímabil. Mikið um veikindi, veðurfar ömurlegt, Júlli er farinn og menn ekki alveg að ná takti. En þegar allir eru heilir erum við með mjög flottan hóp,“ segir Arnar. Fleira kemur fram í viðtalinu við Arnar þar sem hann ræðir Evrópumarkmið næsta árs á meðal annars. Það má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann