170 ný störf verða til hjá Landeldi í Þorlákshöfn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. febrúar 2023 13:04 Um risa laexeldi á landi er að ræða hjá Landeldi í Þorlákshöfn en kostnaður við að koma stöðinni upp er um 70 milljarðar króna. Aðsend Framkvæmdir við að koma upp stærsta landeldi landsins á koppinn standa nú yfir í Þorlákshöfn en þar á að ala 40 þúsund tonn af laxi árlega þar sem allur fiskeldisúrgangur stöðvarinnar verður nýttur í öflugan áburð. Um 170 ný störf munu skapast á svæðinu. Landeldi ehf., er íslenskt fyrirtæki sem einbeitir sér að laxeldi sem fer að öllu leyti fram á landi. Félagið var stofnað árið 2017 en að því standa frumkvöðlar með reynslu og áhuga á fiskeldi, byggingariðnaði, jarðhitavinnslu, viðskiptum og fjármálum. Rúnar Þór Þórarinsson er yfirmaður sjálfbærni- og þróunarsviðs hjá Landeldi og veit allra manna best um starfsemina í Þorlákshöfn „Megin framkvæmdin eru þarna einhver 150 til 160 ker, sem er framkvæmd fyrir einhverja 70 milljarða á næstu 10 árum. Þetta er mjög stórt verkefni. Við erum komnir vel í gang. Við höfum verið með seiði í Öxnalæk í Ölfusi, þar endurnýjuðum við alveg stöð, sem við keyptum um leið og umhverfismatið var í höfn. Við erum komin með lax í sjóker niður í Þorlákshöfn, stór ker, 15 og 20 metra og erum að reisa 25 og 30 metra ker á þessu ári,“ segir Rúnar Þór. Rúnar segir Þorlákshöfn frábæran stað undir landeldi. „Þarna eru einstaka aðstæður því þar erum við með sjó, sem Ísland síar fyrir okkur. Þarna eru mjög gegndræg jarðlög, sandur og grjót til skiptis, sem rann þarna í eldgosum fyrir sjö til tuttugu þúsund árum. Og þessi sjór hreinsar bæði sníkjudýr, plastagnir og annað, sem getur skaðað fiskinn.“ Og landeldið mun skapa mörg ný störf í Þorlákshöfn. „Já, við erum að tala um 170 til 200 bein störf og miklu meira á framkvæmdatímanum. Ein og ég segi, þetta er dýr framkvæmd upp á 70 milljarða en það eru mjög góðar horfur á afurðaverði í heiminum því eftirspurn eftir laxi er mikil og verðið hátt,” segir Rúnar Þór. Rúnar Þór Þórarinsson, sem er yfirmaður sjálfbærni- og þróunarsviðs hjá Landeldi ehf., sem er að byggja risa, risa laxeldisstöð í Þorlákshöfn þar sem mun 170 ný störf verða til.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það vekur athygli að allur úrgangur úr löxunum verður notaður, sem áburður. „Já, visthæfing landeldis er búin að vera okkar hjartans mál. Þetta er í DNA okkar, sem fyrirtækis. Við ætlum að safna fiskimykjunni og vinna með öðrum fiskeldum að nýta hana til góðs á landi og styðja þannig við landbúnað með áburðarframleiðslu, lífkolaframleiðslu og moltuframleiðslu með hvaða ráðum sem þarf,” segir Rúnar Þór. Ölfus Fiskeldi Landeldi Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Sjá meira
Landeldi ehf., er íslenskt fyrirtæki sem einbeitir sér að laxeldi sem fer að öllu leyti fram á landi. Félagið var stofnað árið 2017 en að því standa frumkvöðlar með reynslu og áhuga á fiskeldi, byggingariðnaði, jarðhitavinnslu, viðskiptum og fjármálum. Rúnar Þór Þórarinsson er yfirmaður sjálfbærni- og þróunarsviðs hjá Landeldi og veit allra manna best um starfsemina í Þorlákshöfn „Megin framkvæmdin eru þarna einhver 150 til 160 ker, sem er framkvæmd fyrir einhverja 70 milljarða á næstu 10 árum. Þetta er mjög stórt verkefni. Við erum komnir vel í gang. Við höfum verið með seiði í Öxnalæk í Ölfusi, þar endurnýjuðum við alveg stöð, sem við keyptum um leið og umhverfismatið var í höfn. Við erum komin með lax í sjóker niður í Þorlákshöfn, stór ker, 15 og 20 metra og erum að reisa 25 og 30 metra ker á þessu ári,“ segir Rúnar Þór. Rúnar segir Þorlákshöfn frábæran stað undir landeldi. „Þarna eru einstaka aðstæður því þar erum við með sjó, sem Ísland síar fyrir okkur. Þarna eru mjög gegndræg jarðlög, sandur og grjót til skiptis, sem rann þarna í eldgosum fyrir sjö til tuttugu þúsund árum. Og þessi sjór hreinsar bæði sníkjudýr, plastagnir og annað, sem getur skaðað fiskinn.“ Og landeldið mun skapa mörg ný störf í Þorlákshöfn. „Já, við erum að tala um 170 til 200 bein störf og miklu meira á framkvæmdatímanum. Ein og ég segi, þetta er dýr framkvæmd upp á 70 milljarða en það eru mjög góðar horfur á afurðaverði í heiminum því eftirspurn eftir laxi er mikil og verðið hátt,” segir Rúnar Þór. Rúnar Þór Þórarinsson, sem er yfirmaður sjálfbærni- og þróunarsviðs hjá Landeldi ehf., sem er að byggja risa, risa laxeldisstöð í Þorlákshöfn þar sem mun 170 ný störf verða til.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það vekur athygli að allur úrgangur úr löxunum verður notaður, sem áburður. „Já, visthæfing landeldis er búin að vera okkar hjartans mál. Þetta er í DNA okkar, sem fyrirtækis. Við ætlum að safna fiskimykjunni og vinna með öðrum fiskeldum að nýta hana til góðs á landi og styðja þannig við landbúnað með áburðarframleiðslu, lífkolaframleiðslu og moltuframleiðslu með hvaða ráðum sem þarf,” segir Rúnar Þór.
Ölfus Fiskeldi Landeldi Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Sjá meira