Börn á meðal þeirra 58 sem létu lífið Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. febrúar 2023 16:47 Frá björgunaraðgerðum á strönd skammt frá bænum Cutro á Suður-Ítalíu. ap Minnst fimmtíu og átta manns, þar á meðal börn, létu lífið þegar þegar bátur fórst undan suð-austurstönd Ítalíu. Slæmt var í sjóinn og skipið sagt hafa steytt á klettum. Í morgun var greint frá því tuttugu og sjö líkum hafi skolað upp í fjöru í sumarleyfisstaðnum Steccato di Cutro í Kalabríu. Fleiri lík sáust á reki í sjónum og enn er leitað eftirlifenda í erfiðum öldugangi. Talið er að um 150 manns hafi verið í ofhlaðnum bátnum sem klofnaði í sundur. Viðbraðgsaðilar á Ítalíu greina frá því að nokkurra mánaða gamalt barn sé á meðal þeirra látnu. „Tugir manns drukknuðu, þar á meðal börn. Margra er saknað. Calabria er í sárum eftir þennan harmleik,“ segir héraðsstjórinn, Roberto Occhiuto. „Sjórinn heldur áfram að skila af sér líkum.“ Því er talið nær öruggt að tala látinna eigi eftir að hækka. Tekist hefur verið að bjarga um 80 manns.ap Flóttafólkið er sagt vera frá Íran, Pakistan og Afganistan. Fjöldi flóttafólks reynir að komast til Evrópu yfir Miðjarðarhafið á hverju ári og er sjóleiðin sögð ein sú hættulegasta í heimi. Talið er að rúmlega hundrað þúsund manns hafi komist sjóleiðina til Ítalíu yfir Miðjarðarhafið á síðasta ári. Frá árinu 2014 er talið að um tuttugu þúsund manns hafi látið lífið á leið sinni yfir Miðjarðarhafið. Ríkisstjórn Ítalíu hefur lögfest reglur sem kveða á um að sekta megi samtök sem leiti að og bjargi flóttafólki innan ítölsku landhelginnar, og gera skip þeirra upptæk. Forsætisráðherrann Georgia Meloni hét því í kosningabaráttu sinni á síðasta ári að binda enda á fyrrgreindan innflutning flóttamanna. Ítalía Flóttamenn Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Í morgun var greint frá því tuttugu og sjö líkum hafi skolað upp í fjöru í sumarleyfisstaðnum Steccato di Cutro í Kalabríu. Fleiri lík sáust á reki í sjónum og enn er leitað eftirlifenda í erfiðum öldugangi. Talið er að um 150 manns hafi verið í ofhlaðnum bátnum sem klofnaði í sundur. Viðbraðgsaðilar á Ítalíu greina frá því að nokkurra mánaða gamalt barn sé á meðal þeirra látnu. „Tugir manns drukknuðu, þar á meðal börn. Margra er saknað. Calabria er í sárum eftir þennan harmleik,“ segir héraðsstjórinn, Roberto Occhiuto. „Sjórinn heldur áfram að skila af sér líkum.“ Því er talið nær öruggt að tala látinna eigi eftir að hækka. Tekist hefur verið að bjarga um 80 manns.ap Flóttafólkið er sagt vera frá Íran, Pakistan og Afganistan. Fjöldi flóttafólks reynir að komast til Evrópu yfir Miðjarðarhafið á hverju ári og er sjóleiðin sögð ein sú hættulegasta í heimi. Talið er að rúmlega hundrað þúsund manns hafi komist sjóleiðina til Ítalíu yfir Miðjarðarhafið á síðasta ári. Frá árinu 2014 er talið að um tuttugu þúsund manns hafi látið lífið á leið sinni yfir Miðjarðarhafið. Ríkisstjórn Ítalíu hefur lögfest reglur sem kveða á um að sekta megi samtök sem leiti að og bjargi flóttafólki innan ítölsku landhelginnar, og gera skip þeirra upptæk. Forsætisráðherrann Georgia Meloni hét því í kosningabaráttu sinni á síðasta ári að binda enda á fyrrgreindan innflutning flóttamanna.
Ítalía Flóttamenn Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira