Brúnni lokað og bræður læstir inni Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 24. febrúar 2023 19:10 Stöpullinn fór undan brúnni í vatnavöxtum fyrr í febrúar en skaðinn kom ekki í ljós fyrr en í dag. Nú er umferð um brúna talin hættuleg. Eggert Norðdahl Íbúar á Hólmi við Suðurlandsveg komast hvorki lönd né strönd nema á „35 tommu breyttum jeppum“ eftir að brúnni yfir Hólmsá hjá Geithálsi var lokað í dag. Íbúi kveðst hafa gert yfirvöldum viðvart og hefur áhyggjur af matarbirgðum og sjúkraflutningi. Eggert Norðdahl, sem býr á Hólmi ásamt bróður sínum, segir í samtali við fréttastofu að gert hafi verið við brúna fyrir rúmum tveimur árum síðan. Viðgerðin hafi ekki verið betri en svo að stöpull hafi losnað undan, vegna vatnselgs fyrr í febrúar. Hólmsá breiddi úr sér yfir vegslóða austan Rauðhóla fyrr í febrúarmánuði.Vísir/Egill „Það var enginn frágangur úr stöplinum niður í jörðina þannig að einn lítill jaki núna þegar áin ruddi sig 13. til 14. febrúar, þá virðist hafa lent jaki á einum stöplinum. Ég sé það bara á ummerkjunum á því hvernig festingarnar við brúarbitanna eru. Frágangurinn á þessu er bara þannig að stöpullinn er bara laus, um leið og hann fær á sig einn jaka þá er hann bara farinn.“ Hann segir að fyrri viðgerð, árið 2020, hafi tekið marga mánuði. Þá hafi verið hægt að nota gamlan veg við Suðurlandsveg, svokallaða Vetrarbraut, sem er óuppbyggður vegur lagður á öðrum áratug tuttugustu aldar. Eggert segist hafa miklar áhyggjur af birgðaflutningum og aðkomu sjúkrabíla.STÖÐ 2/ARNAR „Akkúrat á þessum tíma árs þá er hann bara ófær vegna drullu. Í dag hafa fjórhjóladrifnir bílar verið að keyra hann með þeim skilaboðum að þetta sé ófært vegna smábíla. Ég er búinn að tilkynna þetta og ef það kemur eitthvað upp þá þyrfti bara að kalla á björgunarsveitir á breyttum jeppum,“ segir Eggert. Eggert segir að starfsmaður á vegum þjónustumiðstöðvarinnar Jafnasels hafi lokað brúnni fyrr í dag. Enginn íbúa hafi verið látinn vita. „Vetrarvegurinn er fær fyrir 35 tommu breytta jeppa, en ég er bara á lítilli Toyota 1997 módel sem er ekkert í standi til að fara í einhverja drullu. Ég fór í búðina áður en þeir lokuðu brúnni. Ég kemst ekki neitt, ekki einu sinni út að skemmta mér eða neitt,“ segir Eggert Norðdahl. Fjallað var um flóð á vatnasviði Elliðaánna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í febrúar. Veður Reykjavík Samgöngur Vegagerð Tengdar fréttir Ár flæða yfir bakka sína á vatnasviði Elliðaánna Miklir vatnavextir hafa verið í dag á öllu vestanverðu landinu og ár víða flætt yfir bakka sína. Á Vestfjörðum lokaðist aðalgatan á Tálknafirði, í Borgarfirði eru vegir víða umflotnir og í Reykjavík eru flóð á vatnasviði Elliðaánna. 13. febrúar 2023 22:11 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Eggert Norðdahl, sem býr á Hólmi ásamt bróður sínum, segir í samtali við fréttastofu að gert hafi verið við brúna fyrir rúmum tveimur árum síðan. Viðgerðin hafi ekki verið betri en svo að stöpull hafi losnað undan, vegna vatnselgs fyrr í febrúar. Hólmsá breiddi úr sér yfir vegslóða austan Rauðhóla fyrr í febrúarmánuði.Vísir/Egill „Það var enginn frágangur úr stöplinum niður í jörðina þannig að einn lítill jaki núna þegar áin ruddi sig 13. til 14. febrúar, þá virðist hafa lent jaki á einum stöplinum. Ég sé það bara á ummerkjunum á því hvernig festingarnar við brúarbitanna eru. Frágangurinn á þessu er bara þannig að stöpullinn er bara laus, um leið og hann fær á sig einn jaka þá er hann bara farinn.“ Hann segir að fyrri viðgerð, árið 2020, hafi tekið marga mánuði. Þá hafi verið hægt að nota gamlan veg við Suðurlandsveg, svokallaða Vetrarbraut, sem er óuppbyggður vegur lagður á öðrum áratug tuttugustu aldar. Eggert segist hafa miklar áhyggjur af birgðaflutningum og aðkomu sjúkrabíla.STÖÐ 2/ARNAR „Akkúrat á þessum tíma árs þá er hann bara ófær vegna drullu. Í dag hafa fjórhjóladrifnir bílar verið að keyra hann með þeim skilaboðum að þetta sé ófært vegna smábíla. Ég er búinn að tilkynna þetta og ef það kemur eitthvað upp þá þyrfti bara að kalla á björgunarsveitir á breyttum jeppum,“ segir Eggert. Eggert segir að starfsmaður á vegum þjónustumiðstöðvarinnar Jafnasels hafi lokað brúnni fyrr í dag. Enginn íbúa hafi verið látinn vita. „Vetrarvegurinn er fær fyrir 35 tommu breytta jeppa, en ég er bara á lítilli Toyota 1997 módel sem er ekkert í standi til að fara í einhverja drullu. Ég fór í búðina áður en þeir lokuðu brúnni. Ég kemst ekki neitt, ekki einu sinni út að skemmta mér eða neitt,“ segir Eggert Norðdahl. Fjallað var um flóð á vatnasviði Elliðaánna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í febrúar.
Veður Reykjavík Samgöngur Vegagerð Tengdar fréttir Ár flæða yfir bakka sína á vatnasviði Elliðaánna Miklir vatnavextir hafa verið í dag á öllu vestanverðu landinu og ár víða flætt yfir bakka sína. Á Vestfjörðum lokaðist aðalgatan á Tálknafirði, í Borgarfirði eru vegir víða umflotnir og í Reykjavík eru flóð á vatnasviði Elliðaánna. 13. febrúar 2023 22:11 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Ár flæða yfir bakka sína á vatnasviði Elliðaánna Miklir vatnavextir hafa verið í dag á öllu vestanverðu landinu og ár víða flætt yfir bakka sína. Á Vestfjörðum lokaðist aðalgatan á Tálknafirði, í Borgarfirði eru vegir víða umflotnir og í Reykjavík eru flóð á vatnasviði Elliðaánna. 13. febrúar 2023 22:11