Zlatan sneri aftur og er sá elsti í sögu AC Milan Sindri Sverrisson skrifar 27. febrúar 2023 14:00 Zlatan Ibrahimovic er aftur mættur í slaginn með AC Milan. Getty/Jonathan Moscrop Sænska fótboltastjarnan Zlatan Ibrahimovic sneri aftur til leiks með AC Milan í gær í 2-0 sigri gegn Atalanta í ítölsku A-deildinni. Þá voru liðnir 280 dagar frá því að hann spilaði síðast leik. Zlatan kom inn á sem varamaður fyrir Oliver Giroud á 74. mínútu og tók þátt í mikilvægum sigri en Milan er nú með 47 stig líkt og grannarnir í Inter, í 2.-3. sæti. Langt er þó í Napoli sem á meistaratitilinn vísan, með 65 stig á toppnum. Zlatan sló met hjá AC Milan með því að spila í gær því hann er elsti leikmaður í sögu félagsins til að spila leik í A-deildinni. Zlatan spilaði leikinn 41 árs og 146 daga og sló met varnarmannsins Alessandro Costacurta sem var 41 árs og 25 daga þegar hann spilaði kveðjuleik sinn í deildinni. Zlatan bætti við enn einum titlinum á sínum ferli þegar hann varð ítalskur meistari með Milan á síðustu leiktíð en þurfti svo að fara í aðgerð strax eftir tímabilið vegna hnémeiðsla. Aðgerð sem hann frestaði til að verða meistari. Hann tjáði sig lítillega um þann erfiða tíma sem fór í að koma sér aftur á fótboltavöllinn. Lofaði þjálfaranum að fresta aðgerðinni „Ef ég ætti að útskýra allt myndi ég þurfa að standa hérna í fleiri klukkustundir. Ég hef þurft að þjást mikið, meira að segja síðustu sex mánuðina á síðasta tímabili. Ég vildi hjálpa og gat ekki verið inni á vellinum. Þegar maður er ekki heill heilsu er erfitt að hjálpa liðinu. Ég hefði getað farið í þessa aðgerð sex mánuðum fyrr en ég vissi að það væri komið að okkur að vinna ítalska meistaratitilinn,“ sagði Zatan við DAZN. „Þá lofaði ég Pioli [Stefano Pioli, þjálfara Milan] að fara ekki í aðgerð. Ég hef aldrei fórnað svona miklu fyrir titil. Á sama tíma var þetta erfitt ár með Mino [Raiola, umboðsmann Zlatans sem dó]. Það eru svo margar manneskjur sem hjálpa mér og veita mér styrk. En þegar ég er heill heilsu er ég sterkari en allir aðrir,“ sagði Zlatan. Ítalski boltinn Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Sjá meira
Zlatan kom inn á sem varamaður fyrir Oliver Giroud á 74. mínútu og tók þátt í mikilvægum sigri en Milan er nú með 47 stig líkt og grannarnir í Inter, í 2.-3. sæti. Langt er þó í Napoli sem á meistaratitilinn vísan, með 65 stig á toppnum. Zlatan sló met hjá AC Milan með því að spila í gær því hann er elsti leikmaður í sögu félagsins til að spila leik í A-deildinni. Zlatan spilaði leikinn 41 árs og 146 daga og sló met varnarmannsins Alessandro Costacurta sem var 41 árs og 25 daga þegar hann spilaði kveðjuleik sinn í deildinni. Zlatan bætti við enn einum titlinum á sínum ferli þegar hann varð ítalskur meistari með Milan á síðustu leiktíð en þurfti svo að fara í aðgerð strax eftir tímabilið vegna hnémeiðsla. Aðgerð sem hann frestaði til að verða meistari. Hann tjáði sig lítillega um þann erfiða tíma sem fór í að koma sér aftur á fótboltavöllinn. Lofaði þjálfaranum að fresta aðgerðinni „Ef ég ætti að útskýra allt myndi ég þurfa að standa hérna í fleiri klukkustundir. Ég hef þurft að þjást mikið, meira að segja síðustu sex mánuðina á síðasta tímabili. Ég vildi hjálpa og gat ekki verið inni á vellinum. Þegar maður er ekki heill heilsu er erfitt að hjálpa liðinu. Ég hefði getað farið í þessa aðgerð sex mánuðum fyrr en ég vissi að það væri komið að okkur að vinna ítalska meistaratitilinn,“ sagði Zatan við DAZN. „Þá lofaði ég Pioli [Stefano Pioli, þjálfara Milan] að fara ekki í aðgerð. Ég hef aldrei fórnað svona miklu fyrir titil. Á sama tíma var þetta erfitt ár með Mino [Raiola, umboðsmann Zlatans sem dó]. Það eru svo margar manneskjur sem hjálpa mér og veita mér styrk. En þegar ég er heill heilsu er ég sterkari en allir aðrir,“ sagði Zlatan.
Ítalski boltinn Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Sjá meira