Fjölmiðlafulltrúi Shorter staðfesti í dag andlát hans en veitti ekki frekari upplýsingar um hvernig það bar að garði. Hann lést á sjúkrahúsi í Los Angeles.
Shorter fæddist þann 25. ágúst árið 1933. Hann steig fyrst fram á sjónarsviðið árið 1959 með djasshljómsveitinni Art Blakey‘s Jazz Messengers. Hann varði fjórum árum í sveitinni en sagði svo skilið við hana og gekk í kvintett sem leiddur var af Miles Davis, Miles Davis Quintet.
Þegar sú sveit leystist upp stofnaði Shorter hljómsveitina Weather Report ásamt austurríska hljómborðsleikaranum Joe Zawinul, tékkneska bassaleikaranum Miroslav Vitouš, bandaríska trommaranum Alphonse Mouzon og bandarísku slagverksleikurunum Don Alias og Barbara Burton.
Það er óhætt að segja að Shorter sé margverðlaunaður en hann vann til að mynda 12 Grammy verðlaun, þau fyrstu árið 1980 en sú síðustu í síðastliðnum febrúar.
Hann kom til Íslands í maí árið 2008 og hélt tónleika í Háskólabíói.