„Sama hvar þú ert í þjóðfélaginu þarftu spark í rassgatið öðru hverju“ Valur Páll Eiríksson skrifar 25. febrúar 2023 10:01 Arnar Gunnlaugsson Vísir/Sigurjón Víkingar þurftu spark í rassgatið eftir misgóða frammistöðu á Reykjavíkurmótinu í vetur segir þjálfari liðsins, Arnar Gunnlaugsson. Liðið hefur tekið við sér síðan og vann Fram í fyrrakvöld þrátt fyrir að þjálfarinn hafi verið uppi í stúku. Víkingur vann Fram nokkuð örugglega 3-0 í Úlfarsárdal í fyrrakvöld og eru með fullt hús stiga eftir þrjá leiki í C-riðli Lengjubikarsins - eftir að hafa einnig unnið Njarðvík og Stjörnuna. Arnar var hins vegar í banni í gær eftir að hafa fengið rautt spjald í sigrinum á Stjörnunni á fimmtudaginn í síðustu viku. „Ég missti mig aðeins í leik á móti Stjörnunni í síðustu umferð og þurfti að bíta í það súra epli að vera í stúkunni. Vonandi er ég búinn að taka út kvótann fyrir sumarið,“ segir Arnar. En vex maður aldrei upp úr því að láta menn heyra það? „Nei.“ segir Arnar og hló við. „Mantran mín fyrir hvern einasta leik er að vera bara rólegur og segja ekki neitt en svo byrjar leikurinn og þá bara taparu þér.“ Klippa: Hjálpar okkur til að monta okkur aðeins meira Fljótt í skrúfuna ef maður fær sér steik og rautt í hvert mál Víkingur tapaði fyrir Fram, 4-1, í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins áður en liðið hóf keppni í Lengjubikarnum. Arnar kvaðst þá í viðtali við Fótbolti.net hafa miklar áhyggjur af stöðu mála og að sínir menn hefðu verið til skammar. „Ég held að sama hvaða stigi þú ert á í þjóðfélaginu þarftu smá spark í rassgatið öðru hverju. Það er líka eðlilegt, það er mannlegt eðli að gera aðeins vel við þig í mat og drykk ef við notum smá myndlíkingu,“ „En ef þú færð rauðvín og steik í hverja máltíð í tvo mánuði þá er allt fljótt að fara í skrúfuna,“ „Það vantaði þessi fimm prósent sem þarf til að vinna leiki og titla. Því tók ég þessa ákvörðun og menn eru búnir að svara því virkilega vel,“ segir Arnar. Lech Poznan í 16-liða úrslit á meðan Víkingar sinna undirbúningi Víkingur féll grátlega úr keppni fyrir Lech Poznan í forkeppni Sambandsdeildarinnar í sumar. Pólska liðið komst hins vegar í 16-liða úrslit keppninnar í gær með sigri á Bodö/Glimt. „Okkur tókst það sem að Bodö/Glimt tókst ekki: að vinna þá á heimavelli. Svo eftir leikinn í gær fengum við þær fregnir að þeir væru komnir áfram sem sýnir bara hvað það er rosalega stutt á milli í þessum fótboltaheimi,“ „Ég hélt með þeim í gær og það hjálpar okkur að monta okkur aðeins meira, hvað þessi árangur okkar síðasta sumar var gríðarlega sterkur. Jafnframt sýnir það hvað menn þurfa í viðbót til að taka þetta einu skrefi lengra,“ segir Arnar. Á meðan Lech hefur farið langt í Evrópu vaða Víkingar eld og brennistein hér heima. „Þetta er búið að vera mjög skrýtið undirbúningstímabil. Mikið um veikindi, veðurfar ömurlegt, Júlli er farinn og menn ekki alveg að ná takti. En þegar allir eru heilir erum við með mjög flottan hóp,“ segir Arnar. Fleira kemur fram í viðtalinu við Arnar þar sem hann ræðir Evrópumarkmið næsta árs á meðal annars. Það má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti Uppgjör: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Körfubolti „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Íslenski boltinn Uppgjör, myndir og viðtöl: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Körfubolti Uppgjörið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram Handbolti Willum býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Sveindís Jane kom inn af bekknum þegar einvígið var svo gott sem búið Fótbolti Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af Körfubolti Hjörvar valdi uppáhalds seríurnar sínar Körfubolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Sjá meira
Víkingur vann Fram nokkuð örugglega 3-0 í Úlfarsárdal í fyrrakvöld og eru með fullt hús stiga eftir þrjá leiki í C-riðli Lengjubikarsins - eftir að hafa einnig unnið Njarðvík og Stjörnuna. Arnar var hins vegar í banni í gær eftir að hafa fengið rautt spjald í sigrinum á Stjörnunni á fimmtudaginn í síðustu viku. „Ég missti mig aðeins í leik á móti Stjörnunni í síðustu umferð og þurfti að bíta í það súra epli að vera í stúkunni. Vonandi er ég búinn að taka út kvótann fyrir sumarið,“ segir Arnar. En vex maður aldrei upp úr því að láta menn heyra það? „Nei.“ segir Arnar og hló við. „Mantran mín fyrir hvern einasta leik er að vera bara rólegur og segja ekki neitt en svo byrjar leikurinn og þá bara taparu þér.“ Klippa: Hjálpar okkur til að monta okkur aðeins meira Fljótt í skrúfuna ef maður fær sér steik og rautt í hvert mál Víkingur tapaði fyrir Fram, 4-1, í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins áður en liðið hóf keppni í Lengjubikarnum. Arnar kvaðst þá í viðtali við Fótbolti.net hafa miklar áhyggjur af stöðu mála og að sínir menn hefðu verið til skammar. „Ég held að sama hvaða stigi þú ert á í þjóðfélaginu þarftu smá spark í rassgatið öðru hverju. Það er líka eðlilegt, það er mannlegt eðli að gera aðeins vel við þig í mat og drykk ef við notum smá myndlíkingu,“ „En ef þú færð rauðvín og steik í hverja máltíð í tvo mánuði þá er allt fljótt að fara í skrúfuna,“ „Það vantaði þessi fimm prósent sem þarf til að vinna leiki og titla. Því tók ég þessa ákvörðun og menn eru búnir að svara því virkilega vel,“ segir Arnar. Lech Poznan í 16-liða úrslit á meðan Víkingar sinna undirbúningi Víkingur féll grátlega úr keppni fyrir Lech Poznan í forkeppni Sambandsdeildarinnar í sumar. Pólska liðið komst hins vegar í 16-liða úrslit keppninnar í gær með sigri á Bodö/Glimt. „Okkur tókst það sem að Bodö/Glimt tókst ekki: að vinna þá á heimavelli. Svo eftir leikinn í gær fengum við þær fregnir að þeir væru komnir áfram sem sýnir bara hvað það er rosalega stutt á milli í þessum fótboltaheimi,“ „Ég hélt með þeim í gær og það hjálpar okkur að monta okkur aðeins meira, hvað þessi árangur okkar síðasta sumar var gríðarlega sterkur. Jafnframt sýnir það hvað menn þurfa í viðbót til að taka þetta einu skrefi lengra,“ segir Arnar. Á meðan Lech hefur farið langt í Evrópu vaða Víkingar eld og brennistein hér heima. „Þetta er búið að vera mjög skrýtið undirbúningstímabil. Mikið um veikindi, veðurfar ömurlegt, Júlli er farinn og menn ekki alveg að ná takti. En þegar allir eru heilir erum við með mjög flottan hóp,“ segir Arnar. Fleira kemur fram í viðtalinu við Arnar þar sem hann ræðir Evrópumarkmið næsta árs á meðal annars. Það má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti Uppgjör: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Körfubolti „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Íslenski boltinn Uppgjör, myndir og viðtöl: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Körfubolti Uppgjörið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram Handbolti Willum býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Sveindís Jane kom inn af bekknum þegar einvígið var svo gott sem búið Fótbolti Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af Körfubolti Hjörvar valdi uppáhalds seríurnar sínar Körfubolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Sjá meira
Uppgjör, myndir og viðtöl: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Körfubolti
Uppgjör, myndir og viðtöl: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Körfubolti