Erfitt fyrir Katrínu forsætisráðherra að búa með Man. United aðdáendum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2023 09:30 Katrín Jakobsdóttir heldur með Liverpool og er mikill aðdáandi Jürgen Klopp. Vilhelm/Getty Katrín Jakobsdóttir stendur með Jürgen Klopp og Liverpool liðinu sínu í mótlætinu þrátt fyrir að lífið heima hafi orðið erfiðara eftir uppkomu Manchester United og fall Liverpool. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, er mikill stuðningsmaður Liverpool og hefur ekkert farið leynt með það. Hún ræddi Liverpool og slakt tímabil liðsins í Bítinu á Bylgjunni. Skelfileg byrjun á nýju ár með algjöru bitleysi fram á við varð til þess að Liverpool liðið var allt í einu komið á óvenjulegar slóðir um miðja deild, mjög langt frá titilbaráttunni þar sem félagið hafði verið undanfarin ár. Liverpool liðið datt líka mjög snemma úr enska bikarnum og enska deildabikarnum en liðið vann þessar keppnir á síðasta tímabili. Þá er liðið nánast úr leik í Meistaradeildinni eftir 5-2 tap á móti Real Madrid á heimavelli í sextán liða úrslitunum. Katrín var spurð út í Liverpool í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun en Liverpool menn nálguðust aðeins Meistaradeildarsæti með 2-0 sigri á Úlfunum í gær. „Það er aldrei öll von úti. Þegar fólk spyr mig af hverju ég held áfram í stjórnmálum segi ég: „Af hverju held ég alltaf áfram með Liverpool.“ Þetta er svo álíka verkefni. þetta eru hæðir og lægðir en alltaf er maður í réttu liði,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. „Ég hef verið mikill aðdáandi Klopp en þetta hefur ekki gengið vel. Ég bý við það að búa með Manchester United aðdáendum. Það er buið að vera erfitt. Þeir segja að Klopp sé búinn og þurfi að fara strax en ég stend með honum,“ sagði Katrín en það hefðu ekki margir búist við því að þegar enskir fjölmiðlar fóru að tala um möguleikann á því að þýski knattspyrnustjórinn yrði látinn fara þegar verst gekk. „Ætli það séu ekki nógu margir að skammast í Klopp. Ég hugsa það, þetta er ekki auðvelt,“ sagði Katrín í Bítinu. Enski boltinn Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Tiger syrgir móður sína Golf Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fleiri fréttir Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, er mikill stuðningsmaður Liverpool og hefur ekkert farið leynt með það. Hún ræddi Liverpool og slakt tímabil liðsins í Bítinu á Bylgjunni. Skelfileg byrjun á nýju ár með algjöru bitleysi fram á við varð til þess að Liverpool liðið var allt í einu komið á óvenjulegar slóðir um miðja deild, mjög langt frá titilbaráttunni þar sem félagið hafði verið undanfarin ár. Liverpool liðið datt líka mjög snemma úr enska bikarnum og enska deildabikarnum en liðið vann þessar keppnir á síðasta tímabili. Þá er liðið nánast úr leik í Meistaradeildinni eftir 5-2 tap á móti Real Madrid á heimavelli í sextán liða úrslitunum. Katrín var spurð út í Liverpool í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun en Liverpool menn nálguðust aðeins Meistaradeildarsæti með 2-0 sigri á Úlfunum í gær. „Það er aldrei öll von úti. Þegar fólk spyr mig af hverju ég held áfram í stjórnmálum segi ég: „Af hverju held ég alltaf áfram með Liverpool.“ Þetta er svo álíka verkefni. þetta eru hæðir og lægðir en alltaf er maður í réttu liði,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. „Ég hef verið mikill aðdáandi Klopp en þetta hefur ekki gengið vel. Ég bý við það að búa með Manchester United aðdáendum. Það er buið að vera erfitt. Þeir segja að Klopp sé búinn og þurfi að fara strax en ég stend með honum,“ sagði Katrín en það hefðu ekki margir búist við því að þegar enskir fjölmiðlar fóru að tala um möguleikann á því að þýski knattspyrnustjórinn yrði látinn fara þegar verst gekk. „Ætli það séu ekki nógu margir að skammast í Klopp. Ég hugsa það, þetta er ekki auðvelt,“ sagði Katrín í Bítinu.
Enski boltinn Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Tiger syrgir móður sína Golf Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fleiri fréttir Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Sjá meira