Tommy Fury fyrstur til að sigra Jake Paul Bjarki Sigurðsson skrifar 27. febrúar 2023 07:38 Tommy Fury varð í gær fyrstur til að sigra Jake Paul í hnefaleikahringnum. Getty/Mohammed Saad Samfélagsmiðlastjarnan Jake Paul tapaði í gær sínum fyrsta hnefaleikabardaga. Hann hafði keppt sex sinnum áður og alltaf unnið en það var litli bróðir heimsmeistarans Tyson Fury, Tommy Fury, sem varð fyrstur til að sigra Paul. Jake Paul hefur verið vinsæll á samfélagsmiðlum í mörg ár, allt frá því að forritið Vine var upp á sitt besta. Tommy Fury gerði garðinn frægan í fimmtu þáttaröð Love Island. Bardagi Paul og Fury hafði lengi verið í uppsiglingu. Þeir áttu fyrst að berjast í desember árið 2021 en Fury hætti við eftir að hafa meiðst. Annar bardagi var skipulagður í ágúst í fyrra en Fury þurfti aftur að hætta við, nú vegna erfiðleika með að ferðast á staðinn. Að lokum náðist að fá þá tvo til að berjast í Sádí-Arabíu. Sá bardagi fór fram í gærkvöldi. Milljónir manna fylgdust með bardaganum í sjónvarpinu og voru einnig fjölmargir mættir á staðinn til að fylgjast með. Bræður kappanna, þungavigtarheimsmeistarinn Tyson Fury, og samfélagsmiðlastjarnan Logan Paul, voru mættir á svæðið, sem og íþróttamenn á borð við Mike Tyson og Cristiano Ronaldo. Bardaginn var ekkert sérstaklega spennandi, þeir áttu erfitt með að koma almennilegum höggum á hvorn annan en voru þó afar jafnir allan tímann. Rétt er að taka fram að Fury er fyrsti alvöru hnefaleikakappinn sem Paul mætir, hann hafði fyrir þetta einungis mætt öðrum samfélagsmiðlastjörnum og gömlum MMA-köppum. Hvorugum þeirra tókst að rota hinn í átta lotum og því var það undir dómurunum komið hver sigurvegarinn var. Tveir dómarar dæmdu Fury sigur og einn Paul. Fury sótti þar með sinn níunda sigur á ferlinum á meðan Paul þurfti að sætta sig við sitt fyrsta tap. Í samningi þeirra er ákvæði um að taparinn megi krefjast þess að berjast aftur sem Paul hefur sagst ætla að nýta sér. „Ég ber virðingu fyrir Tommy. Hann vann. Ekki dæma mig út frá sigrunum mínum, dæmið mig út frá töpunum mínum. Ég mun koma til baka. Ég held við eigum skilið að fá að berjast aftur. Þetta var frábær og jafn bardagi. Ég veit ekki hvort ég sé sammála dómurunum. Þetta er eins og það er, þetta eru hnefaleikar. Ég hef þegar sigrað lífið,“ sagði Paul eftir bardagann. Box Sádi-Arabía Samfélagsmiðlar Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Emilie Hesseldal í Grindavík Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Norris vann í Mónakó í fyrsta sinn Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni Sjá meira
Jake Paul hefur verið vinsæll á samfélagsmiðlum í mörg ár, allt frá því að forritið Vine var upp á sitt besta. Tommy Fury gerði garðinn frægan í fimmtu þáttaröð Love Island. Bardagi Paul og Fury hafði lengi verið í uppsiglingu. Þeir áttu fyrst að berjast í desember árið 2021 en Fury hætti við eftir að hafa meiðst. Annar bardagi var skipulagður í ágúst í fyrra en Fury þurfti aftur að hætta við, nú vegna erfiðleika með að ferðast á staðinn. Að lokum náðist að fá þá tvo til að berjast í Sádí-Arabíu. Sá bardagi fór fram í gærkvöldi. Milljónir manna fylgdust með bardaganum í sjónvarpinu og voru einnig fjölmargir mættir á staðinn til að fylgjast með. Bræður kappanna, þungavigtarheimsmeistarinn Tyson Fury, og samfélagsmiðlastjarnan Logan Paul, voru mættir á svæðið, sem og íþróttamenn á borð við Mike Tyson og Cristiano Ronaldo. Bardaginn var ekkert sérstaklega spennandi, þeir áttu erfitt með að koma almennilegum höggum á hvorn annan en voru þó afar jafnir allan tímann. Rétt er að taka fram að Fury er fyrsti alvöru hnefaleikakappinn sem Paul mætir, hann hafði fyrir þetta einungis mætt öðrum samfélagsmiðlastjörnum og gömlum MMA-köppum. Hvorugum þeirra tókst að rota hinn í átta lotum og því var það undir dómurunum komið hver sigurvegarinn var. Tveir dómarar dæmdu Fury sigur og einn Paul. Fury sótti þar með sinn níunda sigur á ferlinum á meðan Paul þurfti að sætta sig við sitt fyrsta tap. Í samningi þeirra er ákvæði um að taparinn megi krefjast þess að berjast aftur sem Paul hefur sagst ætla að nýta sér. „Ég ber virðingu fyrir Tommy. Hann vann. Ekki dæma mig út frá sigrunum mínum, dæmið mig út frá töpunum mínum. Ég mun koma til baka. Ég held við eigum skilið að fá að berjast aftur. Þetta var frábær og jafn bardagi. Ég veit ekki hvort ég sé sammála dómurunum. Þetta er eins og það er, þetta eru hnefaleikar. Ég hef þegar sigrað lífið,“ sagði Paul eftir bardagann.
Box Sádi-Arabía Samfélagsmiðlar Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Emilie Hesseldal í Grindavík Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Norris vann í Mónakó í fyrsta sinn Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni Sjá meira