Þúsundir meintra glæpamanna flutt í risafangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 25. febrúar 2023 14:09 Hluti fangahópsins sem var fluttur í nýja risafangelsið. Fleiri en 64.000 manns hafa verið handteknir í stríði forseta landsins gegn glæpum. Vísir/Getty Yfirvöld í Mið-Ameríkuríkinu El Salvador byrjuðu að flytja þúsundir grunaðra glæpamanna í risavaxið fangelsi sem á að hýsa allt að fjörutíu þúsund fanga. Aðgerðin er liður í harðlínustefnu Nayibs Bukele forseta gegn glæpagengjum. Öryggissveitir hafa smalað saman tugum þúsunda grunaðra félaga í glæpagengjum eftir að Bukele lýsti yfir neyðarástandi vegna morð- og ofbeldisöldu í landinu í mars í fyrra. Neyðarástandsyfirlýsingin hefur verið endurnýjuð ítrekað síðan, síðast í síðustu viku. Mannréttindasamtök hafa gangrýnt neyðarástandið og aðfarir lögreglu. Það fellir viss stjórnarskrárbundin réttindi úr gildi sem hefur gert lögreglu kleift að handataka menn án handtökuskipunar. Yfirvöld geta fylgst með fjarskiptum grunaðra manna og fangar eiga ekki rétt á að ræða við lögmann, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Gagnrýnendur segja að saklaust fólk hafi verið handtekið og að tugir manna hafi látist í haldi lögreglu. Aðgerðirnar eru þrátt fyrir það almennt vinsælar á meðal almennings. Bukele birti myndir af fyrstu föngunum sem voru sendir í nýtt risafangelsi í Tecoluca. Á þeim sjást þeir hlekkjaðir og aðeins klæddir í síðar hvítar stuttbuxur. Þeir eru allir krúnurakaðir og húðflúraðir í bak og fyrir. Hoy en la madrugada, en un solo operativo, trasladamos a los primeros 2,000 pandilleros al Centro de Confinamiento del Terrorismo (CECOT).Esta será su nueva casa, donde vivirán por décadas, mezclados, sin poder hacerle más daño a la población.Seguimos #GuerraContraPandillas pic.twitter.com/9VvsUBvoHC— Nayib Bukele (@nayibbukele) February 24, 2023 Forsetinn segir að tvö þúsund fangar hafi verið fluttir í fangelsið fyrir dögun. Fangelsið sé það stærsta í Ameríkunum. „Þetta verður nýja húsið þeirra, þar sem þeir búa um áratugaskeið, blandaðir saman og geta ekki valdið almenningi frekara tjóni,“ tísti Bukele í gærmorgun. Fangelsið er kallað Miðstöð til að loka á hryðjuverk. Það stendur saman af átta byggingum. Hver þeirra er með þrjátíu og tvo klefa sem eru hundrað fermetrar að flatarmáli. Hver klefi á að hýsa fleiri en hundrað fanga. Aðeins eru tveir vaskar og tvö klósett í hverjum klefa, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fréttin hefur verið uppfærð. El Salvador Tengdar fréttir Sendir inn 10.000 hermenn til að svæla út glæpagengi Forseti El Salvadors sendi um 10.000 her- og lögreglumenn til þess að umkringja úthverfi höfuðborgarinnar San Salvador og handtaka félaga í glæpagengjum. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt herför forsetans gegn gengjum landsins. 4. desember 2022 08:44 Fordæma meðferð á föngum í El Salvador Mannréttindasamtök fordæma Nayib Bukele, forseta El Salvador, vegna mynda sem hann birti af hundruðum fanga sem höfðu verið strípaðir niður á nærbuxurnar og látnir sitja þétt upp við hver annan. Bukele sagði meðferðina hluta af refsingu fanganna fyrir morðöldu um helgina. 28. apríl 2020 11:21 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Öryggissveitir hafa smalað saman tugum þúsunda grunaðra félaga í glæpagengjum eftir að Bukele lýsti yfir neyðarástandi vegna morð- og ofbeldisöldu í landinu í mars í fyrra. Neyðarástandsyfirlýsingin hefur verið endurnýjuð ítrekað síðan, síðast í síðustu viku. Mannréttindasamtök hafa gangrýnt neyðarástandið og aðfarir lögreglu. Það fellir viss stjórnarskrárbundin réttindi úr gildi sem hefur gert lögreglu kleift að handataka menn án handtökuskipunar. Yfirvöld geta fylgst með fjarskiptum grunaðra manna og fangar eiga ekki rétt á að ræða við lögmann, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Gagnrýnendur segja að saklaust fólk hafi verið handtekið og að tugir manna hafi látist í haldi lögreglu. Aðgerðirnar eru þrátt fyrir það almennt vinsælar á meðal almennings. Bukele birti myndir af fyrstu föngunum sem voru sendir í nýtt risafangelsi í Tecoluca. Á þeim sjást þeir hlekkjaðir og aðeins klæddir í síðar hvítar stuttbuxur. Þeir eru allir krúnurakaðir og húðflúraðir í bak og fyrir. Hoy en la madrugada, en un solo operativo, trasladamos a los primeros 2,000 pandilleros al Centro de Confinamiento del Terrorismo (CECOT).Esta será su nueva casa, donde vivirán por décadas, mezclados, sin poder hacerle más daño a la población.Seguimos #GuerraContraPandillas pic.twitter.com/9VvsUBvoHC— Nayib Bukele (@nayibbukele) February 24, 2023 Forsetinn segir að tvö þúsund fangar hafi verið fluttir í fangelsið fyrir dögun. Fangelsið sé það stærsta í Ameríkunum. „Þetta verður nýja húsið þeirra, þar sem þeir búa um áratugaskeið, blandaðir saman og geta ekki valdið almenningi frekara tjóni,“ tísti Bukele í gærmorgun. Fangelsið er kallað Miðstöð til að loka á hryðjuverk. Það stendur saman af átta byggingum. Hver þeirra er með þrjátíu og tvo klefa sem eru hundrað fermetrar að flatarmáli. Hver klefi á að hýsa fleiri en hundrað fanga. Aðeins eru tveir vaskar og tvö klósett í hverjum klefa, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fréttin hefur verið uppfærð.
El Salvador Tengdar fréttir Sendir inn 10.000 hermenn til að svæla út glæpagengi Forseti El Salvadors sendi um 10.000 her- og lögreglumenn til þess að umkringja úthverfi höfuðborgarinnar San Salvador og handtaka félaga í glæpagengjum. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt herför forsetans gegn gengjum landsins. 4. desember 2022 08:44 Fordæma meðferð á föngum í El Salvador Mannréttindasamtök fordæma Nayib Bukele, forseta El Salvador, vegna mynda sem hann birti af hundruðum fanga sem höfðu verið strípaðir niður á nærbuxurnar og látnir sitja þétt upp við hver annan. Bukele sagði meðferðina hluta af refsingu fanganna fyrir morðöldu um helgina. 28. apríl 2020 11:21 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Sendir inn 10.000 hermenn til að svæla út glæpagengi Forseti El Salvadors sendi um 10.000 her- og lögreglumenn til þess að umkringja úthverfi höfuðborgarinnar San Salvador og handtaka félaga í glæpagengjum. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt herför forsetans gegn gengjum landsins. 4. desember 2022 08:44
Fordæma meðferð á föngum í El Salvador Mannréttindasamtök fordæma Nayib Bukele, forseta El Salvador, vegna mynda sem hann birti af hundruðum fanga sem höfðu verið strípaðir niður á nærbuxurnar og látnir sitja þétt upp við hver annan. Bukele sagði meðferðina hluta af refsingu fanganna fyrir morðöldu um helgina. 28. apríl 2020 11:21