Ýmislegt annað í boði en viðskiptafræði Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 4. mars 2023 11:32 Þórunn Hilda Jónasdóttir, verkefnastjóri Háskóladagsins telur að margir séu ekki meðvitaðir um þann fjölda námsleiða sem eru í boði og að tilgangur dagsins sé fyrst og fremst að kynna þær. Háskóladagurinn verður haldinn með prompi og prakt á milli 12 og 15 í dag. Allir háskólar landsins kynna starfsemi sína fyrir gestum og gangandi. Verkefnastjóri segir tilganginn fyrst og fremst vera að láta fólk vita af því að mun meira sé í boði en flestir geri sér grein fyrir. Háskóladagurinn er samstarfsverkefni allra háskóla á Íslandi og telst algjör lykilviðburður fyrir þá sem hyggja á háskólanám. Námskynningar fara fram víða á háskólasvæðunum og á staðnum verða kennarar, nemendur og starfsfólk úr öllum deildum.Þórunn Hilda Jónasdóttir er verkefnastjóri Háskóladagsins. Hún segir virkilega ánægjulegt að geta loks tekið á móti fólki í eigin persónu en síðustu tvö ár hefur Háskóladagurinn verið rafrænn. „Það er hægt að kíkja uppí Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Grósku, Listaáskólann. Það verður fullt af fjöri og allskonar að skoða,“ segir Þórunn. Tilgangurinn fyrst og fremst að kynna fjölda námsleiða Þórunn telur að margir séu ekki meðvitaðir um þann fjölda námsleiða sem eru í boði og að tilgangur dagsins sé fyrst og fremst að kynna þær. Bifröst er að kenna viðskiptafræði með áherslu á viðskiptagreind svo eru HR og HA með bæði tækni og tölvunarfræði, svo það er svona ýmislegt sem hægt er að kynna sér. Landbúnaðarháskólinn, hann verður að kynna landslagsarkitektúr, sem flúttar ágætlega við arkitektanámið sem Listaháskólinn bíður upp á. HR eru með opna tíma, hægt að fara í skoðunarferðir um skólann allan, HR, HÍ og Listaháskólinn líka. Það er hægt að skoða, prófa og fikta, tala við nemendur og kennara og starfsfólk. Kynnast háskólanámi á íslandi. Klassískar námsleiðir alltaf vinsælar en ýmsar útfærslur í boði Þórunn segir klassískar námsleiðir líkt og viðskiptafræði, lögfræði og læknisfræði alltaf jafn vinsælar en tilgangur með háskóladeginum sé einmitt að láta fólk vita að ýmislegt annað sé í boði. „Það er líka sniðugt að fólk getur farið í viðskiptafræði með ýmsum áherslum til dæmis. Þannig að það þurfa ekki allir að vera fara í það sama." Á Háskóladeginum bjóða háskólarnir upp á ótal viðburði, kynningar og uppákomur. Einnig gefst gestum og gangandi tækifæri til að spjalla við nemendur, kennara, náms- og starfsráðgjafa um allt sem viðkemur námi í skólunum sjö, og fá upplýsingar um fjölbreytta námsmöguleika. Háskóladagurinn hefst sem fyrr segir nú klukkan tólf í dag og stendur til klukkan þrjú. Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Háskóladagurinn er samstarfsverkefni allra háskóla á Íslandi og telst algjör lykilviðburður fyrir þá sem hyggja á háskólanám. Námskynningar fara fram víða á háskólasvæðunum og á staðnum verða kennarar, nemendur og starfsfólk úr öllum deildum.Þórunn Hilda Jónasdóttir er verkefnastjóri Háskóladagsins. Hún segir virkilega ánægjulegt að geta loks tekið á móti fólki í eigin persónu en síðustu tvö ár hefur Háskóladagurinn verið rafrænn. „Það er hægt að kíkja uppí Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Grósku, Listaáskólann. Það verður fullt af fjöri og allskonar að skoða,“ segir Þórunn. Tilgangurinn fyrst og fremst að kynna fjölda námsleiða Þórunn telur að margir séu ekki meðvitaðir um þann fjölda námsleiða sem eru í boði og að tilgangur dagsins sé fyrst og fremst að kynna þær. Bifröst er að kenna viðskiptafræði með áherslu á viðskiptagreind svo eru HR og HA með bæði tækni og tölvunarfræði, svo það er svona ýmislegt sem hægt er að kynna sér. Landbúnaðarháskólinn, hann verður að kynna landslagsarkitektúr, sem flúttar ágætlega við arkitektanámið sem Listaháskólinn bíður upp á. HR eru með opna tíma, hægt að fara í skoðunarferðir um skólann allan, HR, HÍ og Listaháskólinn líka. Það er hægt að skoða, prófa og fikta, tala við nemendur og kennara og starfsfólk. Kynnast háskólanámi á íslandi. Klassískar námsleiðir alltaf vinsælar en ýmsar útfærslur í boði Þórunn segir klassískar námsleiðir líkt og viðskiptafræði, lögfræði og læknisfræði alltaf jafn vinsælar en tilgangur með háskóladeginum sé einmitt að láta fólk vita að ýmislegt annað sé í boði. „Það er líka sniðugt að fólk getur farið í viðskiptafræði með ýmsum áherslum til dæmis. Þannig að það þurfa ekki allir að vera fara í það sama." Á Háskóladeginum bjóða háskólarnir upp á ótal viðburði, kynningar og uppákomur. Einnig gefst gestum og gangandi tækifæri til að spjalla við nemendur, kennara, náms- og starfsráðgjafa um allt sem viðkemur námi í skólunum sjö, og fá upplýsingar um fjölbreytta námsmöguleika. Háskóladagurinn hefst sem fyrr segir nú klukkan tólf í dag og stendur til klukkan þrjú.
Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira