Spennufíklar geri sig klára fyrir sviflínurnar úr Kömbunum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. febrúar 2023 20:06 Hallgrímur Kristinsson, framkvæmdastjóri verkefnisins að kynna það í opnu húsi hjá D-listanum í Hveragerði. Magnús Hlynur Hreiðarsson Spennufíklar geta nú látið sig fara að hlakka til því nú styttist óðum í að hægt verði að renna sér í tveimur sviflínum úr kömbum niður að þjónustuhúsinu Reykjadal við Hveragerði. Á næsta ári verðu svo opnuð sleðabraut á sömu leið. Hallgrímur Kristinsson frá „Mega Zipline Iceland” var gestur á opnum fundi sjálfstæðismanna í Hveragerði nýlega þar sem hann kynnti starfsemi fyrirtækisins og þá staðreynd að í júní í sumar verður sviflínan úr kömbunum niður í Reykjadal opnuð almenningi. Nú þegar er búið að bóka stóra hópa í línuna og mikill áhugi og spenna fyrir verkefninu hjá erlendum ferðaskrifstofum. „Já, við eru loksins að fara að opna skemmtilegustu afþreyingu landsins og það er sviflínan, „Mega Zipline”, sem verður langstærsta og skemmtilegasta sviflína landsins og ég vil meina skemmtilegasta afþreying á landinu öllu. Þetta verða tvær kílómetra línur, sem ná úr kömbunum og alla leið niður að Árhólmum við þjónustuhúsið í Reykjadal og þar verður einnig afgreiðslan okkar og þar tökum við á móti fólki,” segir Hallgrímur Kristinsson, framkvæmdastjóri verkefnisins. Hallgrímur segir að þeir, sem munu þora að fara í ferð munu upplifa stórkostlegt landslag á leiðinni niður. „Það er alveg magnað að vera á þessu svæði og hafa reykinn stígandi upp úr öllum hlíðum og við vitum öll hvað það eru fallegar gönguleiðir þarna í kring, þannig að það er hægt að gera góðan dag með því að ganga upp í Reykjadal, baða sig, ganga þar upp eða hjóla og koma svo og taka eina bunu í lok dags,” segir Hallgrímur. Og næsta sumar, sumarið 2024 er ætlunin að opna sleðabraut á sömu slóð og línurnar fáist leyfi til þess. „Þá ertu komin með risastórt afþreyingarsvæði fyrir alla fjölskylduna í Hveragerði. Bæjarfélagið er frábærlega staðsett fyrir svona starfsemi, bæði fyrir það vera með mjög fallegt sveitarfélag og þá er það líka einstaklega vel staðsett. Bæjarfélagið er aðeins út fyrir borgina en á Suðurlandi þar sem að við vitum að mesta traffíkina af ferðamönnum er, og svo er þetta auðvitað auðvelt fyrir Íslendinga, sem búa á svæðinu,” segir Hallgrímur enn fremur. Ef allt gengur upp þá verður sleðabraut opnuð á sama stað og sviflínurnar sumarið 2024.Aðsend Heimasíða fyrirtækisins Hveragerði Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Fleiri fréttir Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Sjá meira
Hallgrímur Kristinsson frá „Mega Zipline Iceland” var gestur á opnum fundi sjálfstæðismanna í Hveragerði nýlega þar sem hann kynnti starfsemi fyrirtækisins og þá staðreynd að í júní í sumar verður sviflínan úr kömbunum niður í Reykjadal opnuð almenningi. Nú þegar er búið að bóka stóra hópa í línuna og mikill áhugi og spenna fyrir verkefninu hjá erlendum ferðaskrifstofum. „Já, við eru loksins að fara að opna skemmtilegustu afþreyingu landsins og það er sviflínan, „Mega Zipline”, sem verður langstærsta og skemmtilegasta sviflína landsins og ég vil meina skemmtilegasta afþreying á landinu öllu. Þetta verða tvær kílómetra línur, sem ná úr kömbunum og alla leið niður að Árhólmum við þjónustuhúsið í Reykjadal og þar verður einnig afgreiðslan okkar og þar tökum við á móti fólki,” segir Hallgrímur Kristinsson, framkvæmdastjóri verkefnisins. Hallgrímur segir að þeir, sem munu þora að fara í ferð munu upplifa stórkostlegt landslag á leiðinni niður. „Það er alveg magnað að vera á þessu svæði og hafa reykinn stígandi upp úr öllum hlíðum og við vitum öll hvað það eru fallegar gönguleiðir þarna í kring, þannig að það er hægt að gera góðan dag með því að ganga upp í Reykjadal, baða sig, ganga þar upp eða hjóla og koma svo og taka eina bunu í lok dags,” segir Hallgrímur. Og næsta sumar, sumarið 2024 er ætlunin að opna sleðabraut á sömu slóð og línurnar fáist leyfi til þess. „Þá ertu komin með risastórt afþreyingarsvæði fyrir alla fjölskylduna í Hveragerði. Bæjarfélagið er frábærlega staðsett fyrir svona starfsemi, bæði fyrir það vera með mjög fallegt sveitarfélag og þá er það líka einstaklega vel staðsett. Bæjarfélagið er aðeins út fyrir borgina en á Suðurlandi þar sem að við vitum að mesta traffíkina af ferðamönnum er, og svo er þetta auðvitað auðvelt fyrir Íslendinga, sem búa á svæðinu,” segir Hallgrímur enn fremur. Ef allt gengur upp þá verður sleðabraut opnuð á sama stað og sviflínurnar sumarið 2024.Aðsend Heimasíða fyrirtækisins
Hveragerði Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Fleiri fréttir Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Sjá meira