Gullna amman í heimsmetaham á leið sinni að þriðja EM-gullinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2023 10:01 Elsa Pálsdóttir hefur verið á ótrúlega glæsilegri sigurgöngu undanfarin þrjú ár og hún hélt áfram í gær. Fésbók/Elsa Pálsdóttir Elsa Pálsdóttir varð í gærkvöldi Evrópumeistari þriðja árið í röð á EM öldunga í Búdapest í Ungverjalandi. Elsa setti þrjú heimsmet og þar með þrjú Evrópumet á leið sinni að Evrópugullinu. Elsa var með mikla yfirburði í mínus 76 kílóa flokki í Master 3. Elsa lyfti 138 kílóum í hnébeygju (heimsmet), 67,5 kílóum í bekkpressu (Íslandsmet), 170 kílóum í réttstöðulyftu (heimsmet) og samanlagt fóru því 375,5 kíló á loft (heimsmet). Hún varð einnig næst stigahæst yfir alla þyngdarflokkana í Master 3 en það eru keppendur á aldrinum 60 til 69 ára. Elsa hefur verið á samfelldri sigurgöngu síðan að hóf að æfa klassískar kraftlyftingar. Hún hefur unnið Evrópumeistaratitil þrjú ár í röð og enn fremur heimsmeistaratitil undanfarin tvö ár. Hún hefur líka margbætt heimsmetin á þessum tíma og er því á mikilli uppleið sem íþróttakona á sjötugsaldri. Elsa er fædd árið 1960 og verður því 63 ára gömul á þessu ári. Hún æfir lyftingar hjá Massa í Njarðvík en hefur ekki æft klassískar kraftlyftingar nema í rúmlega fjögur ár en hún keppti fyrst í greininni haustið 2019. Gott dæmi um bætingarnar hjá henni er að þegar hún varð Evrópumeistari í fyrsta sinn árið 2021 þá lyfti hún 130 kílóum í hnébeygju, 60 kílóum í bekkpressu (Íslandsmet), 157,5 kílóum í réttstöðulyftu og samanlagt fóru því 347,5 kíló á loft á því móti. Hún hefur því bætt heimsmetið um átta kíló í hnébeygju, um 12,5 kíló í réttstöðulyftu og þar með um 28 kíló samanlagt. View this post on Instagram A post shared by Kraftlyftingasamband I slands (@kraftlyftingasamband_islands) Kraftlyftingar Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Elsa setti þrjú heimsmet og þar með þrjú Evrópumet á leið sinni að Evrópugullinu. Elsa var með mikla yfirburði í mínus 76 kílóa flokki í Master 3. Elsa lyfti 138 kílóum í hnébeygju (heimsmet), 67,5 kílóum í bekkpressu (Íslandsmet), 170 kílóum í réttstöðulyftu (heimsmet) og samanlagt fóru því 375,5 kíló á loft (heimsmet). Hún varð einnig næst stigahæst yfir alla þyngdarflokkana í Master 3 en það eru keppendur á aldrinum 60 til 69 ára. Elsa hefur verið á samfelldri sigurgöngu síðan að hóf að æfa klassískar kraftlyftingar. Hún hefur unnið Evrópumeistaratitil þrjú ár í röð og enn fremur heimsmeistaratitil undanfarin tvö ár. Hún hefur líka margbætt heimsmetin á þessum tíma og er því á mikilli uppleið sem íþróttakona á sjötugsaldri. Elsa er fædd árið 1960 og verður því 63 ára gömul á þessu ári. Hún æfir lyftingar hjá Massa í Njarðvík en hefur ekki æft klassískar kraftlyftingar nema í rúmlega fjögur ár en hún keppti fyrst í greininni haustið 2019. Gott dæmi um bætingarnar hjá henni er að þegar hún varð Evrópumeistari í fyrsta sinn árið 2021 þá lyfti hún 130 kílóum í hnébeygju, 60 kílóum í bekkpressu (Íslandsmet), 157,5 kílóum í réttstöðulyftu og samanlagt fóru því 347,5 kíló á loft á því móti. Hún hefur því bætt heimsmetið um átta kíló í hnébeygju, um 12,5 kíló í réttstöðulyftu og þar með um 28 kíló samanlagt. View this post on Instagram A post shared by Kraftlyftingasamband I slands (@kraftlyftingasamband_islands)
Kraftlyftingar Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira