Leiga og verðbólga lækkaði hagnað Nova Eiður Þór Árnason skrifar 2. mars 2023 17:37 Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova. Gunnar Svanberg Skulason Heildartekjur fjarskiptafélagsins Nova jukust um 4,6% á árinu 2022 og fóru úr 12.083 í 12.641 milljónir króna milli ára. Þar af var 10% vöxtur í þjónustutekjum sem námu 9.110 milljónum króna á síðasta ári. Vöxturinn er sagður einkum tilkominn vegna fjölgunar viðskiptavina á árinu. Áætlanir félagsins höfðu gert ráð fyrir tekjum á bilinu 12.700 til 12.950 milljónum króna og EBITDA á bilinu 3.350 til 3.550 milljónum króna. Tekjur ársins eru því við neðri mörk áætlunarinnar en EBITDA, sem nam samtals 3.636 milljónum króna samanborið við 3.200 árið 2021 er fyrir ofan hærri mörk. Hagnaður ársins nam 539 milljónum króna og lækkaði um 38 milljónir milli ára. Að sögn stjórnenda skýrist lækkunin helst af hærri fjármagnsgjöldum sem séu tilkomin vegna hærri leiguskuldbindinga og mikillar verðbólgu á tímabilinu. Þetta má lesa úr nýjum ársreikningi Nova Klúbbsins hf. sem greint er frá í tilkynningu til Kauphallar. Tekjur félagsins af vörusölu drógust saman um tæpar 400 milljónir króna milli ára sem stjórnendur segja skýrast af auknum ferðalögum Íslendinga og meðfylgjandi vörukaupum erlendis. Leiðir þetta til þess að tekjur félagsins voru lægri en áætlað var. Vilja stækka dansgólfið EBITDA hlutfallið var 28,8% í fyrra og vex frá 26,5% á fyrra ári. Rekstrarhagnaður (EBIT) var 1.615 milljónir króna en var 1.171 milljónir króna á fyrra ári. Bætt EBITDA er sögð skýrast einna helst af fjölgun viðskiptavina og auknum jákvæðum áhrifum af fjárfestingum í bylgjulengdarkerfi. Samanburðartölur fyrir árið 2021 voru leiðréttar fyrir einskiptisliðum vegna sölu óvirkra innviða og sölu hlutdeildarfélags. „Viðskiptavinum okkar heldur áfram að fjölga og þjónustan okkar er að þróast með þeim. Það sést greinilega í rekstraruppgjörinu og við stefnum áfram á að stækka dansgólfið. Á sama tíma fjárfestum við áfram í virkum innviðum sem mun hjálpa okkur að halda áfram að bæta þjónustu, auka gæði og bjóða nýjungar til okkar viðskiptavina,“ segir Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova í tilkynningu. Fjarskipti Kauphöllin Nova Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira
Áætlanir félagsins höfðu gert ráð fyrir tekjum á bilinu 12.700 til 12.950 milljónum króna og EBITDA á bilinu 3.350 til 3.550 milljónum króna. Tekjur ársins eru því við neðri mörk áætlunarinnar en EBITDA, sem nam samtals 3.636 milljónum króna samanborið við 3.200 árið 2021 er fyrir ofan hærri mörk. Hagnaður ársins nam 539 milljónum króna og lækkaði um 38 milljónir milli ára. Að sögn stjórnenda skýrist lækkunin helst af hærri fjármagnsgjöldum sem séu tilkomin vegna hærri leiguskuldbindinga og mikillar verðbólgu á tímabilinu. Þetta má lesa úr nýjum ársreikningi Nova Klúbbsins hf. sem greint er frá í tilkynningu til Kauphallar. Tekjur félagsins af vörusölu drógust saman um tæpar 400 milljónir króna milli ára sem stjórnendur segja skýrast af auknum ferðalögum Íslendinga og meðfylgjandi vörukaupum erlendis. Leiðir þetta til þess að tekjur félagsins voru lægri en áætlað var. Vilja stækka dansgólfið EBITDA hlutfallið var 28,8% í fyrra og vex frá 26,5% á fyrra ári. Rekstrarhagnaður (EBIT) var 1.615 milljónir króna en var 1.171 milljónir króna á fyrra ári. Bætt EBITDA er sögð skýrast einna helst af fjölgun viðskiptavina og auknum jákvæðum áhrifum af fjárfestingum í bylgjulengdarkerfi. Samanburðartölur fyrir árið 2021 voru leiðréttar fyrir einskiptisliðum vegna sölu óvirkra innviða og sölu hlutdeildarfélags. „Viðskiptavinum okkar heldur áfram að fjölga og þjónustan okkar er að þróast með þeim. Það sést greinilega í rekstraruppgjörinu og við stefnum áfram á að stækka dansgólfið. Á sama tíma fjárfestum við áfram í virkum innviðum sem mun hjálpa okkur að halda áfram að bæta þjónustu, auka gæði og bjóða nýjungar til okkar viðskiptavina,“ segir Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova í tilkynningu.
Fjarskipti Kauphöllin Nova Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira