Heimamenn í SønderjyskE náðu forystunni snemma í leiknum og liðið hafði yfirhöndina það sem eftir lifði leiks. Mest náðu heimamenn fimm marka forskoti í fyrri hálfleik, en að honum loknum var staðan 16-11.
Gestirnir gerðu nokkrum sinnum atlögu að forskoti SønderjyskE í síðari hálfleik, en náðu þó aldrei að minnka muninn nema niður í tvö mörk. Fór það því svo að lokum að heimamenn í SønderjyskE unnu nokkuð öruggan þriggja marka sigur, 33-30.
Holstebro situr nú í áttunda sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 18 stig eftir 22 leiki. Liðið er án sigurs í seinustu sjö deildarleikjum og þar af hefur liðið tapað sex.