Friðarverðlaunahafi dæmdur í fangelsi í Belarús Samúel Karl Ólason skrifar 3. mars 2023 12:08 Alex Bialiatski er sextíu ára gamall. Hann hefur setið inn í 21 mánuð en var dæmdur í tíu ára fangelsi í morgun. Viasna Yfirvöld í Belarús, eða Hvíta-Rússlandi, hafa dæmt Alex Bialiatski til tíu ára fangelsisvistar. Það er samkvæmt Viasna, mannréttindasamtökum sem hann stofnaði en Bialiatski var dæmdur fyrir að hafa fjármagnað mótmæli í gegn alræðisstjórn Alexanders Lúkasjenka, einræðisherra Belarús. Auk Bialiatski voru þrír aðrir yfirmenn hjá Viasna dæmdir í morgun. Þeir voru dæmdir til sjö, átta og níu ára fangelsisvistar, samkvæmt AP fréttaveitunni. Bialiatski og hinir sakborningarnir hafa setið í fangelsi í 21 mánuð. The Belarusian court sentenced Ales Bialiatski, the Viasna chairman and the Nobel Peace Prize laureate, to 10 years in prison pic.twitter.com/3uJwuWYdt5— Viasna (@viasna96) March 3, 2023 Bialiatski ávarpaði dóminn í morgun og hvatti yfirvöld í Belarús til að „stöðva borgarastyrjöldina“ þar í landi. Hann sagði einnig augljóst að rannsakendum hefði augljóslega verið skipað að svipta sig og aðra frelsi, sama hvað það kostaði, og stöðva starfsemi Viasna. Hann fékk friðarverðlaun Nóbels í fyrra fyrir mannréttindabaráttu sína í Belarús, Rússlandi og Úkraínu. Í rökstuðningi sem fylgdi ákvörðun Nóbelsnefndarinnar sagði að Bialiatski og samtökin væru „einstakir talsmenn mannréttinda, lýðræðis og friðsamlegrar sambúðar“. Mótmælin sem um ræðir voru haldin árið 2020, eftir umdeildar kosningar sem Lúkasjenka segist hafa unnið. Niðurstöður kosninganna hafa verið dregnar verulega í efa bæði af stjórnarandstöðunni og alþjóðasamfélaginu. Einræðisherrann beitti öryggissveitum sínum af mikilli hörku gegn mótmælendum en rúmlega 35 þúsund manns voru handtekin. Svetlana Tikhanovskaya, sem bauð sig fram gegn Lúkasjenka í áðurnefndum kosningum og segist vera réttkjörinn forseti Belarús, hefur fordæmt úrskurð dómsins í morgun og segir hann skammarlegan. The shameful sentence against Ales, Valiantsin & Uladzimir is the regime's revenge for their steadfastness. Revenge for solidarity. Revenge for helping others. Ten years for a @NobelPrize laureate shows clearly what Lukashenka's regime is. We won't stop fighting for our heroes. pic.twitter.com/5FHLSShqMh— Sviatlana Tsikhanouskaya (@Tsihanouskaya) March 3, 2023 Hvíta-Rússland Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Auk Bialiatski voru þrír aðrir yfirmenn hjá Viasna dæmdir í morgun. Þeir voru dæmdir til sjö, átta og níu ára fangelsisvistar, samkvæmt AP fréttaveitunni. Bialiatski og hinir sakborningarnir hafa setið í fangelsi í 21 mánuð. The Belarusian court sentenced Ales Bialiatski, the Viasna chairman and the Nobel Peace Prize laureate, to 10 years in prison pic.twitter.com/3uJwuWYdt5— Viasna (@viasna96) March 3, 2023 Bialiatski ávarpaði dóminn í morgun og hvatti yfirvöld í Belarús til að „stöðva borgarastyrjöldina“ þar í landi. Hann sagði einnig augljóst að rannsakendum hefði augljóslega verið skipað að svipta sig og aðra frelsi, sama hvað það kostaði, og stöðva starfsemi Viasna. Hann fékk friðarverðlaun Nóbels í fyrra fyrir mannréttindabaráttu sína í Belarús, Rússlandi og Úkraínu. Í rökstuðningi sem fylgdi ákvörðun Nóbelsnefndarinnar sagði að Bialiatski og samtökin væru „einstakir talsmenn mannréttinda, lýðræðis og friðsamlegrar sambúðar“. Mótmælin sem um ræðir voru haldin árið 2020, eftir umdeildar kosningar sem Lúkasjenka segist hafa unnið. Niðurstöður kosninganna hafa verið dregnar verulega í efa bæði af stjórnarandstöðunni og alþjóðasamfélaginu. Einræðisherrann beitti öryggissveitum sínum af mikilli hörku gegn mótmælendum en rúmlega 35 þúsund manns voru handtekin. Svetlana Tikhanovskaya, sem bauð sig fram gegn Lúkasjenka í áðurnefndum kosningum og segist vera réttkjörinn forseti Belarús, hefur fordæmt úrskurð dómsins í morgun og segir hann skammarlegan. The shameful sentence against Ales, Valiantsin & Uladzimir is the regime's revenge for their steadfastness. Revenge for solidarity. Revenge for helping others. Ten years for a @NobelPrize laureate shows clearly what Lukashenka's regime is. We won't stop fighting for our heroes. pic.twitter.com/5FHLSShqMh— Sviatlana Tsikhanouskaya (@Tsihanouskaya) March 3, 2023
Hvíta-Rússland Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira