„Við fáum mjög takmarkaða þjónustu núna á stöðvar frá Olíudreifingu. Fókusinn mun nú bara fara á einhverjar örfáar stöðvar þegar líður á vikuna. Öll dreifing á fyrirtæki er löngu hætt,“ Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1 í samtali við Vísi.
Minni hamangangur sé þó núna á stöðvunum miðað við hvernig ástandið var þegar verkfall olíbílstjóra skall á 15. febrúar.

„Maður vonast bara til að deiluaðilar fari að semja og við getum haft þetta eðlilegt að nýju.“
Erfitt sé að spá fyrir um það hve lengi birgðirnar endist. „Það er bara erfitt að meta það en þetta gengur hægar en fyrr í mánuðinum. Þetta mun því vonandi dragast eitthvað lengur að tæma birgðirnar,“ segir Hinrik og bætir við að hann búist við því að loka annari stöð á næstu dögum.
„Við lokuðum einni í gær og einni í fyrradag og svona mun það ganga koll af kolli,“ segir hann að lokum.