„Svo skilst mér að Ásgeir sé á svo svakalegum samningi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. febrúar 2023 14:31 Það var glatt á hjalla hjá þjálfurum Hauka og FH, Ásgeiri Erni Hallgrímssyni og Sigursteini Arndal, í aðdraganda leiksins stóra. stöð 2 sport Ásgeir Örn Hallgrímsson og Sigursteinn Arndal verða andstæðingar í kvöld þegar Haukar mæta FH í Hafnarfjarðarslagnum í Olís-deild karla. En venjulega eru þeir samherjar enda vinna þeir saman hjá Vodafone. Tvö stig og bæjarstoltið eru undir í kvöld þegar Haukar taka á móti FH í stórleik umferðarinnar í Olís-deildinni. „Þetta eru frábærir leikir og einir af stóru leikjunum í deildakeppninni fyrir okkur. Það er mikill spenningur og mikið gaman og allir hlakka til,“ sagði Ásgeir þegar blaðamaður hitti þá Sigurstein á 4. hæð Suðurlandsbrautar 8 þar sem þeir starfa saman á fyrirtækjasviði Vodafone. Haukarnir hans Ásgeirs Arnar eru í 8. sæti Olís-deildarinnar.vísir/diego „Það þarf ekkert að fara sérstaklega yfir það á dagatalinu hvenær þessir leikir eru. Menn vita hvar þeir liggja. Það virðist ekki skipta máli hvar liðin eru í deildinni, þessir leikir leitast oftast í að vera hrikalega spennandi og skemmtilegir. Þetta eru sérstakir leikir.“ Auka fiðringur og spenningur Ásgeir tekur þátt í sínum fyrsta Hafnarfjarðarslag sem þjálfari í kvöld og hann segir tilhlökkunina mikla. „Mér líst mjög vel á það. Þetta er svipað eins og sem leikmaður. Það er auka fiðringur og spenningur í manni. Maður kíkir kannski á fimm fleiri klippur en maður er vanur,“ sagði Ásgeir. FH-ingar geta styrkt stöðu sína í 2. sæti deildarinnar með sigri á Ásvöllum í kvöld.vísir/hulda margrét FH hefur ekki unnið á Ásvöllum í fimm ár. Sigursteinn segir sína menn stefna á að breyta því í kvöld. „Við ætlum okkur að sjálfsögðu að vinna en gerum okkur grein fyrir því að það verður mjög erfitt,“ sagði Sigursteinn. Rígurinn er æðislegur Þeir segja að leikir Hauka og FH skipti jafn miklu máli nú sem áður og leikirnir séu mjög mikilvægir fyrir bæjarbúa í Hafnarfirði. „Mér finnst rígurinn vera svipaður. Þetta skiptir alveg máli. Það er fullt af krökkum sem fara annað hvort með kassann út í fyrramálið eða ekki. Og þannig á þetta að vera. Rígurinn er æðislegur fyrir bæði liðin. Ég á marga góða vini sem eru FH-ingar en þetta er samt leikurinn sem mig langar mest að vinna á tímabilinu,“ sagði Ásgeir. Klippa: Viðtal við Ásgeir Örn og Sigurstein „Þetta skiptir ótrúlega miklu máli. Rígurinn gerir okkur líka góð. Hann er hvetjandi og þetta ýtir mönnum í að gera betur. Hvort sem þetta eru börn eða fullorðnir, þá er þetta eitthvað sem er rætt á kaffistofum á morgun. Ég vil eindregið hvetja alla til að mæta og láta sig hlutina varða. Svo skilst mér að Ásgeir sé á svo svakalegum samningi að það veiti ekki af því að fá eitthvað í kassann,“ sagði Sigursteinn léttur. Bera saman bækurnar Sem fyrr sagði vinna þeir Ásgeir og Sigursteinn saman og að þeirra sögn gengur það glimrandi vel. „Þetta hefur farið mjög vel saman hingað til allavegana. Það er flott. Steini var einn af þeim fyrstu sem óskaði mér til hamingju þegar ég tók við Haukunum. Við berum stundum saman bækur okkar,“ sagði Ásgeir og spurði Sigurstein svo hvort samstarfið væri ekki gott. Sigursteinn er á sínu fjórða tímabili sem þjálfari FH.vísir/hulda margrét „Algjörlega. Það er virðing og vinskapur. Auðvitað er ég FH-ingur og geri allt til að klára dæmið en þess á milli styður maður Ásgeir til góðra verka.“ Fyrsti og síðasti hittingurinn í dag Þeir félagar hittust í fyrsta sinn í dag þegar viðtalið var tekið um hádegið og því hafði ekki enn reynt á hvort það væri starfhæft á hæðinni. „Ætli við látum þetta ekki verða það síðasta í dag,“ sagði Sigursteinn. „Ætli við sleppum ekki löngunni í dag,“ sagði Ásgeir og Sigursteinn skaut þá inn í að hann færi beint á salatbarinn í mötuneytinu. Úr fyrri leik Hauka og FH á tímabilinu. FH-ingar unnu hann, 27-26.vísir/hulda margrét Leikur Hauka og FH hefst klukkan 19:30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Seinni bylgjunnar hefst klukkan 19:15. Olís-deild karla FH Haukar Hafnarfjörður Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
Tvö stig og bæjarstoltið eru undir í kvöld þegar Haukar taka á móti FH í stórleik umferðarinnar í Olís-deildinni. „Þetta eru frábærir leikir og einir af stóru leikjunum í deildakeppninni fyrir okkur. Það er mikill spenningur og mikið gaman og allir hlakka til,“ sagði Ásgeir þegar blaðamaður hitti þá Sigurstein á 4. hæð Suðurlandsbrautar 8 þar sem þeir starfa saman á fyrirtækjasviði Vodafone. Haukarnir hans Ásgeirs Arnar eru í 8. sæti Olís-deildarinnar.vísir/diego „Það þarf ekkert að fara sérstaklega yfir það á dagatalinu hvenær þessir leikir eru. Menn vita hvar þeir liggja. Það virðist ekki skipta máli hvar liðin eru í deildinni, þessir leikir leitast oftast í að vera hrikalega spennandi og skemmtilegir. Þetta eru sérstakir leikir.“ Auka fiðringur og spenningur Ásgeir tekur þátt í sínum fyrsta Hafnarfjarðarslag sem þjálfari í kvöld og hann segir tilhlökkunina mikla. „Mér líst mjög vel á það. Þetta er svipað eins og sem leikmaður. Það er auka fiðringur og spenningur í manni. Maður kíkir kannski á fimm fleiri klippur en maður er vanur,“ sagði Ásgeir. FH-ingar geta styrkt stöðu sína í 2. sæti deildarinnar með sigri á Ásvöllum í kvöld.vísir/hulda margrét FH hefur ekki unnið á Ásvöllum í fimm ár. Sigursteinn segir sína menn stefna á að breyta því í kvöld. „Við ætlum okkur að sjálfsögðu að vinna en gerum okkur grein fyrir því að það verður mjög erfitt,“ sagði Sigursteinn. Rígurinn er æðislegur Þeir segja að leikir Hauka og FH skipti jafn miklu máli nú sem áður og leikirnir séu mjög mikilvægir fyrir bæjarbúa í Hafnarfirði. „Mér finnst rígurinn vera svipaður. Þetta skiptir alveg máli. Það er fullt af krökkum sem fara annað hvort með kassann út í fyrramálið eða ekki. Og þannig á þetta að vera. Rígurinn er æðislegur fyrir bæði liðin. Ég á marga góða vini sem eru FH-ingar en þetta er samt leikurinn sem mig langar mest að vinna á tímabilinu,“ sagði Ásgeir. Klippa: Viðtal við Ásgeir Örn og Sigurstein „Þetta skiptir ótrúlega miklu máli. Rígurinn gerir okkur líka góð. Hann er hvetjandi og þetta ýtir mönnum í að gera betur. Hvort sem þetta eru börn eða fullorðnir, þá er þetta eitthvað sem er rætt á kaffistofum á morgun. Ég vil eindregið hvetja alla til að mæta og láta sig hlutina varða. Svo skilst mér að Ásgeir sé á svo svakalegum samningi að það veiti ekki af því að fá eitthvað í kassann,“ sagði Sigursteinn léttur. Bera saman bækurnar Sem fyrr sagði vinna þeir Ásgeir og Sigursteinn saman og að þeirra sögn gengur það glimrandi vel. „Þetta hefur farið mjög vel saman hingað til allavegana. Það er flott. Steini var einn af þeim fyrstu sem óskaði mér til hamingju þegar ég tók við Haukunum. Við berum stundum saman bækur okkar,“ sagði Ásgeir og spurði Sigurstein svo hvort samstarfið væri ekki gott. Sigursteinn er á sínu fjórða tímabili sem þjálfari FH.vísir/hulda margrét „Algjörlega. Það er virðing og vinskapur. Auðvitað er ég FH-ingur og geri allt til að klára dæmið en þess á milli styður maður Ásgeir til góðra verka.“ Fyrsti og síðasti hittingurinn í dag Þeir félagar hittust í fyrsta sinn í dag þegar viðtalið var tekið um hádegið og því hafði ekki enn reynt á hvort það væri starfhæft á hæðinni. „Ætli við látum þetta ekki verða það síðasta í dag,“ sagði Sigursteinn. „Ætli við sleppum ekki löngunni í dag,“ sagði Ásgeir og Sigursteinn skaut þá inn í að hann færi beint á salatbarinn í mötuneytinu. Úr fyrri leik Hauka og FH á tímabilinu. FH-ingar unnu hann, 27-26.vísir/hulda margrét Leikur Hauka og FH hefst klukkan 19:30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Seinni bylgjunnar hefst klukkan 19:15.
Olís-deild karla FH Haukar Hafnarfjörður Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira