„Galið og algert óráð“ að loka Borgarskjalasafni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. mars 2023 16:11 Tillaga um að leggja Borgarskjalasafn niður og að færa lögbundin verkefni til Þjóðskjalasafns er ein af þremur sviðsmyndum sem KPMG, endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtæki, vann fyrir borgina. vísir/egill Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn, segir að það sé algert óráð og galið að loka Borgarskjalasafni. Það sé ýmislegt sem vanti upp á til að hægt sé að taka jafn afdrifaríka ákvörðun og þessa. Þá gæti hún haft í för með sér óafturkræfar afleiðingar og valdið miklum skaða. Tillaga um að leggja Borgarskjalasafn niður og að færa lögbundin verkefni til Þjóðskjalasafns er ein af þremur sviðsmyndum sem KPMG, endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtæki, vann fyrir borgina. Hinar sviðsmyndirnar lúta annars vegar að því að borgin myndi áfram standa undir kostnaði við nauðsynlegar fjárfestingar og hins vegar að efla samstarf Borgarskjalasafns og Þjóðskjalasafns með samnýtingu á húsnæði og innviðum. Málið var til umfjöllunar á fundi borgarráðs í dag þar sem tillaga áheyrnarfulltrúa Vinstri grænna var felld. Í henni fólst að borgarráð myndi fela Innri endurskoðun Reykjavíkur að yfirfara forsendur og kostnaðarmat þeirra þriggja sviðsmynda sem KPMG dregur upp í skýrslu sinni. Þá sé honum einnig falið að áhættugreina þessar ólíku sviðsmyndir og meta orðsporsáhættu verkefnisins með tilliti til undangengins verklags og afleiðinga af þeirri ákvörðun sem tekin er í tengslum við framtíð Borgarskjalasafns. Tillaga borgarstjóra um að loka Borgarskjalasafni fékk mótatkvæði í borgarráði og því kemur hún til afgreiðslu borgarstjórnar á þriðjudag. Líf fjallar um málið á Facebook síðu sinni þar sem hún segir framtíð allra héraðsskjalasafna landsins sett í uppnám sem og framtíð safnakosts Borgarskjalasafns og aðgengi að honum. Þá bendir hún á að uppi sé óvissa hvort ríkið geti og yfir höfuð vilji taka við skjölum Borgarskjalasafns. „Það felast ríkir hagsmunir, öryggi og verðmæti í því að reka Borgarskjalasafn og einkum á tímum umfangsmikillar stafrænnar vegferðar sem borgin hefur hafið. Það er því algert óráð og gersamlega galið að loka því. Meirihlutinn hefur haldið illa á þessu máli og það kæmi mér ekki á óvart að hann eigi eftir að missa allt úr höndunum vegna þessarar misráðnu pólitísku afstöðu sinnar til skjala- og menningarmála borgarinnar. Þetta er ekkert nema tómlæti og skeytingarleysi til þeirrar merku lýðræðisstofnunar sem Borgarskjalasafn er,“ ritar Líf. Reykjavík Borgarstjórn Söfn Lokun Borgarskjalasafns Tengdar fréttir Verður opið hjá ykkur á föstudaginn? Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, hefur lagt fram tillögu í borgarráði um að Borgarskjalasafn Reykjavíkur verði lagt niður í núverandi mynd og mun borgarráð afgreiða hana fimmtudaginn 2. mars. 2. mars 2023 07:00 Sagnfræðingar ósáttir við mögulega lokun Borgarskjalasafnsins Sagnfræðingar eru ósáttir við að mögulega verði Borgarskjalasafnið lagt niður í núverandi mynd og segja meinlegt að þetta sé gert án samráðs við borgarskjalavörð eða aðra fagmenn. Ekki megi draga úr getu til varðveislu og miðlunar sögunnar og „ekki síst á tímum upplýsingaóreiðu og falsfrétta“. 18. febrúar 2023 19:32 Segir það lýsa metnaðarleysi að leggja niður Borgarskjalasafnið Borgarskjalavörður segir hugmyndir um að leggja niður Borgarskjalasafnið metnaðarlausar en tillögu þess efnis var frestað í borgarráði í gær. Starfið yrði sett áratugi aftur í tímann. 17. febrúar 2023 22:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Sjá meira
Tillaga um að leggja Borgarskjalasafn niður og að færa lögbundin verkefni til Þjóðskjalasafns er ein af þremur sviðsmyndum sem KPMG, endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtæki, vann fyrir borgina. Hinar sviðsmyndirnar lúta annars vegar að því að borgin myndi áfram standa undir kostnaði við nauðsynlegar fjárfestingar og hins vegar að efla samstarf Borgarskjalasafns og Þjóðskjalasafns með samnýtingu á húsnæði og innviðum. Málið var til umfjöllunar á fundi borgarráðs í dag þar sem tillaga áheyrnarfulltrúa Vinstri grænna var felld. Í henni fólst að borgarráð myndi fela Innri endurskoðun Reykjavíkur að yfirfara forsendur og kostnaðarmat þeirra þriggja sviðsmynda sem KPMG dregur upp í skýrslu sinni. Þá sé honum einnig falið að áhættugreina þessar ólíku sviðsmyndir og meta orðsporsáhættu verkefnisins með tilliti til undangengins verklags og afleiðinga af þeirri ákvörðun sem tekin er í tengslum við framtíð Borgarskjalasafns. Tillaga borgarstjóra um að loka Borgarskjalasafni fékk mótatkvæði í borgarráði og því kemur hún til afgreiðslu borgarstjórnar á þriðjudag. Líf fjallar um málið á Facebook síðu sinni þar sem hún segir framtíð allra héraðsskjalasafna landsins sett í uppnám sem og framtíð safnakosts Borgarskjalasafns og aðgengi að honum. Þá bendir hún á að uppi sé óvissa hvort ríkið geti og yfir höfuð vilji taka við skjölum Borgarskjalasafns. „Það felast ríkir hagsmunir, öryggi og verðmæti í því að reka Borgarskjalasafn og einkum á tímum umfangsmikillar stafrænnar vegferðar sem borgin hefur hafið. Það er því algert óráð og gersamlega galið að loka því. Meirihlutinn hefur haldið illa á þessu máli og það kæmi mér ekki á óvart að hann eigi eftir að missa allt úr höndunum vegna þessarar misráðnu pólitísku afstöðu sinnar til skjala- og menningarmála borgarinnar. Þetta er ekkert nema tómlæti og skeytingarleysi til þeirrar merku lýðræðisstofnunar sem Borgarskjalasafn er,“ ritar Líf.
Reykjavík Borgarstjórn Söfn Lokun Borgarskjalasafns Tengdar fréttir Verður opið hjá ykkur á föstudaginn? Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, hefur lagt fram tillögu í borgarráði um að Borgarskjalasafn Reykjavíkur verði lagt niður í núverandi mynd og mun borgarráð afgreiða hana fimmtudaginn 2. mars. 2. mars 2023 07:00 Sagnfræðingar ósáttir við mögulega lokun Borgarskjalasafnsins Sagnfræðingar eru ósáttir við að mögulega verði Borgarskjalasafnið lagt niður í núverandi mynd og segja meinlegt að þetta sé gert án samráðs við borgarskjalavörð eða aðra fagmenn. Ekki megi draga úr getu til varðveislu og miðlunar sögunnar og „ekki síst á tímum upplýsingaóreiðu og falsfrétta“. 18. febrúar 2023 19:32 Segir það lýsa metnaðarleysi að leggja niður Borgarskjalasafnið Borgarskjalavörður segir hugmyndir um að leggja niður Borgarskjalasafnið metnaðarlausar en tillögu þess efnis var frestað í borgarráði í gær. Starfið yrði sett áratugi aftur í tímann. 17. febrúar 2023 22:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Sjá meira
Verður opið hjá ykkur á föstudaginn? Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, hefur lagt fram tillögu í borgarráði um að Borgarskjalasafn Reykjavíkur verði lagt niður í núverandi mynd og mun borgarráð afgreiða hana fimmtudaginn 2. mars. 2. mars 2023 07:00
Sagnfræðingar ósáttir við mögulega lokun Borgarskjalasafnsins Sagnfræðingar eru ósáttir við að mögulega verði Borgarskjalasafnið lagt niður í núverandi mynd og segja meinlegt að þetta sé gert án samráðs við borgarskjalavörð eða aðra fagmenn. Ekki megi draga úr getu til varðveislu og miðlunar sögunnar og „ekki síst á tímum upplýsingaóreiðu og falsfrétta“. 18. febrúar 2023 19:32
Segir það lýsa metnaðarleysi að leggja niður Borgarskjalasafnið Borgarskjalavörður segir hugmyndir um að leggja niður Borgarskjalasafnið metnaðarlausar en tillögu þess efnis var frestað í borgarráði í gær. Starfið yrði sett áratugi aftur í tímann. 17. febrúar 2023 22:00
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent