Veðrið stríðir skíðaþyrstum fjölskyldum í miðju vetrarfríi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 26. febrúar 2023 15:00 Veturinn hefur ekki verið sá besti fyrir skíðafólk landsins. Vísir/Vilhelm Tvö vinsælustu skíðasvæði landsins eru lokuð í dag vegna veðurs á sama tíma og flestar fjölskyldur landsins eru í vetrarfríi en mikil hlýindi eru á landinu öllu. Forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli segir lægðirnar hafa verið fullmargar það sem af er ári. Rekstrarstjóri skíðasvæða Bláfjalla segir veturinn hafa verið svakalegan. Báðir eru þó bjartsýnir, ekki síst fyrir páskana. Fjölmargar fjölskyldur eru á ferðinni þessa dagana þar sem vetrafrí eru í flestum skólum landsins. Þeir sem ætluðu á skíði um helgina hafa þó eflaust orðið fyrir vonbrigðum þar sem loka þurfti skíðasvæðum. Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli á Akureyri, segir fimmtudag og föstudag hafa verið frábæra daga en í gær hafi staðan versnað. Fyrir hádegi í fór vindurinn upp í allt að 25 metra á sekúndu í hviðum samhliða hlýindum. „Það er búið að vera mikið af lægðum undanfarinn mánuð og það er bara áframhald á því virðist vera, í dag alla vega. Það er hiti í kortunum út þessa viku sýnist mér en svo á að koma frost til okkar svona á föstudag eða laugardag í næstu viku, sýnist mér alla vega á núverandi spám,“ segir Brynjar. Meðan hlýtt er í veðri og mikill vindur skili það litlu að framleiða snjó og best sé að leyfa brekkunum alveg að vera þangað til að aðstæður verða betri. „Við höfum ekki áhyggjur af þessu enn sem komið er, ef að þetta snýst í frost og ofankomu þá er það fljótt að vinna með okkur,“ segir Brynjar. Hvað veturinn í heild varðar hafi hann byrjað vel, desember og janúar hafi verið góðir en þegar á leið hafi veður tekið að versna. „Það eru búnir að vera mjög góðir dagar, og góðar vikur, en svo erum við aftur á móti búin að lenda í því að fá svona heldur marga daga í hverri viku þar sem við erum að fá lægðir. En við krossum fingur, þetta hlýtur að fara að róast núna þegar líður á mars,“ segir Brynjar. Páskarnir eru á næsta leiti og skíðasvæðin vinsæll áfangastaður á þeim tíma. „Ég hef engar áhyggjur af páskunum, ég held að það verði bara frábær vika þá og aðstæður verði bara mjög góðar. Það er alla vega það sem ég er að vona í dag og er nokkuð bjartsýnn á það náist,“ segir Brynjar. Svakalegur vetur í Bláfjöllum Staðan er svipuð í Bláfjöllum en Einar Bjarnason, rekstrarstjóri skíðasvæðisins þar, segir þau hafa þurft að loka á fimmtudag og hefur verið lokað síðan. Í morgun hafi verið svartaþoka og svæðið ekki upp á sitt besta. „Þetta er blautt núna, rigning, rok og hiti. Það eru ekki uppáhalds orð skíðasvæðanna. En fjallið lítur betur út heldur en maður þorði að vona þannig við erum bara klárir í þetta um leið og þessi hitabylgja hættir,“ segir Einar. Veturinn hafi ekki verið sá blíðasti, svo vægt sé til orða tekið, en þau náðu ekki að opna skíðasvæðið í vetur fyrr en í lok desember sökum snjóleysis. „Þetta er búið að vera svakalegt. Við héldum að veturinn í fyrra hefði verið sá alversti en þessi er búinn að vera ótrúlegur líka. En svona er þetta bara,“ segir Einar. Hann kveðst bjartsýnn á að þeim takist að hafa opið yfir stóra daga sem eru fram undan, þar á meðal páskana. „Við efumst það ekki í eina mínútu. Þetta á eftir að vera frábær mars og enn þá betri apríl,“ segir Einar. „Það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn, annars þarf maður að leita sér að vinnu á milli níu og fimm.“ Skíðasvæði Veður Akureyri Reykjavík Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Fjölmargar fjölskyldur eru á ferðinni þessa dagana þar sem vetrafrí eru í flestum skólum landsins. Þeir sem ætluðu á skíði um helgina hafa þó eflaust orðið fyrir vonbrigðum þar sem loka þurfti skíðasvæðum. Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli á Akureyri, segir fimmtudag og föstudag hafa verið frábæra daga en í gær hafi staðan versnað. Fyrir hádegi í fór vindurinn upp í allt að 25 metra á sekúndu í hviðum samhliða hlýindum. „Það er búið að vera mikið af lægðum undanfarinn mánuð og það er bara áframhald á því virðist vera, í dag alla vega. Það er hiti í kortunum út þessa viku sýnist mér en svo á að koma frost til okkar svona á föstudag eða laugardag í næstu viku, sýnist mér alla vega á núverandi spám,“ segir Brynjar. Meðan hlýtt er í veðri og mikill vindur skili það litlu að framleiða snjó og best sé að leyfa brekkunum alveg að vera þangað til að aðstæður verða betri. „Við höfum ekki áhyggjur af þessu enn sem komið er, ef að þetta snýst í frost og ofankomu þá er það fljótt að vinna með okkur,“ segir Brynjar. Hvað veturinn í heild varðar hafi hann byrjað vel, desember og janúar hafi verið góðir en þegar á leið hafi veður tekið að versna. „Það eru búnir að vera mjög góðir dagar, og góðar vikur, en svo erum við aftur á móti búin að lenda í því að fá svona heldur marga daga í hverri viku þar sem við erum að fá lægðir. En við krossum fingur, þetta hlýtur að fara að róast núna þegar líður á mars,“ segir Brynjar. Páskarnir eru á næsta leiti og skíðasvæðin vinsæll áfangastaður á þeim tíma. „Ég hef engar áhyggjur af páskunum, ég held að það verði bara frábær vika þá og aðstæður verði bara mjög góðar. Það er alla vega það sem ég er að vona í dag og er nokkuð bjartsýnn á það náist,“ segir Brynjar. Svakalegur vetur í Bláfjöllum Staðan er svipuð í Bláfjöllum en Einar Bjarnason, rekstrarstjóri skíðasvæðisins þar, segir þau hafa þurft að loka á fimmtudag og hefur verið lokað síðan. Í morgun hafi verið svartaþoka og svæðið ekki upp á sitt besta. „Þetta er blautt núna, rigning, rok og hiti. Það eru ekki uppáhalds orð skíðasvæðanna. En fjallið lítur betur út heldur en maður þorði að vona þannig við erum bara klárir í þetta um leið og þessi hitabylgja hættir,“ segir Einar. Veturinn hafi ekki verið sá blíðasti, svo vægt sé til orða tekið, en þau náðu ekki að opna skíðasvæðið í vetur fyrr en í lok desember sökum snjóleysis. „Þetta er búið að vera svakalegt. Við héldum að veturinn í fyrra hefði verið sá alversti en þessi er búinn að vera ótrúlegur líka. En svona er þetta bara,“ segir Einar. Hann kveðst bjartsýnn á að þeim takist að hafa opið yfir stóra daga sem eru fram undan, þar á meðal páskana. „Við efumst það ekki í eina mínútu. Þetta á eftir að vera frábær mars og enn þá betri apríl,“ segir Einar. „Það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn, annars þarf maður að leita sér að vinnu á milli níu og fimm.“
Skíðasvæði Veður Akureyri Reykjavík Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira