„Þetta var torsóttur sigur“ Hinrik Wöhler skrifar 3. mars 2023 21:51 Þórir Ólafsson, þjálfari Selfoss. Vísir/Diego Selfyssingar sigruðu ÍR á Selfossi í kvöld 32-30. Þórir Ólafsson, þjálfari Selfoss, var sáttur með tveggja marka sigur og halda Selfyssingar áfram að klífa upp töfluna. Selfyssingar leiddu gott sem allan leikinn en náðu aldrei að slíta sig frá baráttuglöðum ÍR-ingum. „Tilfinningin er fín, þetta var erfitt og við vissum það. Þetta er örugglega ekki besti leikurinn hjá okkur í vetur en við erum virkilega sáttir með að taka tvö stig á móti sprækum ÍR-ingum, það er ekki spurning,“ sagði Þórir Ólafsson eftir leikinn á Selfossi í kvöld. „Við vorum aðeins að rótera en við misstum Sverri Pálsson út varnarlega og Guðmundur Hólmar gat ekki verið mikið með. Þá voru aðrir sem þurftu að stíga inn í önnur hlutverk, bæði varnarlega og sóknarlega, og við leystum það. Til að byrja með vorum við í erfiðleikum sóknarlega en varnarlega náðum við að standa nokkuð vel. Þetta var torsóttur sigur, en heilt yfir er ég sáttur.“ Selfyssingar spiluðu á mörgum leikmönnum í kvöld og er Þórir óhræddur við að kasta mönnum út í djúpu laugina. „Þetta er eins og mig langar að spila, hafa menn ferska og geta róterað. Ungu strákarnir fá tækifæri hjá mér og það er þeirra að nýta það og þeir hafa svo sem gert það í vetur. Það er alveg nauðsynlegt að fá þessar auka mínútur í hvíld fyrir þá sem eru að spila meira, það munar um hverjar fimm til tíu mínútur í hvorum hálfleik. Mér finnst gaman að rótera mönnum og sérstaklega þegar það gengur upp,“ sagði Þórir en gott sem allir leikmenn Selfyssinga komu við sögu í kvöld. Samkvæmt leikjaplani HSÍ er næsti leikur Selfyssinga settur 25. mars á móti Val, þó að dagsetningin geti breyst, er ljóst að það er langt í næsta leik fyrir Þóri og lærisveina. „Það verður lyftingar og rólegheit næstu viku en svo förum við að æfa eðlilega eftir það og koma mönnum í keppnisgír.“ Olís-deildin er gríðarlega jöfn um þessar mundir en fjögur lið eru jöfn með 21 stig, þar á meðal Selfoss, og raða liðin sér í þriðja til sjötta sæti. „Við eigum erfitt prógram eftir, Valur er næsti leikur og eigum eftir að spila við FH, Stjörnuna og Aftureldingu. Öll liðin sem eru í kringum og fyrir ofan okkur. Við þurfum bara að ná í punkta ef við ætlum okkur að klífa hærra í töflunni. Ég sé alveg tækifæri í öllum leikjunum eins og þetta hefur verið í vetur. Við þurfum bara að vera vel gíraðir og ná sókninni og vörninni betur fyrir næstu fjóra leiki,“ sagði Þórir að lokum eftir leikinn í kvöld. Olís-deild karla UMF Selfoss ÍR Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - ÍR 32-30 | Selfyssingar enn í baráttunni um heimavallarétt Selfoss vann mikilvægan tveggja marka sigur er liðið tók á móti ÍR í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 32-30. Sigurinn þýðir að Selfyssingar eru enn í harðri baráttu um eitt af efstu fjórum sætum deildarinnar, en ÍR-ingar færast nær falli. 3. mars 2023 21:00 Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fleiri fréttir Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira
„Tilfinningin er fín, þetta var erfitt og við vissum það. Þetta er örugglega ekki besti leikurinn hjá okkur í vetur en við erum virkilega sáttir með að taka tvö stig á móti sprækum ÍR-ingum, það er ekki spurning,“ sagði Þórir Ólafsson eftir leikinn á Selfossi í kvöld. „Við vorum aðeins að rótera en við misstum Sverri Pálsson út varnarlega og Guðmundur Hólmar gat ekki verið mikið með. Þá voru aðrir sem þurftu að stíga inn í önnur hlutverk, bæði varnarlega og sóknarlega, og við leystum það. Til að byrja með vorum við í erfiðleikum sóknarlega en varnarlega náðum við að standa nokkuð vel. Þetta var torsóttur sigur, en heilt yfir er ég sáttur.“ Selfyssingar spiluðu á mörgum leikmönnum í kvöld og er Þórir óhræddur við að kasta mönnum út í djúpu laugina. „Þetta er eins og mig langar að spila, hafa menn ferska og geta róterað. Ungu strákarnir fá tækifæri hjá mér og það er þeirra að nýta það og þeir hafa svo sem gert það í vetur. Það er alveg nauðsynlegt að fá þessar auka mínútur í hvíld fyrir þá sem eru að spila meira, það munar um hverjar fimm til tíu mínútur í hvorum hálfleik. Mér finnst gaman að rótera mönnum og sérstaklega þegar það gengur upp,“ sagði Þórir en gott sem allir leikmenn Selfyssinga komu við sögu í kvöld. Samkvæmt leikjaplani HSÍ er næsti leikur Selfyssinga settur 25. mars á móti Val, þó að dagsetningin geti breyst, er ljóst að það er langt í næsta leik fyrir Þóri og lærisveina. „Það verður lyftingar og rólegheit næstu viku en svo förum við að æfa eðlilega eftir það og koma mönnum í keppnisgír.“ Olís-deildin er gríðarlega jöfn um þessar mundir en fjögur lið eru jöfn með 21 stig, þar á meðal Selfoss, og raða liðin sér í þriðja til sjötta sæti. „Við eigum erfitt prógram eftir, Valur er næsti leikur og eigum eftir að spila við FH, Stjörnuna og Aftureldingu. Öll liðin sem eru í kringum og fyrir ofan okkur. Við þurfum bara að ná í punkta ef við ætlum okkur að klífa hærra í töflunni. Ég sé alveg tækifæri í öllum leikjunum eins og þetta hefur verið í vetur. Við þurfum bara að vera vel gíraðir og ná sókninni og vörninni betur fyrir næstu fjóra leiki,“ sagði Þórir að lokum eftir leikinn í kvöld.
Olís-deild karla UMF Selfoss ÍR Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - ÍR 32-30 | Selfyssingar enn í baráttunni um heimavallarétt Selfoss vann mikilvægan tveggja marka sigur er liðið tók á móti ÍR í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 32-30. Sigurinn þýðir að Selfyssingar eru enn í harðri baráttu um eitt af efstu fjórum sætum deildarinnar, en ÍR-ingar færast nær falli. 3. mars 2023 21:00 Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fleiri fréttir Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - ÍR 32-30 | Selfyssingar enn í baráttunni um heimavallarétt Selfoss vann mikilvægan tveggja marka sigur er liðið tók á móti ÍR í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 32-30. Sigurinn þýðir að Selfyssingar eru enn í harðri baráttu um eitt af efstu fjórum sætum deildarinnar, en ÍR-ingar færast nær falli. 3. mars 2023 21:00